BL umboðið heldur glæsilega bílasýningu í Eyjum um næstu helgi hjá Eldey við Goðahraun 1, sem fagnar tveggja ára afmæli sínu um helgina.
Sýningin verður haldin laugardaginn 6. maí frá klukkan 12:00 til 17:00. BL mætir með stóran flota af öllum sínum helstu tegundum og nægir þar að nefna Jaguar F �?? pace, BMW X5 plug in hybrid, Nissan Micra, sem er gjörbreytt útlitslega, langdrægi rafmagnsbílinn Renault Zoe og hinn frábæra pallbíl Nissan Navara ásamt fjölda annarra spennandi bíla.
Endilega kíkið við, prufukeyrið og fáið verðtilboð. Sölumenn frá BL verða á staðnum og verðmeta uppítökubíla. Kaffi og léttar veitingar verði í boði, hlökkum til að sjá ykkur. Viljum við sérstaklega koma á framfæri okkar innilegustu þökkum fyrir góðar viðtökur hjá Eyjamönnum á þessum tveimur árum.