Metfjöldi tilkynninga til barnaverndar

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs á fimmtudaginn fór deildarstjóri velferðarmála hjá Vestmannaeyjabæ yfir stöðu barnaverndarþjónustu árið 2024. Fram kemur að tilkynningar hafi aldrei verið eins margar eða 306 tilkynningar sem bárust barnaverndarþjónustu Vestmannaeyja árið 2024. Flestar tilkynningar voru um vanrækslu gagnvart barni eða um 157. Tilkynningar sem bárust um áhættuhegðun barns voru 93 og 56 […]
Fyrsta löndun eftir sjómannadagshelgi

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE kom til Grindavíkur í fyrrakvöld að lokinni fyrstu veiðiferð eftir sjómannadagshelgi. Það aflaðist vel í veiðiferðinni og var fullfermi landað í gær. Rætt er við Egil Guðna Guðnason skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar í dag. Þar er hann fyrst spurður hvernig veðrið hefði verið. „Til að byrja með var mjög hvasst. Þetta voru […]
ÍBV og Keflavík skildu jöfn

6. umferð Lengjudeildar kvenna kláraðist í kvöld þegar Eyjakonur tóku á móti Keflavík á Þórsvelli. Eyjakonur byrjuðu leikinn vel og strax á 10. mínútu var Lilja Kristín Svansdóttir búin að koma heimakonum yfir. Allison Clark átti þá góða sendingu í gegn á Allison Lowrey sem náði að koma boltanum á fjær þar sem Lilja Kristín […]
Ríkisstjórn myndar gjá milli landsbyggðar og höfuðborgar

Það var mikill fengur að fá Guðmund Fertram Sigurjónsson, stofnanda og forstjóra líftæknifyrirtækisins Kerecis á Ísafirði á ráðstefnu Eyjafrétta í Akóges um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar í gær. Kerecis byggði Guðmundur upp ásamt góðu fólki og var Kerecis í fyrra selt til danska stórfyrirtækisins Coloplast á rúmlega 175 milljarða króna. Rástefnuna sóttu um 80 manns og kom margt athyglisvert […]
Frá Vestmannaeyjum til Vesturheims

Á morgun, laugardag verður haldin afar áhugaverð ráðstefna í tilefni þess að í ár eru 170 ár liðin frá því að Íslendingar settust fyrst að í Vesturheimi. Elsta Íslendingabyggðin er í bænum Spanish Fork, Utah en þar settust þrír einstaklingar að þann 7. september 1855. Það voru þau hjónin Samúel Bjarnason og Margrét Gísladóttir frá […]
Ekki annað ráðlegt en að fylgja leiðbeiningum vísindamanna

Hafrannsóknastofnun birti í morgun ráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár 2025/2026. Enn er lagt til að dregið verði saman í ráðlögðum þorskafla. Í samræmi við aflareglu stjórnvalda er lagt til að hámarksafli þorsks á næsta fiskveiðiári verði alls 203.822 tonn, en á yfirstandandi fiskveiðiári er hann tæplega 213.214 tonn. Samdrátturinn á milli fiskveiðiára er því um 4,4%. […]
Bíltúr um Heimaey

Í dag kíkjum við á rúntinn um Heimaey með Halldóri B. Halldórssyni. Ekki skemmir fyrir að hafa í undirspil lagið I defy með Guðný Emílíönu Tórshamar. (meira…)
Ráðleggja 4 % lækkun aflamarks þorsks

Í dag kynnti Hafrannsóknastofnun úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Í tilkynningu frá stofnuinni segir að aflamark fyrir á þriðja tug stofna sé lagt til á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu. Hafrannsóknastofnun ráðleggur 4 % lækkun aflamarks þorsks fiskveiðiárið 2025/2026. Byggir sú ráðgjöf á aflareglu stjórnvalda. Því lækkar ráðlagður heildarafli úr 213 […]
Tafir á afhendingu innfylliefna

Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar fór yfir stöðu framkvæmda á Hásteinsvelli á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í vikunni. Fram kemur í fundargerðinni að búið sé að leggja gervigras og keyra sandi í völlinn. Tafir hafa verið á afhendingu innfylliefna frá framleiðanda þar sem verktaki hefur ekki tryggt afhendingu þeirra. Áætluð afhending er eftir […]
Hreinsunardagur ÍBV

Á morgun, laugardaginn 7. júní á milli kl 13-14:30 ætlar ÍBV að halda hreinsunardag í samstarfi við Terra. Mæting er við Hásteinsvöll og ætlum við að taka til á því svæði og þar í kring. Í lokin verður síðan öllum boðið í grill og þá verður einnig ís í boði fyrir börnin. Í tilkynningu frá […]