Innviðir Eyglóar seldir á 705 milljónir

ljosleidaralogn_2021

Eitt mál var á dagskrá fundar bæjarráðs Vestmannaeyja í gær. Þar var fjallað um Eygló, eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum og sölu innviða úr félaginu. Fjarskiptainnviðir Eyglóar voru auglýstir til sölu á vef Vestmannaeyjabæjar þann 10. júní sl. og í framhaldi í öðrum miðlum. Frestur til að skila inn tilboðum rann út á hádegi föstudaginn […]

Þaulreynt sálgæslu- og áfallateymi á vakt alla hátíðina

Hátíðin fór vel fram frá okkar bæjardyrum séð og allflestir voru til fyrirmyndar Margir koma að skipulagi, undirbúningi og framkvæmd Þjóðhátíðar. Má nefna þjóðhátíðarnefnd, Heilbrigðisstofnun, sýslumannsembættið, Björgunarfélagið, slökkvilið, Herjólf, Landakirkju og Vestmannaeyjabæ þar sem er unnin fjölbreytt vinna í tengslum við hátíðina, við götulokanir, bakvaktir í barnavernd og allt þar á milli. Á hátíðinni er […]

Sigríður Inga: TM- og Orkumótið

Mótin okkar eru sett upp alveg eins nema að á TM-mótinu erum við með hæfileikakeppni og á Orkumótinu er tilkomumikil skrúðganga. Að öðru leyti erum við að keyra á sama prógramminu. Sömu skemmtikraftar og sama umgjörð,“ segir Sigríður Inga Kristmannsdóttir, íþróttafulltrúi ÍBV sem hefur haft yfirumsjón með knattspyrnumótum ÍBV – Íþróttafélags og akademíum frá 2017. […]

Samstaðan hafði betur í baráttunni við veðurguðina

Þau voru mörg viðfangsefnin sem þjóðhátíðarnefnd og allir sem komu að hátíðinni í ár fengu að kljást við. Föstudagskvöldið færði með sér óvenju kraftmikið veður, með miklum hvellum og hviðum sem gengu yfir Vestmannaeyjar fram á nótt. Í Herjólfsdal var allt á fullu, ekki af neyð, heldur samstillt átak þar sem hver og einn lagði […]

Gummi á Þjóðhátíð – FM-Blö flottastir

Guðmundur Ásgeir Grétarsson lét sig ekki vanta á Þjóðhátíðina í ár  og skemmti sér vel þó veðrið hefði mátt vera betra. „Mér fannst FM-Blö mjög flottir,“ segir hann þegar hann var spurður um hvað stóð upp úr á hátíðinni. „Þeir voru bara bestir.“ Annars var hann ánægður með hátíðina í heild og lét ekki rigningu og rok slá […]

Eyjarnar landa í Eyjum

Vestmannaey VE landaði í heimahöfn í Vestmannaeyjum í gær. Um fullfermi var að ræða og var aflinn mest ýsa og þorskur ásamt dálitlu af ufsa. Rætt er við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á heimasíðu Síldarvinnslunnar . Þar er hann spurður hvort hann sé ekki ánægður með túrinn. „Jú, það er vart hægt að vera annað. […]

Styrkleikar – Krabbamein vágestur sem aldrei fer í frí

„Frábærum Styrkleikum lauk í gær. Við þökkum öllum sem þátt tóku og lögðu hönd á plóg til þess að þetta mætti verða að veruleika. Sérstaklega þakka ég Jónasi, Ellert og þeirra fólki hjá ÍBV fyrir lánið á aðstöðunni og heildverslun HKK og Ísfélaginu fyrir þeirra aðstoð,“ segir Bjarni Ólafur, talsmaður Styrkleikanna sem stóðu í sólarhring, […]

Styrkleikarnir á myndbandi

Um liðna helgi var haldin hátíð í Herjólfsdal undir nafninu Styrkleikarnir. Halldór B. Halldórsson tók Styrkleikana upp og setti saman þetta skemmtilega myndband frá leikunum. Sjón er sögu ríkari! (meira…)

Svekkjandi tap fyrir norðan

Karlalið ÍBV tapaði naumlega fyrir KA í 18. umferð Bestu deildar karla í kvöld er leikið var á Greifavellinum á Akureyri. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og fengu dauðafæri strax á upphafsmínútum leiksins. KA héldu áfram að herja að marki Eyjamanna en Hjörvar Daði Arnarsson átti frábæran leik og kom í veg fyrir að KA menn […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.