Kvennalið ÍBV tekur í kvöld á móti Fram á Hásteinsvelli og hefst leikurinn klukkan 18.00. Eyjastúlkur hafa farið vel af stað í 1. deildinni, hafa unnið fyrstu tvo leikina og markatalan er 16:0. Flestir reikna með að Eyjastúlkur eigi eftir að gera harða atlögu að sæti í úrvalsdeild og er ekkert sem bendir til annars í upphafi móts. Fram hefur leikið tvo leiki, eins og ÍBV. Gerði 0:0 jafntefli gegn Fjölni, sem ÍBV vann 10:0 á útivelli og töpuðu svo fyrir ÍR 2:3 í síðustu umferð.