Skip­stjór­ar sækja ráðherra heim vegna Land­eyja­hafn­ar
15. febrúar, 2016
Níu manna hóp­ur skip­stjóra sem tengj­ast Land­eyja­höfn á einn eða ann­an hátt, mun funda næst­kom­andi fimmtu­dag með �?löfu Nor­dal inn­an­rík­is­ráðherra vegna hafn­ar­inn­ar.
Sveinn Rún­ar Val­geirs­son er í for­svari fyr­ir hóp­inn, en í hon­um eru skip­stjór­ar sand­dælu­skipa í Land­eyja­höfn, skip­stjór­ar Herjólfs og lóðsa í höfn­inni, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.
Gagn­rýn­ir hóp­ur­inn verklag við ákv­arðana­töku vegna Land­eyja­hafn­ar, en Sveinn seg­ir að til dæm­is hafi lítið sam­ræmi hafa verið í svör­um er­lendra ráðgjafa um höfn­ina og yf­ir­lýs­inga skipa­verk­fræðings og smíðanefnd­ar sem vinna að smíði nýrr­ar ferju milli lands og Eyja, um æski­lega öldu­hæð fyr­ir hina nýju ferju.
mbl.is greindi frá.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst