Dáðadrengur í hrognafrystingu

Elfar Frans Birgisson, 21 árs gamall Eyjapeyi, hefur unnið í Vinnslustöðinni á vertíðum frá árinu 2014, fyrst á sumrin í fiski en síðan undanfarin ár í uppsjávarhúsinu. Núna vinna hann og aðrir í uppsjávarvinnslunni hörðum höndum við að frysta hrogn á síðustu sólarhringum loðnuvertíðar. Að morgni dags eftir tólf tíma næturvakt læddi Elfar Frans sér […]

Hrognin fryst dag og nótt á lokasprettinum

„Kap kom með um 1.200 tonn sem var fyrsta hráefnið okkar til hrognafrystingar á vertíðinni. Ég væri ánægður með að fá út úr þessu 150 tonn af hrognum,“ sagði Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, síðdegis á föstudag. Kap var þá farin til veiða á nýjan leik, löndun nýhafin úr Ísleifi og í uppsjávarhúsi VSV var […]

Pönnusteikta loðnu á diskinn, takk!

Wenyi Zeng kokkur á veitingastaðnum Canton í Vestmannaeyjum fer létt með að sýna og sanna að loðna er ljómandi góður matur. Hún steikti hængi og hrygnur á pönnu í hádeginu í dag og hefði fengið margar stjörnur hjá Jónasi heitnum Kristjánssyni matrýni fyrir ferskleika hráefnis og einfalda en ljúfmannlega matreiðslu. Hún lét fiskinn stikna í […]

Áhöfn Kap II dregur furðuþorsk úr sjó

Furðufiskar þorskstofnsins hafa yndi af því að láta áhafnir Vinnslustöðvaskipa veiða sig og enda ævina í Vestmannaeyjum. Í fyrra urðu tveir fiskar landsþekktir og frétt um annan þeirra, „gulasta fisk íslenska þorskstofnsins“ var mest lesna fréttin á fréttavefnum mbl.is á árinu 2020. Áhöfnin á Drangavík VE fékk báða furðufiska liðins árs í sömu vikunni á […]

Blítt lætur veröld vertíðar + Breki í togararall

„Veður og tíðarfar í janúar og febrúar hefur verið sérstaklega hagstætt og vel aflast. Í heildina tekið er jafn og góður gangur í vertíðinni til sjós og lands, litlar sveiflur líkt og við höfum séð oft áður,“ segir Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri botnvinnslu Vinnslustöðvarinnar. Í vikunni sem nú er senn á enda tókst að pakka öllum […]

Olla kveður Vinnslustöðina eftir að hafa starfað þar í nær hálfa öld

„Auðvitað er tilveran undarleg á köflum. Ég sakna vinnunnar og vinnufélaganna en þegar illa viðrar er vissulega þægilegt að geta bara verið heima í hlýjunni! Mér hefur annars alltaf líkað vel í fiskvinnslu og Vinnslustöðin var alltaf góður vinnustaður,“ segir Ólöf Hauksdóttir – Olla, fiskverkakona sem lét nýlega af störfum í Vinnslustöðinni. Hún fór að […]

Jólagjafir, afmæli og starfslok

Hefð er fyrir því að Vinnslustöðin bjóði starfsmönnum sínum í jólakaffi á aðventunni og færi þeim gjafir og heiðri sérstaklega þá sem eru að láta af störfum eða átt hafa stórafmælinu á árinu. Jólakaffið féll niður í ár vegna samkomutakmarkana en starfsmenn fengu engu að síður afhentar gjafir vegna jóla, afmælis eða starfsloka. Þá má […]

Vinnslustöðin færist upp eftir lista fyrirmyndarfyrirtækja

Vinnslustöðin er nr. 37 á lista alls 842 fyrirmyndarfyrirtækja af öllum stærðum og gerðum á landinu öllu árið 2020. Creditinfo birti listann í dag. Vinnslustöðin var í 46. sæti fyrir árið 2019 og hefur því þokast upp um níu sæti frá því í fyrra á þessum eftirsótta gæðalista! Einungis um 2% allra íslenskra fyrirtækja standa […]

Árshátíð aflýst, út að borða í staðinn

Árshátíð Vinnslustöðvarinnar er aflýst vegna veirufaraldursins. Samkoman hefði að öllu eðlilegu verið núna í október með annáluðum glæsibrag; dýrindis mat, skemmtiatriðum, dansi og herlegheitum í góðum félagsskap – allt í boði fyrirtækisins handa starfsmönnum og mökum þeirra. Skarðið sem árshátíðin skilur eftir sig í ár verður auðvitað ekki fyllt en svona gerist á síðustu og […]

Ungir yfirmenn í áhöfn í Breka

Breki VE kom til hafnar í gærmorgun (þriðjudag 8. september) með 440 kör af góðum afla eftir veiðiferð þar sem rólegt var framan af og bræla en endaði vel í lokin á Þórsbanka. Tíðindum sætir að Gísli Matthías Sigmarsson var í fyrsta sinn yfirvélstjóri á togaranum og í sama túr var Ríkarður Magnússon yfirstýrimaður. Þeir […]