Á mánudaginn hélt Skipalyftan upp á 35 ára afmæli sitt en fyrirtækið var formlega stofnað 14. nóvember 1981. Tilurð Skipalyftunnar varð við samruna vélsmiðjanna Magna og Völundar, sem höfðu verið í beinni samkeppni um árabil, og raftækjaverkstæðinu Geisla. Árið eftir flutti þetta nýja félag alla sína starfsemi í nýtt húsnæði við hlið skipalyftu sem bærinn var að leggja lokahönd á. 1. júní sama ár tók Skipalyftan formlega við lyftunni og því sem henni fylgdi og gerði leigusamning til 25 ára en fyrsti skipið hafði verið tekið upp einungis nokkrum dögum áður.
Nýja lyftan reyndist mikið framfaraspor því þá var hægt að taka upp stærri skip en áður hafði verið hægt í Vestmannaeyjum. Verkefni Skipalyftunnar voru fjölmörg strax í upphafi en á sama tíma var mikil í útgerð í Vestmannaeyjum. Verkefnin voru m.a. breytingar og endurbætur á skipum og í sumum tilfellum hreinlega endursmíði á skipum og bátum. Fjöldi starfsmanna í dag eru um 35 manns alla jafna en sú tala getur breyst á álagstímum og var fjöldinn í sumar til að mynda 45 manns.
Ýtarlegri umfjöllun um sögu Skipalyftunnar, ásamt viðtölum við stjórnendur og starfsmenn, er að finna í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.