Stefna eins langt og hægt er

Andri Erlingsson og Elís Þór Aðalsteinsson eru íþróttamenn mánaðarins að þessu sinni en þeir fóru á dögunum með U-19 ára landsliði Íslands á HM í handbolta. Mótið fór fram 6. til 17. ágúst í Kaíró, Egyptalandi. Íslenska liðið endaði í 6. sæti á mótinu en þeir töpuðu í lokaleik sínum fyrir Ungverjum. Andri og Elís […]
Þögn kom sá og sigraði í Allra veðra von 2025

Hljómsveitin Þögn kom sá og sigraði í hinni árlegu hljómsveitarkeppni Allra veðra von sem fór fram í Höllinni um helgina. Sex rokkbönd tóku þátt og var það hljómsveitin Þögn sem bar sigur í bítum í ár. Hljómsveitin er skipuð af sex eyjastúlkum og þær hafa áður unnið til verðlauna í hinum ýmsu keppnum. Sérstakir gestir […]
ÍBV sækir Breiðablik heim

Lokaleikir Bestu deildar karla fara fram í dag, en af þeim loknum tekur við úrslitakeppni, þegar efri sex liðin keppa um titilinn og neðri sex liðin berjast um að halda sæti sínu í deildinni. ÍBV mætir Íslandsmeisturum Breiðabliks á Kópvogsvelli. Blikar eru í fjórða sæti með 33 stig en Eyjaliðið er í áttunda sæti með […]
Lilja Dögg – Ljóst að ekki þýðir að standa kyrr

„Þegar ég kem inn sem menntamálaráðherra er ljóst að íslenska menntakerfið var í vanda. Við könnuðum stöðuna og sáum mjög margar áskoranir. Ein var lestur og ég vildi skoða þetta með fólki sem hafði áhuga á að bæta stöðuna. Finna leiðir til að við hefðum eitthvað til að bera okkur saman við. Þegar Íris bæjarstjóri […]
Kjarninn í ,,Kveikjum neistann“ eru engin geimvísindi

„Ég hef verið svo heppinn að fá að fylgjast með verkefninu ,,Kveikjum neistann“ í Vestmannaeyjum. Þar hefur allt samfélagið tekið höndum saman og sett grunnskólann í forgang, það mættu fleiri sveitarfélög taka sér til fyrirmyndar. Það er líka áhugavert að sjá hve vel pólítíkin hefur stutt verkefnið og Íris bæjarstjóri verið öflugur stuðningsmaður enda grunnskólakennari […]
Slippurinn In Memoriam – Síðasta kvöldmáltíðin

„Ég gekk út af Slippnum í síðasta sinn í gærkvöldi. Aldrei hef ég snætt níu rétta veislumáltíð (myndir fylgja af ígulkerjum, skötuselskinnum og skyrdesert!) með meiri trega; eiginlega með kökk í hálsinum í hverjum bita! Fjórtán sumra sælkeraveislu er lokið. Frumlegasti og að flestu leyti besti veitingastaður á Íslandi skellir formlega í lás í kvöld,“ […]
Fimm marka tap hjá Eyjakonum fyrir norðan

Kvennalið ÍBV í handbolta tók á móti KA/Þór á Akureyri í annarri umferð Olís deildar kvenna í dag. Leiknum lauk með 30-25 sigri KA/Þórs. Fyrri háfleikurinn var mjög jafn og skiptust liðin á að vera með forystuna. Eyjakonur náðu tveggja marka forystu þegar um tíu mínútur voru til hálfleiks en KA/Þór sneri taflinu við og […]
Afar mikilvægt að öll börn nái góðri lestrarfærni

„Mín framtíðarsýn er að ungt fólk á Íslandi hafi sömu möguleika til þess að lifa og starfa í síbreytilegum heimi og jafnaldrar í löndum sem við viljum bera okkur saman við. Til að svo megi verða þarf að veita nemendum á Íslandi tækifæri til menntunar í menntakerfi sem stenst samanburð við það sem best gerist […]
Skólastjórar GRV – Kveikjum neistann verkefni sem virkar

Fyrir fimm árum kynnti Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi og Háskólann í Reykjavík fyrir okkur þessa hugmynd, Kveikjum neistann sem hann hafði þróað í sínum störfum og rannsóknum. Okkur leist mjög vel á umgjörðina, mér ekki síst því hún byggir á mjög sterkum og traustum vísindum. Eitthvað sem að mínu […]
Saltfisksala ÍBV

Saltfisksala verður hjá meistaraflokkum ÍBV í handbolta, á morgun, sunnudaginn 14. september milli kl. 14:00 og 16:00 á Skipasandi. Í tilkynningu frá skipuleggjendum segir að boðið sé upp á ljúffengan saltfisk á frábæru verði – styðjum um leið meistaraflokkana okkar! Þorskhnakkar (beinlausir) – 3.500 kr/kg. Flök (beinlaus) – 2.500 kr/kg. Nýjar íslenskar kartöflur – 750 […]