Mennta- og barnamálaráðherra á menntaviku í dag

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, mun flytja ávarp við setningu Menntakviku kl. 14:30 í dag í Sögu, nýju húsi Menntavísindasviðs HÍ við Hagatorg. Þar mun hann m.a. kynna og opna nýjan vef MEMM sem inniheldur safn af gagnlegum tækjum og tólum til stuðnings við skólasamfélagið fyrir móttöku barna af erlendum uppruna. Í haust hófst […]

Bæjarráð leggur til lækkun fasteignaskatts

hus_midbaer_bo

Bæjarráð Vestmannaeyja leggur til við bæjarstjórn að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækki á næsta ári úr 0,235% í 0,225%. Jafnframt verði hlutfallið óbreytt á opinberar stofnanir, 1,320%, en fasteignaskattur á annað húsnæði, þar á meðal atvinnuhúsnæði, lækki úr 1,325% í 1,315%. Með þessari breytingu er stefnt að því að draga áfram úr áhrifum hækkunar fasteignamats á […]

Fyrirhuguð stækkun leikskólalóðar við Kirkjugerði

Kirkjugerdi 24 Tms IMG 6244

Á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja kynnti Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs, fyrirhugaða stækkun leikskólalóðar við leikskólann Kirkjugerði. Í ljósi stækkunar leikskólans og aukins fjölda leikskólabarna er þörf á stærra leiksvæði orðin aðkallandi. Leikskólastjóri Kirkjugerðis og framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs hafa skoðað mismunandi útfærslur og telja að stækkun lóðarinnar til suðurs sé heppilegasti kosturinn. Fram kom […]

Eyjakonur með öruggan sigur á Selfossi

Kvennalið ÍBV í handbolta vann öruggan 31-22 sigur á Selfossi í fjórðu umferð Olís deildar kvenna í Eyjum í kvöld. Eyjakonur hófu leikinn af krafti og voru fjórum mörkum yfir þegar fimmtán mínútur voru búnar af leiknum. Í hálfleik var staðan 16-12.  Eyjakonur gáfu enn frekar í í seinni hálfleik og komust mest 12 mörkum […]

Líflegt í skúrnum

Það er alltaf líflegt og góð stemning í skúrnum hjá körlunum í kjallara Hraunbúða. Halldór B. Halldórsson leit þar við í morgun og tók nokkra þeirra tali. Sjón er sögu ríkari. (meira…)

Túrinn gekk vel – eitt atvik stóð þó upp úr

Dekk Thorunn Bk Cr

„Sigurjón frændi hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að taka afleysingatúr með þeim á Þórunni. Ég hafði tvisvar áður farið túr á skipinu og fannst þetta svo skemmtilegt,“ segir Berglind Kristjánsdóttir sem tók að sér að elda fyrir áhöfnina í síðasta túr ísfisktogarans. Rætt er við Berglindi á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. […]

Sérstakt eftirlit með stöðvunarskyldum

Gatnamot Kirkjuvegur Heidarvegur Umferd Min

Í október koma ökumenn í Vestmannaeyjum til með að verða varir við aukna viðveru lögreglu við stöðvunarskyldur bæjarins. Ástæðan fyrir því er sú að Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar að halda úti sérstöku eftirliti með stöðvunarskyldum. Þetta kemur fram í tilkynningu á facebook-síðu Lögreglunnar í Vestmannaeyjum. „Til upprifjunar þá þýðir stöðvunarskylda einfaldlega að þú eigir að […]

Breytt áætlun vegna skoðunar á björgunarbúnaði

Vegna skoðunar á björgunarbúnaði ferjunnar falla niður eftirfarandi ferðir. Fimmtudaginn 2.október kl. 12:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 13:15 frá Landeyjahöfn. Sunnudaginn 5.október kl. 14:30 frá Vestmannaeyjum og kl. 15:45 frá Landeyjahöfn. Nokkrar vikur er síðan lokað var fyrir bókanir í þessar ferðir og því enginn sem átti bókað, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar […]

Mjúkir brúnir tónar og dempað hár í vetur

Ásta Hrönn Guðmannsdóttir, ein eigenda hárgreiðslustofunnar Sjampó, ræddi við Eyjafréttir um hártískuna í haust/vetur og gaf jafnframt góð ráð um umhirðu hársins í kuldanum. Hún deildi með okkur hvaða litir og stílar njóta vinsælda þessa dagana og hvað skiptir mestu máli til að halda hárinu heilbrigðu yfir vetrarmánuðina.  Þegar spurt er hvað sé vinsælast þegar […]

Veiða bæði fyrir vestan og austan land

hift_bergur_DSC_2920

Ísfisktogararnir Jóhanna Gísladóttir GK, Vestmannaey VE og Bergey VE hafa allir landað góðum afla að undanförnu. Jóhanna Gísladóttir landaði sl. fimmtudag í Grundarfirði og aftur á mánudag í Grindavík en Vestmannaeyjaskipin lönduðu í Neskaupstað á mánudag . Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar um veiðiferðirnar. Smári Rúnar Hjálmtýsson á Jóhönnu Gísladóttur sagði að síðustu […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.