6.600 tonn af kolmunna á land á fjórum sólarhringum

Kolmunnavinnsla fer í gang með miklu trukki í þetta sinn. Í Fiskimjölsverksmiðju VSV var byrjað að bræða kolmunnann síðastliðinn sunnudag og þar á bæ hafa menn tekið við alls 6.600 tonnum á fjórum sólarhringum. Á forsíðumyndinni eru fyrstu mjölsekkir vertíðarinnar komnir í geymslu. Færeyska skipið Tróndur í Gøtu landaði 2.100 tonnum og á eftir fylgdu VSV-skipin Gullberg […]

Nýárspistill Binna – Besta rekstrarár í sögu Vinnslustöðvarinnar

Farsæl starfsemi Vinnslustöðvarinnar á liðnu ári – væntanleg kaup fyrirtækisins á Ós og Leo Seafood á nýju ári – hræringar í sjávarútvegi með sameiningu fyrirtækja – lýst eftir framtíðarsýn fyrir hönd sjávarútvegsins. Þetta og fleira í nýárspistli framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar á fyrsta degi ársins 2023. Við áramótin lítum við um öxl og getum afar vel við […]

Vertu sæll, Brynjólfur, takk fyrir allt!

„Við vorum að ganga frá um borð og kveðja höfðingjann. Það var sérstök tilfinning,“ sagði Klemens Sigurðsson skipstjóri á Brynjólfi VE-3 í Belgíu í gærkvöld eftir að hafa skilað skipinu í hendur nýrra eigenda. Vinnslustöðin seldi skipið til niðurrifs og kaupendurnir tóku sem sagt við því ytra í gærkvöld. Fjögurra manna áhöfn sigldi Brynjólfi út […]

Jólaveisla VSV – „besti dagur lífsins“!

Fjölmennt var í jólakaffi Vinnslustöðvarinnar í Höllinni í gær, mikil stemning og gleði, enda féllu þessar hefðbundnu samkomur niður 2020 og 2021 af faraldsfræðilegum ástæðum. Það var sérlega ánægjulegt að taka upp þráðinn á nýjan leik. Fimm tugir barna mættu og einn guttinn sagði við móður sína á leið úr húsi að þetta væri besti […]

Nýir sjóðarar auka afköst og tryggja rekstraröryggi

Nýr sjóðari og forsjóðari eru komnir í hús fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar og nú er unnið að því að tengja þá við kerfi fyrirtækisins. Tækin eru engin smásmíði. Sjóðarinn er 35 tonn að þyngd en forsjóðarinn 7,5 tonn. Hvort stykki um sig er 13,5 metra langt. Það þurfti því talsverðar tilfæringar við að koma græjunum inn í verksmiðjuhúsið […]

VSV Finland Oy – Nýtt dótturfélag í Helsinki

Vinnslustöðin hefur stofnað dótturfélagið VSV Finland Oy og ráðið til þess finnskt starfsfólk sem aflað hefur sér reynslu og þekkingar á innflutningi á eldislaxi og markaðssetningu, sölu og dreifingu laxins í Finnlandi og í Eystrasaltsríkjunum. VSV Finland Oy er með bækistöð í Helsinki (sbr. meðfylgjandi mynd) og hefur þegar tekið starfa. Framkvæmdastjóri er Mika Jaaskelainen, áður framkvæmdastjóri Kalatukku […]

Góðu gengi og farsælu samstarfi við VSV fagnað í eins árs afmæli Hólmaskers

Starfsmenn fiskvinnslufyrirtækisins Hólmaskers í Hafnarfirði gerðu sér dagamun í morgun í tilefni af því að eitt ár var liðið frá því hjónin Jóhanna Steinunn Snorradóttir og Albert Erluson, eigendur Hólmaskers ehf., keyptu rekstur fiskvinnslu Stakkholts að Lónsbraut 1 og tóku við honum daginn eftir. Fáeinum dögum síðar var greint frá því að Vinnslustöðin hf. hefði […]

Aðventan hafin hjá Ingigerði jólasíldardrottningu

Síldaraðventan er hafin í Vinnslustöðinni. Niðurtalning til jóla hefst hjá venjulegu fólki fjórum vikum áður en klukkur hringja inn hátíðina. Aðventan gengur hins vegar í garð strax í október hjá Ingigerði Helgadóttur flokksstjóra í uppsjávarvinnslunni. Þá hefst nefnilega framleiðsluferli hinnar ómissandi jólasíldar VSV með tilheyrandi gleði hjá þeim sem skipa síldarhópinn í fyrirtækinu og spenningi […]

Meistari Andésar andar-leika á leið í hásætið í brúnni

„Ég er að æfa fótbolta með Leikni í 6. flokki. Mér finnst líka rosalega gaman að fara með pabba mínum á sjóinn einu sinni á ári. Svo finnst mér bara gaman að leika mér með vinum mínum og vera í tölvunni.“ – Hvað langar þig til að gera í framtíðinni? „Mig langar til að vera […]

Bræðslumenn VSV til sigurs á golfmóti

Unnar Hólm Ólafsson og Magnús Kristleifur Magnússon urðu sigurvegarar fyrir hönd VSV-bræðslu á golfmóti Golfklúbbs Vestmannaeyja um nýliðna helgi. Alls voru 102 keppendur skráðir til leiks og bræðslumenn léku á 49 punktum. Hjartanlega til hamingju drengir! Á myndinni (sem fengin er af fésbókarsíðu GV) eru frá vinstri: Leifur Jóhannesson, Unnar Hólm, Magnús Kristleifur og Sigursveinn […]