Saka minnihlutann um að búa til upplýsingaóreiðu

Kulan Listaverk Skjask

Í fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í síðustu viku gerði Páll Magnússon grein fyrir stöðu mála varðandi listaverk Ólafs Elíassonar. Fór hann yfir íbúafundinn sem haldinn var í Eldheimum í mars þar sem listamaðurinn kynnti útlit listaverksins og inntak auk þess sem að Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt, fór yfir það sem snýr að göngustígnum, legu hans og efnisvali. […]

Einstakt fágætissafn opnað

Fágætissalur

Fágætissalur í Ágústarstofu var opnaður í Safnahúsinu í gær að viðstöddu fjölmenni. Hófst dagskráin í Ráðhúsinu þar sem  flutt voru stutt ávörp. Um er að ræða eitt merkilegasta fágætisbókasafn landsins opnað almenningi en uppistaðan í því er um 1500 bækur sem Ágúst Einarsson, fyrrverandi prófessor og rektor á Bifröst hefur gefið Bókasafni Vestmannaeyja. Þar verður […]

Margfaldur Íslandsmeistari í pílu með námskeið fyrir konur

Laugardaginn 24. maí næstkomandi mætir Ingibjörg Magnúsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í pílu til Eyja og verður með námskeið fyrir konur sem eru að stíga sín fyrstu skref í pílukasti. Ingibjörg er með áralanga reynslu í íþróttinni, bæði sem keppandi og þjálfari, og hefur meðal annars keppt við stór nöfn á borð við Fallon Sherrock. Auk námskeiðsins mun […]

Ennisrakaðir hafa engu gleymt

„Við stofnuðum hljómsveitina, Ennisrakaðir skötuselir árið 1988 og var hún hugarfóstur mitt og afsprengi af dansiballahljómsveitinni 7- Und sem var feykivinsæl á þessum árum. Þeir fóru víða um land og vorum við með hálftíma til þriggja kortera konsert með Ennisrökuðum á hverju balli. Fyrsta platan kom út árið 1989 og spiluðum við á þjóðhátíðinni sama […]

Veðurblíða á Víkingahátíð

K94A2432

Eyjamenn hafa margir hverjir orðið varir við víkinga á vappi um bæinn um helgina. Haldin var Víkingahátíð á túninu við Safnahús í tengslum við Safnadaga. Víkingafélagið Rimmugýgur úr Hafnarfirði ásamt nýstofnuðu Víkingafélagi Vilborgu sem starfrækt er hér í Vestmannaeyjum. Reistu víkingarnir lítið víkingarþorp við Sagnheima og voru víkingar gráir fyrir járnum á vappinu. Auk þess sem […]

Einstaklega vel heppnaðir tónleikar – myndir

Karlakor 2025 IMG 7759

Karlakór Vestmannaeyja hélt sína árlegu vortónleika í Eldheimum á föstudagskvöld. Gestir tónleikanna að þessu sinni voru Karlakór Hveragerðis. Vel var mætt og góð stemning í salnum. „Tónleikarnir heppnuðust einstaklega vel og fóru tónleikagestir glaðir og ánægðir heim sem er aðalatriðið. Ég er mjög stoltur af strákunum mínum sem stóðu sig með stakri prýði. Karlakór Hveragerðis […]

ÍBV fær botnliðið í heimsókn

Eyja 3L2A1791

Í dag hefst 7.umferð Bestu deildar karla, en þá fara fram þrír leikir. Í Eyjum tekur ÍBV á móti KA. Eyjamenn í áttunda sæti með 7 stig en KA er á botninum með 4 stig. Liðin töpuðu bæði í síðustu umferð. Eyjamenn gegn KR á útivelli og KA tapaði fyrir Breiðablik á heimavelli. Flautað verður […]

Forgangsmálið reyndist ekki sett í forgang

IMG_0977

Svo virðist sem ekkert hafi gerst í máli sem setja þurfti í forgang að lagfæra fyrir tæpu ári síðan. Um er að ræða göngustíginn á Heimaklett. Eyjafréttir fjölluðu um málið í september sl. og þar kom fram að það væri mat starfshóps sem falið var að skoða innviði með tilliti til ferðaþjónustu í Eyjum að […]

Eyjaskinna dregin fram við opnun Fágætissafns

„Eyjaskinna er skinnbók sem gerð var fyrir norðan fyrir Þorstein Víglundsson og er gestabók sem dregin er fram við hátíðleg tækifæri. Fyrsta færslan er frá 1938. Bjarni Guðjónsson, bróðir Ásmundar greifa skar út forsíðuna sem er hið mesta listarverk,“ segir Kári Bjarnason forstöðumaður Safnahúss um hina merkilegu bók sem liggur frammi þegar Fágætissafnið verður opnað […]

Afkoma samstæðunnar yfir áætlun

yfir_bæ_opf_g

Þriggja mánaða uppgjör Vestmannaeyjabæjar var lagt fram á fundi bæjarráðs í vikunni. Fram kemur í fundargerð að lögð hafi verið fyrir bæjarráð drög að þriggja mánaða rekstraryfirliti Vestmannaeyjabæjar. Samkvæmt yfirlitinu eru heildartekjur samstæðunnar fyrstu þrjá mánuði ársins um 12,3% hærri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir og heildarrekstrarkostnaður um 5,4% hærri en áætlunin. Rekstrarafkoma fyrstu þrjá […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.