Sverrir Gunnlaugs minntist meistara Vídalíns á 300 ára ártíð biskups

Sæmdarhjónin Kolbrún Þorsteinsdóttir og Sverrir Gunnlaugsson voru heiðursgestir í Þingvallakirkju í gær við athöfn í tilefni af því að nákvæmlega 300 ár voru liðin frá andláti Jóns Skálholtsbiskups Vídalíns (1666-1720). Sverrir var um árabil skipstjóri á togaranum Jóni Vídalín VE og séra Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, sagði í ávarpi í kirkjunni að Sverrir væri […]

Hörkuveiði eftir eltingaleik við makrílinn

„Heldur brösuglega gekk hjá okkur fyrstu tvo sólarhringana. Við leituðum að makríl í Síldarsmugunni, út undir mörkum norskrar lögsögu en fundum lítið. Svo röðuðu skipin sér upp og leituðu skipulega norður eftir, fundu fisk og köstuðu. Margir fengu 400 tonn og allt að 600 tonnum. Hörkuveiði sem sagt á þeim bletti. Þetta er mjög fínn […]

Rokkarinn róaðist og fór í fiskvinnslu

„Orkan í Vestmannaeyjum á vel við mig og náttúrufegurðin höfðar til mín. Ég kom hingað fyrst sem ferðamaður og fann að hér biði mín ævintýri, tækifæri til að prófa eitthvað alveg nýtt í lífinu. Eyjarnar toguðu í mig,“ segir Daniela Götschi, starfsmaður í fiskvinnslu hjá Vinnslustöðinni. Hún er Svisslendingur að ætt og uppruna og ólst […]

Sjö mánaða gamalt bros tók sig upp

„Nú liggur vel á mannskapnum. Við erum að landa úr Kap í þriðja sinn frá því makrílvertíðin hófst og  Huginn er væntanlegur til löndunar í annað sinn. Mjög fínn og fallegur fiskur sem berst okkur. Þegar svona gengur tekur sig upp sjö mánaða gamalt bros eða frá því við vorum í síldarvinnslu í fyrra!“ segir […]

Linda rústaði vélstjórnarglerþakið í Eyjum

„Óskandi væri að einhverjar stelpur hefðu áhuga og kjark til að skrá sig í vélfræði í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum í haust. Ég gerði að minnsta kosti mitt til að kynna fagið fyrir nemendum tíunda bekkjar grunnskólans og reyndi sérstaklega að heilla stelpurnar!“ segir Linda Petrea Georgsdóttir, starfsmaður Hafnareyrar og nýútskrifaður vélstjóri og stúdent frá FÍV. […]

Gleðilega sjómannadagshelgi!

Vinnslustöðin óskar sjómönnum sínum gleðilegs sjómannadags! Megi sjómannadagshelgin verða þeim og fjölskyldum þeirra fagnaðarrík, sem og öllu öðru starfsfólki félagsins með þakklæti fyrir samstöðu og baráttuvilja á erfiðum tímum kórónufaraldurs í vetur og vor. Minnumst þess samt að veiran er fjáranum lúmskari og ósigruð enn þótt úr henni sé mesti vindurinn. Gefum því ekkert eftir […]

Árið 2019 eitt besta ár í sögu VSV þrátt fyrir loðnubrest

Rekstur Vinnslustöðvarinnar hf. skilaði hagnaði upp á um 1,2 milljarða króna (9 milljónir evra) á árinu 2019. Framlegð samstæðunnar (EBITDA) nam 2,9 milljörðum króna (20,9 milljónum evra), jókst um 8,4% frá fyrra ári og hefur aldrei verið meiri í evrum talið. Árangurinn náðist þrátt fyrir að engin loðna veiddist í fyrra og humarvertíðin væri ekki […]

Humarvertíðin hafin en fátt um gleðitíðindi

Nýlega hafin humarvertíð er tíðindalítil eins og gera mátti ráð fyrir þegar bágt ástand stofnsins er haft í huga. Fyrsta humri ársins hjá VSV var landað úr Brynjólfi VE föstudaginn 8. maí og Drangavík VE er sömuleiðis á humarveiðum. Bátarnir hafa verið í Skeiðarárdýpi fyrstu daga vertíðarinnar. Humarstofninn er lélegur og líkt og fyrra gaf […]

Fimmtubekkingar spá í loðnu

Nemendur í 5. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja rannsökuðu loðnu í bak og fyrir í kennslustund í fyrri viku og fræddust um þennan dyntótta fisk sem síðast veiddist 2018 en hvorki í fyrra né í ár. Benoný Þórisson, framleiðslustjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, lumaði hins  vegar á nokkrum loðnum af 2018-árgerðinni í frysti og færði skólanum með ánægju. Fimmtubekkingar […]

„Blönduð áhöfn“ á Ísleifi eltir kolmunna

„Við verðum væntanlega komnir á miðin suður af Færeyjum seint í nótt og byrjum að nudda í morgunsárið. Himnaríkisblíða var í fyrstu tveimur ferðunum en einhver breyting verður á því núna,“ sagði Magnús Jónasson skipstjóri, Maggi á Ísleifi VE, seint í gærkvöldi. Skipið var þá komið langleiðina á kolmunnamiðin við Færeyjar í þriðja túrnum á […]