Spjallað við skemmtikrafta: Ekki til betri gestgjafar en Eyjafólk
5. ágúst, 2017
�?að ættu flestir �?jóðhátíðargestir að finna sér eitthvað við hæfi á Stóra sviðinu í ár enda fjölbreytt blanda af skemmtikröftum sem stíga á stokk. Rapp/Hip-hop senan, sem hefur rutt sér síðustu árin, hefur sína fulltrúa á staðnum og er nokkuð fyrirferðamikil í ár. Einnig verða þessar hefðbundnu sveitaballahljómsveitir á sínum stað enda í augum margra ómissandi þáttur á �?jóðhátíð. �?ungarokkarar og Popparar fá sömuleiðis eitthvað fyrir sinn snúð þannig enginn ætti að vera illa svikinn í Brekkunni í ár. Blaðamaður ræddi við nokkra af þeim fjölmörgu skemmtikröftum sem koma fram á �?jóðhátíð í ár.
Emmsjé Gauti
�?ú ert allt í öllu á föstudeginum, á barnadagskránni, kvöldvökunni og á miðnæturtónleikunum. Er þetta ekki hörku púl? �?etta er alveg ruglað prógram en ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu. �?að verður vissulega einhver þreyta eftir þessi þrjú gigg en við munum komast í gegnum þetta í sameiningu.
Tónlist þín hefur átt góðu gengi að fagna síðustu árin á Íslandi og kannski óvænt meðal þeirra allra yngstu. Sástu einhvern tímann fyrir þér að leikskólabörn víðsvegar um land myndu syngja hástöfum �??Reykjavík er okkar�??? �?að kemur mér ekki á óvart að það séu ungir aðdáendur að hlusta á tónlistina en það kom mér vissulega á óvart að Reykjavík hefur verið sungin á leikskólum borgarinnar í söngtímanum. �?að er mikill heiður fyrir mig að ná að skemmta yngsta fólkinu líka. TAKK!
�?ú komst einnig fram á �?jóðhátíð í fyrra, hvernig er tilfinningin að skemmta fyrir fullum Herjólfsdal af fólki? Tilfinningin er alveg sturluð. �?að er rosaleg orka sem myndast þegar mörg þúsund manns koma saman til þess að syngja og skemmta sér og ég er óendanlega þakklátur að fá að upplifa fólkið syngja lögin mín.
Hvernig ætlar þú að verja tíma þínum í Vestmannaeyjum yfir �?jóðhátíð á milli þess sem þú ert að spila, á að kíkja eitthvað í hvítu tjöldin? �?að er auðvitað hörkudagskrá framan af degi en eftir að síðasta klappið deyr út í Dalnum þá skelli ég mér örugglega í hvítu tjöldin að fá mér nokkra drykki með góðum vinum.
Á fólk von á mikilli skemmtun þegar þið félagar stígið á svið á miðnæturtónleikunum? �?g get lofað algjörri sturlun þegar við mætum á svæðið.
Auðunn Blöndal
Hvað hefur þú komið oft á �?jóðhátíð? Heyrðu það er góð spurning. Fyrsta var 2001 og held að þær séu allavega orðnar tíu núna.
Verða einhverjar breytingar á FM95BL�? hópnum í ár? Nei ekki þannig, en það verða vonandi tveir leynigestir.
Stemningin í Dalnum í fyrra þegar þið vorum að spila mældist á jarðskjálftamælum. Á fólk von á einhverju svipuðu í ár? Vonandi, án þess að jinxa það, þá lofa ég betri stemningu í ár. Við tókum æfingu um daginn í fyrsta sinn og ætlum að vera með nokkur óvænt atriði.
Verður prógrammið hefðbundið eða munu þið koma fólki á óvart? Bæði.
Fyrir utan þann tíma sem þið eruð að skemmta, hverjir eru hápunktar �?jóðhátíðar frá þínum bæjardyrum séð? �?að er heimamaðurinn! �?að eru ekki til betri gestgjafar en Eyjafólk! �?g vona að ég nái að rölta í sem flest hvít tjöld og djamma með liðinu. Að fá drykk, smá möns og faðmlög í hvítu tjöldunum er yfirburða skemmtilegast við þjóðhátíð.
Gunnar �?lason
Hvað hafið þið í Skítamóral spilað oft á þjóðhátíð? Við eigum sex þjóðhátíðir að baki og þessi verður nr. sjö.
Hvenær komuð þið síðast? Við vorum síðast árið 2014.
Er mikil eftirvænting hjá ykkur í hljómsveitinni að stíga á svið? Við erum fullir eftirvæntingar að koma fram og spila fyrir þyrsta �?jóðhátíðargesti, þetta er alltaf jafn gaman.
Hljómsveitin nær líklega mestum hæðum í kringum aldamótin en samt virðast lögin ykkar enn þann dag í dag ná að kveikja neista í þjóðhátíðargestum. Er hljómsveitin bara búin að skrifa sig inn í aldalanga sögu þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum? Við eigum tvö þjóðhátíðarlög sem lifa ennþá og svo er einhver rómantík í okkar lögum sem að þjóðhátíðargestir kunna að meta.
�?ú hefur komið á ófáar þjóðhátíðir í gegnum árin, er einhver hátíð sem er sérstaklega eftirminnileg hjá þér? �?jóðhátíð 1997 er sú sem stendur upp úr hjá mér þar sem hljómsveitin fékk að deila stóra sviðinu með Sálinni, það tækifæri kom okkur endanlega á kortið hjá alþjóð.
�?jóðhátíð hefur væntanlega breyst mikið frá því þið spiluðuð fyrst, finnst þér hún vera að þróast í rétta átt? Hátíðin hefur breyst mikið síðan við vorum á hátindinum en þannig er það bara, nýjar kynslóðir með nýjar áherslur en samt er alltaf kjarni málsins sá sami, að skemmta fólki.
Við hverju má fólk búast frá Skítamóral á sunnudeginum kl. 00:30? Við lofum hátíðargestum góðri skemmtun og almennri gleði þegar við stígum á stokk, eins og alltaf.
Hildur
Hefur þú komið áður á þjóðhátíð? Nei þetta verður mín fyrsta þjóðhátíð þannig að ég er virkilega forvitin að upplifa stemninguna.
�?ú kemur fram á kvöldvökunni á föstudeginum, ertu spennt fyrir kvöldinu? Já, mjög svo, ég er með sérsniðið prógramm fyrir þetta kvöld. �?g er að æfa upp lög sem ég vona að fólk sé til í að syngja hástöfum með mér!
Hver er að þínu mati hápunktur þjóðhátíðar? Mjög góð spurning, þar sem ég hef ekki komið áður þá er bara sú upplifun að mæta í Dalinn sennilega að fara að vera hápunkturinn fyrir mig.
Hvað ætlar þú að gera restina af þjóðhátíð? �?g stoppa því miður bara eitt kvöld í Eyjum því svo er ég að fara að spila á unglingalandsmótinu á Egilsstöðum. �?annig að ég valdi eiginlega þá tvo staði sem eru lengst í burtu til að spila á yfir helgina, það er bara stuð!
Daði Freyr
Hefur þú komið áður á þjóðhátíð? �?g hef einu sinni komið, en var bara á föstudagskvöldinu. Hljómsveitin mín RetRoBot spilaði á stóra sviðinu árið 2012.

�?ú ert að spila á kvöldvökunni á sunnudeginum. Ertu spenntur fyrir kvöldinu? �?g get ekki beðið. �?g hef heyrt að það verði nóg af fólki og mikil stemning, þetta verður líka síðasta giggið mitt á Íslandi í bili þar sem ég er að flytja aftur til Berlínar.
Ertu skemmta á fleiri stöðum yfir þjóðhátíð? �?g ætla aðeins að spila fyrir krakkana í Reykjadal á föstudeginum og svo verð ég á Innipúkanum í Reykjavík á laugardeginum.
�?ú komst hingað einnig á Goslokahátíðinni. Kanntu svona vel við Vestmannaeyinga eða kunna Vestmannaeyingar svona vel við þig? �?tli þetta sé ekki bara einhversstaðar í miðjunni.
Hvernig ætlar þú að eyða restinni af sunnudagskvöldinu þegar þú ert búinn að spila, ætlar þú að kíkja í hvítu tjöldin? Kannski maður líti aðeins við og sníkir smá lunda, annars er ég að fara aftur með dallinum heim sama kvöld, og á eftir að taka stein, skæri, blað (eða skæri, blað, stein hvernig sem fólk vill hafa það) um hvor keyrir heim, ég eða Árný.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

Nýjar fréttir

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.