Karlalið ÍBV í knattspyrnu samdi í gær við sænska miðjumanninn Viktor Adebahr um að leika með liðinu næstu tvö árin. Viktor, sem er 27 ára gamall, er uppalinn hjá Elfsborg en hann á einnig leiki að baki fyrir U19 ára landslið Svía. Viktor hefur komið víða við á sínum ferli en hefur leiki í B-deild Noregs undanfarin ár, nú síðast með Strømmen.
Mbl.is greindi frá.