Ekki hefur farið fram hjá neinum að á síðustu árum hefur verið tekist harkalega á um sjávarútvegsmál. Raunar hafa þau átök geisað lengur en undanfarin ár. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að á yfirstandandi kjörtímabili hafa þessi átök magnast nokkuð – svo ekki sé fastar að orðið kveðið.