Taflfélag Vestmannaeyja er í fjórða sæti að lokinni fyrri umferð í Íslandsmóti skákfélaga sem fór fram í Rimaskóla í Reykjavík um helgina. Taflfélag Bolungarvíkur er í efsta sæti með 22,5 vinninga, þá Víkingaklúbburinn með 22 vinninga, næst Taflfélag Reykjavíkur með 21,5 vinninga og þá Taflfélag Vestmannaeyja með 20,5 vinninga en þessar fjórar sveitir skera sig nokkuð úr frá næstu fjórum.