Fjölmenni við blysför (myndir)

Í gær var þess minnst með fjölmörgum atburðum að 50 ár er liðin frá því að eldgos hófst á Heimaey. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands heimsótti Vestmannaeyjar og flutti ávarp á minningarviðburði vegna eldgossins í Heimaey. Að morgni dags var haldinn minningarfundur í bæjarstjórn Vestmannaeyjarbæjar þar sem forseti var gestur og flutti ávarp. Þá heimsótti […]

Heilt bæjarfélag á vergangi og mikil óvissa

Sigurgeir Kristjánsson – Forseti bæjarstjórnar í gosinu – Bæjarbúar sýndu æðruleysi og dug – Unnu þrekvirki við uppbyggingu Sigurgeir Kristjánsson var forseti  bæjarstjórnar Vestmannaeyja þegar gosið hófst á Heimaey. Hann boðaði til fundar í bæjarstjórn um morguninn kl.10:00, 23. janúar þar sem farið var yfir þá stöðu sem upp var komin í bæjarfélaginu. Ríkisstjórn Íslands hélt fund daginn eftir og ákvað […]

Æskuslóð með nýju myndbandi

Árið 2014 gaf Hljómsveitin Afrek frá Vestmannaeyjum út lagið Æskuslóð sem var goslokalag Vestmannaeyja það árið. Í dag eru 50 ár liðin síðan eldgos hófst í Heimaey þegar jörðin rifnaði og þusundir lögðu á flótta.Höfundar Æskuslóð vilja minnast þessa atburðar með því að endurútgefa lagið með myndefni sem tekið var á 8 og 16 mm […]

Dagur borgarstjóri – Reykjavík og Vestmannaeyjar

Kæru Vestmannaeyingar nær og fjær! Borgarráð bauð Vestmannaeyjabæ að verða heiðursgestur Menningarnætur í Reykjavík í ágúst 2023 í tilefni af 50 ára goslokaafmæli og langvarandi vinatengslum bæjarfélaganna. Undirbúningur er þegar hafinn og mikil tilhlökkun í loftinu. Fáir atburðir hafa styrkt tengsl Eyja og Reykjavíkur meira en gosið í Heimaey. Á einni nóttu gjörbreyttist veruleiki Eyjamanna […]

Sjómenn unnu einstætt björgunarafrek

Guðlaugur Gíslason, fyrrum bæjarstjóri og þáverandi þingmaður hafði ætlað til Reykjavíkur þann 22. janúar en ekki gaf til flugs. Var heima hjá sér, fann jarðskjálfta en verður ekki var við neitt athugavert fyrr en sonur hans, Gísli Geir var mættur á bifreið sinni ásamt Öddu konu sinni og þremur dætrum, Þórunni, Hörpu og Dröfn. Voru […]

Sannfærður um að Katla væri að fara af stað

„Ég var nú bara hérna í stofunni að hlusta á plötur og um kvöldið var ég búinn að telja 15 jarðskjálftakippi. Svo fór ég að sofa um hálf tvö leytið um nóttina. Ég var alveg sannfærður um að þarna væri Katla að fara af stað,“ segir Magnús H. Magnússon bæjarstjóri um gosnóttina í viðtali við […]

Ríkisútvarpið fyrstu klukkutíma Heimeyjargossins

Guðlaugur Gíslason, bæjarfulltrúi, bæjarstjóri og þingmaður var í framlínunni þegar gos hófst á Heimaey 23. janúar 1973. Guðlaugur sat ekki auðum höndum eftir starfslok og tók sig meðal annars til og vélritaði upp allar fréttir á Ríkisútvarpinu fyrsta sólarhring gossins. Fékk allar upptökur frá fréttastofunni og sló inn á ritvélina sína. Afrakstur upp á 130 […]

Íris bæjarstjóri – Sögurnar margar og teygja  sig víða

Okkur er tamt að segja í Vestmannaeyjum – fyrir og eftir gos. Svo djúp og lifandi er minningin um eldgosið sem hófst fyrir réttum 50 árum, eða aðfararnótt 23. janúar 1973. Fimm þúsund og þrjú hundruð Eyjamenn þurftu að yfirgefa heimili sín sem mörg hver fóru undir ösku og eld. Þessa sögu þekkja allir Íslendingar […]

Guðni forseti – Stöndum saman þegar nauðsyn krefur

Ágætu Eyjamenn, landsmenn allir. Við minnumst þess nú saman að hálf öld er liðin frá hamförum sem dundu yfir byggðina á Heimaey. Eldgos hófst öllum að óvörum. Á einni nóttu og fram eftir degi tókst að forða íbúum frá þeirri ógn sem vofði yfir. Mildi var að vel viðraði þar og þá, flotinn í höfn […]

Lesa fréttir Ríkisútvarpsins fyrsta sólarhringinn

Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá eldgosinu á Heimaey munu nemendur í 10. bekk flytja í nótt og á morgun fréttatexta og viðtöl sem hljómuðu í Ríkisútvarpinu þann 23. janúar árið 1973. Lesturinn fer fram á heila og hálfa tímanum í tæpan sólarhring, í um tíu mínútur í hvert skipti. Lesturinn byrjar […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.