Samið um nýja almannavarnavatnslögn til Eyja

Vestmannaeyjabær hefur undirritað samning við fyrirtækið SUBSEA 7 Ltd. um flutning og lagningu almannavarnavatnslagnar NSL-4 milli lands og Vestmannaeyja. Samkvæmt samningnum mun fyrirtækið meðal annars annast flutning lagnarinnar, útlagningu hennar og eftirlit með framkvæmdunum. Greint er frá þessu á vef Vestmannaeyjabæjar. Um er að ræða 12,7 kílómetra langa 8 tommu lögn, sem verður flutt frá […]
Síðasti séns að koma gjöfum undir jólatréið á bókasafninu

Í dag, 15. desember er síðasti dagur til að koma gjöfum undir jólatréið á bókasafninu í Vestmannaeyjum. Bókasafnið, í samstarfi við Landakirkju, stendur fyrir gjafasöfnun þar sem markmiðið er að tryggja að sem flestir geti upplifað gleðileg jól og fengið jólagjöf, óhað stétt eða stöðu. Mikilvægt er að gjafirnar séu merktar aldurshópi og kyni. Tilvalið […]
Ég man þau jólin…

Í dag eru níu dagar til jóla og því ekki úr vegi að setja í smá jólagír. Halldór B. Halldórsson setti saman skemmtilegt jólamyndband sem sýnir eyjuna okkar á marga vegu, en ávallt með jólaívafi. Kíkjum jólarúnt næstu þrjár mínúturnar, eða svo. (meira…)
Að halda áfram….

Krabbavörn Vestmannaeyja stóð fyrir hinni árlegu ljósagöngu á Eldfell fimmtudaginn 20. nóvember. Ljósagangan er til að sýna samstöðu, samveru, samtakamátt og til að styðja við, heiðra eða minnast einstaklinga sem hafa fengið krabbamein En í fyrra mættu um eitt hundrað manns í frábæru veðri. Ákveðið var að gangan yrði farin í hvaða veðri sem er, […]
Jólablað Fylkis er komið út

Jólablaði Fylkis 2025 var dreift í hús innanbæjar nú um helgina 13.-14. desember og sent víðsvegar um land. JólaFylkir er að þessu sinni 44 bls., sama stærð og 2024, sem eru er stærstu og efnismestu Jólablöð Fylkis frá upphafi útgáfu þess fyrir 76 árum. Meðal efnis í blaðinu er hugvekja Kjartans Arnar Sigurbjörnssonar, sóknarprests í […]
Kvennalið ÍBV rúllaði yfir Selfoss

Kvennalið ÍBV mætti Selfoss í Sethöllinni, í lokaleik 10. umferðar Olís deildar kvenna í dag. Eyjakonur voru ekki í vandræðum með Selfoss konur og unnu 11 marka sigur, 40:29. Fyrstu mínútur leiksins voru frekar jafnar og var staðan 4:4 eftir sjö mínútna leik. Eyjakonur voru fljótar að ná upp forystunni og voru sjö mörkum yfir […]
Karlalið ÍBV á sigurbraut

Karlalið ÍBV í handbolta sigraði Þór á Akureyri, í fyrsta leik 15. umferðar Olís deildar karla í dag. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og var staðan 6:6, eftir tólf mínútur. Eyjamenn náðu þó fljótt forystunni og var munurinn orðinn sex mörk, 8:14, eftir 20 mínútna leik. Þórsarar minnkuðu aftur muninn og var staðan […]
Markadrottning ÍBV sér fram á enn stærri skref í Bestu deildinni

Bandaríska knattspyrnukonan, Allison Grace Lowrey, kom eins og stormsveipur inn í kvennalið ÍBV í fótbolta í sumar. Allison er 23 ára sóknarmaður sem sló í gegn með ÍBV í Lengjudeildinni og Mjólkurbikarnum, þar sem hún skoraði samtals 30 mörk. Hún var lang markahæst í deildinni með 25 mörk og skoraði í öllum bikarleikjum liðsins, þar […]
Alex Freyr fyrirliði og besti leikmaðurinn

Alex Freyr Hilmarsson átti frábært tímabil með ÍBV í sumar, þegar liðið tryggði sér áframhaldandi veru í Bestu deildinni á næsta ári. Alex Freyr er 32 ára gamall og hefur leikið með ÍBV frá árinu 2022. Hann hefur verið gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði Eyjamanna frá komu sinni. Alex, sem var fyrirliði ÍBV í sumar, […]
Bæði meistaraflokkslið ÍBV í eldlínunni í dag

Það ser sannkallaður handboltasunnudagur framundan hjá ÍBV en bæði meistaraflokkslið félagsins eiga leik í Olísdeildunum í dag. Kvennalið ÍBV leikur fyrr um daginn þegar liðið sækir Selfoss heim í Set höllina í 11. umferð Olísdeildar kvenna. Karlaliðið leikur síðar um daginn á Akureyri þar sem Þór tekur á móti ÍBV í 15. umferð Olísdeildar karla, […]