�?rátt fyrir að íslenska karlalandsliðið leiki nú á Evrópumótinu í Danmörku, fór fram leikur í Coca-Cola bikarkeppninni. Strákarnir spiluðu þá frestaðan leik gegn Haukum 2 en leikurinn fór fram í Hafnarfirði. Eyjamenn voru ekki í vandræðum með Hauka, unnu 21:35 og eru því komnir áfram í 8-liða úrslit.
Bikarleikurinn var í raun og veru hluti af æfingaferð liðsins en Eyjaliðið dvaldi í Hveragerði og æfði m.a. í uppblásnu íþróttahúsi Hvergerðinga en þar má finna fótboltavöll í fullri stærð og handboltavöll í fullri stærð.