Þokkalega kátur með veiðiferðina

Vestmannaey VE landaði fullfermi í Eyjum á miðvikudag. Aflinn var mest ýsa ásamt ufsa og þorski, að því er segir í frétt á fréttasíðu Síldarvinnslunnar. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri sagðist vera þokkalega kátur með veiðiferðina. „Haldið var til veiða seinni partinn á sunnudag og byrjað að veiða í Reynisdýpinu. Þar var heldur lítið að hafa […]
Sóley Óskarsdóttir: Stefnir á að komast í háskólagolf

Íþróttamaður mánaðarins er nýr liður í Eyjafréttum þar sem við munum leggja spurningar fyrir íþróttafólk í Eyjum. Sóley Óskarsdóttir er íþróttamaður mánaðarins að þessu sinni en hún vann á dögunum meistaramót GV. Sóley er mjög öflugur golfari og segir á heimasíðu GV að hún sé einn efnilegasti kvenkylfingur sem þau hafa átt lengi. Hún er […]
Spilar aldrei aftur fyrir ÍBV

Kári Kristján Kristjánsson spilar ekki með ÍBV í Olís-deildinni í vetur og mun aldrei leika aftur í treyju ÍBV. Þetta staðfesti hann í löngu og ítarlegu hlaðvarpsviðtali við Handkastið í gærkvöldi. Í viðtalinu fer hann ítarlega yfir tímalínu samningaviðræðna hans við ÍBV sem hófust í maí og lauk í síðustu viku. Þar segir Kári frá […]
Hugsanlegar rafmagnsskerðingar í Eyjum 19. ágúst

Aðfaranótt þriðjudags 19. ágúst, frá miðnætti til kl. 08:00 að morgni, verður rafmagn til íbúa og atvinnulífs framleitt með varaaflsvélum. Er það í tengslum við undirbúning fyrir tengingu Landsnets á tveimur nýjum sæstrengjum við dreifikerfi HS Veitna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. Þar segir enn fremur að á meðan á þessu standi […]
Eyjakonur komnar upp í Bestu deildina

Kvennalið ÍBV er komið upp í bestu deildina eftir 0-2 útisigur á Keflavík er liðin mættust í 15. umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld. Eyjakonur komust yfir í leiknum á 18. mínútu með marki frá Allison Grace Lowrey. Staðan 0-1 í hálfleik. Allison var svo aftur á ferðinni í síðari hálfleik þegar hún skoraði af vítapunktinum […]
Persónuleg þjónusta og snyrtilegt umhverfi á tjaldsvæðinu

Tjaldsvæði Vestmannaeyja býður upp á flotta aðstöðu í og við Þórsheimilið og inni í Herjólfsdal og hefur hlotið mikið lof á meðal gesta. Á báðum stöðum stendur gestum til boða hlýleg og notaleg aðstaða með eldhúsi, borðsal, sturtum, snyrtihorni og salernum. Við heyrðum í Katrínu Harðardóttur öðrum rekstraraðila tjaldsvæðisins og spurðum hana út í reksturinn, […]
Sigldi 310 daga í Landeyjahöfn

Samspil nokkurra þátta hafa áhrif á það hvort Herjólfur geti siglt til Landeyjahafnar. Hæð kenniöldu, ölduhæð, vindhraði og dýpi í hafnarmynni geta valdið því að fella þarf niður ferð eða sigla þarf til Þorlákshafnar. Hafnadeild Vegagerðarinnar hefur tekið saman gögn til að greina hvaða þættir hafa áhrif á svokallaðar frátafir eða truflun á siglingum Herjólfs. […]
ÍBV mætir Keflavík í kvöld

Heil umferð verður leikin í Lengjudeild kvenna í kvöld. Í fyrsta leik kvöldsins mætast Keflavík og ÍBV í Keflavík. ÍBV með góða forystu á toppi deildarinnar. Eru með 37 stig, 6 stigum meira en HK sem situr í öðru sæti þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni. Leikurinn hefst klukkan 18.00. Leikir dagsins: (meira…)
Góður túr hjá Breka — áhersla á karfa og ufsa

Ísfisktogarinn Breki VE kom að landi síðdegis í dag eftir fyrsta túrinn að loknu sumarfríi áhafnarinnar. Aflabrögð voru góð og var uppistaðan aflans djúpkarfi, ufsi og gullkarfi. „Túrinn gekk mjög vel,“ segir Bergur Guðnason skipstjóri, sem stýrði Breka í þessari veiðiferð. „Þetta var fyrsti túrinn eftir sjö vikna sumarfrí, en áhöfnin var fljót að detta […]
Á ferð með fuglafræðingum í Elliðaey

Í morgun ferjaði Guðjón Þórarinn Jónsson frá Látrum þrjá fuglafræðinga út í Elliðaey. Halldór B. Halldórsson slóst í för með hópnum og setti í kjölfarið saman þetta skemmtilega myndband frá ferðinni. (meira…)