Nú liggur það fyrir að stærsta, flottasta og glæsilegasta Lundaball sem haldið hefur verið á hinni fögru Heimaey er orðin staðreynd. Jú, það er rétt Helliseyjarlundaballið fer að hefjast. Herlegheitin hefjast á laugardagskvöld næstkomandi og staðurinn er Höllin. Við vitum að Lundaböll sl. 6 ár hafa verið dálítið þung og jafnvel þvingandi. En nú verður gerð bragarbót á og gleðin verður í fyrirrúmi. Skemmtiatriðin eru fjölmörg og má t.d. nefna að orðrómur er uppi um að hinn stórfenglegi töframaður, Macabra, muni stíga á svið. Erum þar ekki að tala um þorramat.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst