ÍBV hafði betur gegn Fram, 25:30, þegar liðin mættust í Olís-deildinni um helgina í Reykjavík. Eyjamenn voru með forystu í leiknum frá upphafi og var sigurinn allan tímann örugg-
ur en lengi vel var átta marka munur á liðunum í síðari hálfleik.
Markahæstur í liði ÍBV var Theodór Sigurbjörnsson með níu mörk en á eftir honum kom Sigurbergur Sveinsson með sex mörk. Stephen Nielsen var einnig öflugur í markinu en hann var með 15 varða bolta. Markaskorun ÍBV dreifðist annars vel en alls tíu leikmenn fundu netið í leiknum.
Í samtali við Eyjafréttir sagðist Sigurbergur Sveinsson sáttur við leik sinna manna en bætir þó við að sigurinn hefði mátt vera stærri. �??Leikurinn spilaðist fínt, vorum yfir frá fyrstu mínútu og bara sterkari en þeir á öllum sviðum fannst mér. Hefði viljað sjá stærri sigur þegar upp var staðið.�??
Ertu ánægður með spilamennsku liðsins í leiknum? �??Við spiluðum þennan leik vel, spiluðum fína vörn þar sem menn voru að bakka hvern annan upp og markvarslan var góð. Fullt af fínum hlutum sóknarlega líka. Heilt yfir fínn leikur þó svo við gefum aðeins eftir undir lokin, að klára svona leiki alla leið er eitt-
hvað til að bæta,�?? segir Sigurbergur.
�?ið hafið komið sterkir til leiks eftir áramót, er ekki bara tímaspursmál hvenær þið farið að klífa upp töfluna og gera atlögu að efstu sætunum? �??Mikilvægt eins og staðan er núna að enda þetta í efstu fjórum sætunum. Við erum enn þá taplausir eftir áramót og ætlum að sjálfsögðu að reyna halda því. Mikilvægast er að við höldum áfram að bæta við og vera tilbúnir þegar úrslitakeppnin hefst. Eins og staðan er núna er ég bjartsýnn á að það takist,�?? segir skyttan öfluga.