Ef það er eitthvað sem dregur að Eyjamenn sem komnir eru yfir miðjan aldur er það tækifæri til að líta til baka þegar fólk var að alast upp og jafnvel lengra aftur í tímann. Til þess voru tvö tækifæri með stuttu millibili, Sigurgeir Jónasson ljósmyndari frá Skuld sýndi hluta af safni sínu á sumardaginn fyrsta í Viskusalnum og Eyjahjartað var í Sagnheimum á sunnudaginn. Var húsfyllir á báðum stöðum.
Eftir að safn Sigurgeirs var afhent Vestmannaeyjabæ hafa Sigurgeir og Kári Bjarnason lagt mikla vinnu í að vinna úr og kynna safnið með margvíslegu móti. Sigurgeir sjálfur passaði raunar ótrúlega vel upp á safn sitt, flokkaði og merkti inn á dagsetningu og viðburð. En alltaf má gera betur enda safnið mikið að vöxtum, telur milljónir mynda.
�?etta á sérstaklega við þegar um er að ræða myndir af ungum börnum eða hópmyndir og ljósmyndasýningarnar eru kjörinn vettvangur til að stoppa upp í götin. �?etta er fjórða sýningin í Viskusalnum og nú voru það myndir af börnum og unglingum í Eyjum sem teknar voru á árunum 1960 til 1980. �?eim til halds og trausts hefur frá upphafi verið Arnar Sigurmundsson. Tókst þeim að rúlla í gegn 200 myndum og voru gestir vel með á nótunum og tókst oftast að finna út hverjir eru í myndunum, þar sem það vantaði.
�?að er greinilegt að fólk kann að meta sýningarnar og framtak þremenninganna er gott og skiptir ekki minnstu máli þær upplýsingar sem þar koma fram og hvað fólk skemmtir sér vel.