Vikan var frekar róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum eftir frekar annasamar vikur yfir hátíðarnar. Eitthvað var um útköll vegna óveðursins sem gekk yfir eyjarnar en ekki var mikið um tjón. Skemmtanahald var með rólegra móti og fá útköll sem tengdust skemmtanalífinu. �?ó var eitthvað um að kvartað væri undan hávaða frá heimahúsum án þess þó að það hafi ollið miklum vandræðum.
Af umferðinni er það að frétta að tveir ökumenn fengu sekt í vikunni vegna ólöglegrar lagningar ökutækja sinna.
Til fróðleiks fylgir hér fyrir neðan er tafla yfir helstu brot sl. þriggja ára í Vestmannaeyjum. Eins og sést á töflunni þá hefur orðið smávægileg fjölgun á hegningarlagabrotum, þrátt fyrir að kynferðisbrotum hafi fækkað. Helsta skýringin er fjölun auðgunarbrota, en nokkur aukning varð á þjófnuðum á farsímum um síðustu �?jóðhátíð og er það helsta skýringin á fjölun í þeim málaflokki. Fjöldi líkamsárása er svipaður á milli ára og á það sama við um fíkiefnabrot.
Umferðarlagabrotum hefur fækkað á milli ára, án þess þó að brotum vegna aksturs undir áhrifum áfengis, ávana- og fíkniefna, hafi fækkað. �?að verður að teljast áhyggjuefni hversu margir aka undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna og hvetur lögreglan ökumenn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir setjast undir stýri undir áhrifum vímuefna.