Aglowfundur í kvöld, fyrsta október

Aglow samverur eru fyrsta miðvikudagskvöld hvers mánaðar yfir vetrartímann. Núna í október er áhersla á að standa með og styðja konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein. En þessi barátta snertir okkur á ýmsan hátt, beint eða óbeint, en eftir hverja nótt kemur dagur. Orðskviðir 4.18;   Gata réttlátra er eins og bjartur árdagsljómi, því bjartari sem nær líður hádegi.   Við höldum áfram, […]

Mikilvægt að gefa börnum góða forgjöf inn í lífið

Íris Þórsdóttir, tannlæknir er snúin aftur heim til Vestmannaeyja eftir að hafa búið úti í Frakklandi síðastliðin tvö ár. Íris og maður hennar, Haraldur Pálsson héldu á vit ævintýranna fyrir tveimur árum og fluttu út fyrir landsteinana. Planið var að fara í eitt ár en svo urðu árin tvö. Eru þau nýsnúin til baka ásamt […]

Suðurlandsslagur í Eyjum

Handbolti kvenna 2025

Tveir leikir  fara fram í 4. umferð Olís deildar kvenna í kvöld. Í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti Selfyssingum í sannkölluðum Suðurlandsslag. ÍBV hefur farið vel af stað og er með 4 stig af 6 mögulegum. Lið Selfoss er hins vegar á botninum án stiga. Flautað verður til leiks klukkan 18.30 í Íþróttamiðstöðinni í Eyjum. […]

Ítreka nauðsyn þess að varaskip sé tiltækt í landinu

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gær var rætt ítarlega um samgöngumál, bæði sjóleiðina sem og flug, og þær áskoranir sem blasa við í þjónustu við íbúa og gesti. Funda með Vegagerðinni Herjólfur kom úr slipp í Hafnarfirði til Eyja í gær (í fyrradag) og hóf áætlunarsiglingar á ný í (gær)morgun. Breiðafjarðarferjan Baldur leysti af á […]

Skuldar Vestmannaeyjabæ yfir 800 milljónir

ljosleidari_thjotandi-3.jpg

Eygló eignarhaldsfélag ehf., dótturfélag Vestmannaeyjabæjar, skuldar bænum 801 milljón króna vegna uppbyggingar ljósleiðarakerfis í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2024. Innviðir félagsins voru nýverið seldir úr félaginu til Mílu sem keypti þá fyrir 705 milljónir, fjárfestingu sem nam 750 milljónum en einnig tapast 50 milljónir í vaxtatekjur. Njáll Ragnarsson er stjórnarformaður […]

Ein ferð í Landeyjahöfn – uppfært

IMG_5740-001

Herjólfur siglir eina ferð til Landeyjahafnar fyrir hádegi. Brottför frá Vestmannaeyjum kl 07:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 10:45. Ferðir kl. 08:15 og 09.30 falla því niður, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þá segir að ölduhæð sé eins og staðan núna undir spá, en á að fara hækkandi, því verður næsta tilkynning gefin út kl. […]

Lífeyrissjóður Vestmannaeyja fjárfesti í Play fyrir 194 milljónir

Lífeyrissjóður Vestmannaeyja átti hlut í flugfélaginu Play sem lýst var gjaldþrota í morgun. Kaupverðið var upp á um 194 milljónir króna, að því er segir í svari Hauks Jónssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins til Eyjafrétta.  Áður hafði komið fram að Lífeyrissjóður Vestmannaeyja hafi átt 34.000.000 hluti í flugfélaginu Fly Play hf., sem nam 1,80% eignarhlut. Sjá einnig: Gjaldþrot […]

Siglt til Landeyjahafnar síðdegis

Herjolfur 2 Cr

Herjólfur stefnir á að sigla til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag skv. eftirfarandi áætlun. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00, 19:30, 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 18:15, 20:45 , 23:15. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipafélaginu. Farþegum er góðfúslega bent á að aldan á að fara hækkandi þegar líða tekur á kvöldið, og eru farþega hvattir […]

Foreldrar gagnrýna skerðingu á kennslustundum fatlaðra barna

GRV_0099_TMS

Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, svaraði um helgina fyrir hönd bæjarins spurningum Eyjafrétta um kennslufyrirkomulag í verkdeild Grunnskóla Vestmannaeyja. Þar hefur komið fram að nemendur fá færri kennslustundir en aðalnámskrá gerir ráð fyrir. Bærinn heldur því fram að fatlaðir nemendur í verkdeild ráði illa við lengri skóladag. Af þeirri ástæðu sé kennslumagn takmarkað […]

Lundaballið – Helliseyingar toppuðu sjálfa sig

„Það var troðfullt og allt mjög skemmtilegt, skemmtiatriði á heimsmælikvarða, töframaður sem galdraði fólk upp úr skónum, söngur og skemmtilegt fréttaskot frá Sýn sem sýndi þá yfirburði sem Helliseyingar hafa yfir öll félög bjargveiðimanna í Vestmannaeyjum,“ sagði Óskar Pétur, ljósmyndari sem myndaði af miklu móð á Lundaballinu í Höllinni á laugardagskvöldið. „Ballið var, eins og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.