Framundan er stór helgi hjá ÍBV-íþróttafélagi. 197 iðkendur, þjálfarar og fararstjórar fara til keppni um helgina ásamt því að ÍBV mun eiga 7 fulltrúa á landsliðsæfingum. Bæði er verið að keppa í Íslandsmótinu í handbolta og þá er Faxaflóamót yngri flokka í fótbolta hafið. Meistaraflokkarnir í fótbolta eru einnig að hefja leik í Lengjubikar.