Innilaugin lokuð fram á næsta ár

Sundlaug Opf 20250320 203232

Framkvæmdir vegna viðhalds á hreinsikerfi innilaugar sundlaugarinnar hafa reynst mun umfangsmeiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum. Á vef Vestmannaeyjabæjar segir að upphafleg áætlun hafi gert ráð fyrir að verklok yrðu í byrjun desember, en vegna tafa sé nú stefnt að því að innilaugin opni aftur í […]

Stækkun athafnasvæðis í Ofanleiti fær samþykki í ráði

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt fyrir sitt leyti stækkun athafnasvæðis AT-4 í Ofanleiti og leggur til við bæjarstjórn að breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag verði staðfest. Lögð hefur verið fram greinargerð með samantekt á umsögnum og svörum bæjaryfirvalda og er málið nú vísað áfram til bæjarstjórnar. Ráðið fjallaði um málið á grundvelli tillagna […]

Bæjarstjórnarfundur í beinni

_DSC0045

1621. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag, þriðjudaginn 25. nóvember og hefst hann kl. 14:00. Á dagskrá fundarins er meðal annars síðari umræða um fjárhagsáætlun næsta árs og húsnæðisáætlun sveitarfélagsins. Alla dagskrá fundarins má sjá fyrir neðan útsendingarammann. Dagskrá: Almenn erindi 1. 202504032 – Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2026 -Seinni umræða- 2. 202510110 – […]

Lögregla hvetur til varúðar eftir umferðaróhapp í morgun

Um klukkan átta í morgun varð umferðaróhapp á gatnamótum Illugagötu og Kirkjuvegar þegar ekið var á ungan dreng á reiðhjóli. Að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum eru tildrög slyssins í rannsókn. „Þetta fór betur en áhorfðist. Meiðslin drengsins eru sem betur fer minniháttar,” segir Stefán. Hann segir enn fremur að aðstæður í […]

Birgitta Haukdal í Einarsstofu

Um helgina var lífleg og vel heppnuð dagskrá á Bókasafni Vestmannaeyja þar sem börn tóku þátt í Jólasveinaklúbbnum og hlýddu á Birgittu Haukdal lesa upp úr nýjustu bók sinni og syngja með þeim. Halldór B. Halldórsson mætti með myndavélina og má sjá myndbandið hér að neðan. (meira…)

Gera athugasemdir við deiliskipulag Strandvegar 44

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fjallaði á síðasta fundi sínum um ítarlegt erindi frá Steina og Olla byggingaverktökum ehf., lóðarhafa að Tangagötu 10, vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsbreytingar á lóðinni við Strandveg 44. Erindið, sem undirritað er af Magnúsi Sigurðssyni fyrir hönd félagsins, ber yfirskriftina „Athugasemdir hagsmunaaðila við breytt deiliskipulag á skipulagssvæði H-1 og M-1 norðan Strandvegar vegna […]

Myndir frá tónleikum Eyglóar Scheving

Á laugardagskvöldið hélt Eygló Scheving notalega tónleika í Stafkirkjunni í Vestmannaeyjum. Eygló, sem er frá Eyjum, fléttaði saman klassískum eyjalögum, frumsaminni tónlist, tónheilun og möntrusöng á fallegan hátt. Kertaljós, jurtate, söngur og mildir tólar fylltu kirkjuna og mynduðu hlýja og friðsæla stemningu. Myndir frá tónleikunum fylgja hér að neðan. (meira…)

Fastur liður fyrir aðventu

default

Nú er sá tími kominn þar sem byrjað er að undirbúa jólaljósin í Kirkjugarði Vestmannaeyja. Skapa þau líkt og áður fallega og friðsæla aðventu- og jólastemningu í garðinum. Í myndbandinu hér að neðan ræðir Halldór B. Halldórsson stuttlega við þá félaga sem sjá um að tengja ljósin ár hvert. Að þessu sinni markar atburðurinn tímamót […]

Tók tíu ár að fá alþjóðlega vottun sem fjallaleiðsögumaður

Eyjamaðurinn, Bjartur Týr Ólafsson er einn fjögurra Íslendinga sem geta titlað sig sem alþjóðlega fjallaleiðsögumenn eftir að hafa lokið námi við sænskan skóla í vor. Hann er búsettur stærsta hluta ársins í Chamonix í frönsku ölpunum, beint undir Mont Blanc. Frá þessu segir á mbl.is í dag og sagt að strangar kröfur séu gerðar til þeirra sem ná þessum áfanga. „Alls tók […]

100 milljarða framkvæmd

default

Laxey hlaut þessa viðurkenningu á hátíðarkvöldi Þjóðmála í vikunni og kemst í hóp ekki minni aðila en Amoraq (AMTQ) sem fékk viðurkenninguna í fyrra og Oculis (OCS) sem fékk viðurkenninguna árið á undan en þessi fyrirtæki eru í dag talin í hópi mestu vaxtafélaga í íslensku kauphöllinni. Uppbyggingin hjá Laxey er einnig sennilega ein mesta […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.