Götulokanir vegna Þjóðhátíðar

Í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ er farið yfir götulokanir um Þjóðhátíð. Hér að neðan má sjá götulokanirnar betur útlistaðar. Götulokanir við Lundann, föstudag, laugardag og sunnudag frá 15:00 – 20:00. Götulokanir miðbær, laugardag og sunnudag frá 12:00 – 20:00. (meira…)

Stórleikur hjá stelpunum

Eyja 3L2A2875

Seinni undanúrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna fer fram í kvöld þegar ÍBV sækir Breiðablik heim. Eyjaliðið verið að gera mjög góða hluti það sem af er sumri og hefur þrátt fyrir að vera í Lengjudeildinni slegið út Bestudeildarlið á leið sinni í undanúrslitin. Liðið sem sigrar þennan leik í kvöld mætir FH í úrslitum en þær sigruðu […]

Fleiri myndir frá Óskari Pétri

Enn höldum við áfram að birta myndir Óskars Péturs frá síðustu þjóðhátíð. Hún var ansi blaut en Óskari Pétri tókst að fanga það jákvæða sem við viljum að Þjóðhátíð standi fyrir.       (meira…)

Erum mjög vel mönnuð yfir hátíðina

„Þjóðhátíðin er stærsta löggæsluverkefni sem embættið fæst við á hverju ári. Mikil reynsla er til staðar innan embættisins og ég er að koma að þessu í tíunda skipti. Við teljum okkur vera vel undir búin þrátt fyrir að verkefnin hafi aðeins breyst undanfarin ár samhliða breytingum í samfélaginu. Meðal annars vegna aukins vopnaburðar. Til að […]

Myndir Óskars Péturs á síðustu Þjóðhátíð

Óskar Pétur hefur í áratugi myndað þjóðhátíð og um leið skráð sögu Þjóðhátíðar. Mikilvægt starf og óeigingjarnt. Hér er sýnishorn af myndum sem hann tók á síðustu þjóðhátíð. Vel heppnuð þó veðrið hefði mátt vera betra. Fleiri myndir væntanlegar.         (meira…)

Fyrsta pysjan fundin

Frést hefur að fyrsta pysjan sé fundin, en það kom fram á síðunni ,,Pysjueftirlit” í gær. Það fer því að styttast í að pysjutímabilið hefjist með krafti, sem margir bíða spenntir eftir. Pysjueftirlitið minnir á að skrá allar pysjur á lundi.is. (meira…)

Eyjastelpan sem spilaði í bestu deildum Evrópu

Varð markahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands Knattspyrnukonuna Margréti Láru Viðarsdóttur þarf vart að kynna en hún er meðal fremstu íþróttamanna sem Ísland hefur átt. Hún er markahæsti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu frá upphafi og hefur spilað og skorað í sterkustu deildum heims. Margrét Lára gaf út bókina, Ástríða fyrir leiknum fyrr í sumar og í […]

Þjóðhátíðarstopp hjá Bergey eftir mokveiði

sjomadur_bergey_opf_22

Ísfisktogarinn Bergey VE hefur fiskað vel að undanförnu. Farnar hafa verið þrjár veiðiferðir á skömmum tíma og að þeim loknum hefur ávallt verið landað fullfermi í heimahöfn í Vestmannaeyjum. Skipstjóri í tveimur fyrstu ferðunum var Ragnar Waage Pálmason og var hann ánægður með aflabrögðin. Í samtali við vef Síldarvinnslunnar segir hann að það hafi verið […]

Tvær konur unnu í Lottó – önnur grét, hin bókaði Tenerife

lotto

Kona um fimmtugt hlaut fyrsta vinning í Lottó síðastliðinn laugardag og vann rúmar 9,3 milljónir króna í einföldum potti. Miðann keypti hún í Lottóappinu, líkt og hún er vön, og kom vinningurinn henni skemmtilega á óvart, að því er segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá. „Ég sá að fyrsti vinningur hefði farið á miða keyptan […]

Fullmótað Draumalið ÍBV B fyrir þjóðhátíð

Draumaliðið hans Guðmundar Ásgeirs Grétarssonar, ÍBV B er óðum að taka á sig mynd og að venju er það stærstu nöfn handboltans sem eru í sigtinu. Vill Guðmundur Ásgeir vera búinn að binda sem flesta enda áður en hátíðin stóra, Þjóðhátíð Vestmannaeyja gengur í garð. Þeir sem hann vill krækja fyrir ÍBV B í eru Róbert Aron Hoster Val, Smári Kristinn, Halldór […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.