KFS var ekki í vandræðum með Ísbjörnin þegar liðin áttust við á Helgafellsvelli í dag. Leiknum var flýtt þar sem veðurspáin var ekki góð fyrir daginn en leikurinn hófst klukkan 11:50. Eyjamenn voru í banastuði undan rokinu í síðari hálfleik og unnu að lokum með níu mörkum, 9:0 en staðan í hálfleik var 2:0. Með sigrinum komst KFS á topp A-riðils.