Heimir stýrði Írum til sigurs

Eyjamaðurinn Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu unnu mikilvægan 2-0 sigur á landsliði Portúgals, í undankeppni HM 2026 í fótbolta í Dublin í gær. Sigurinn var sér í lagi mikilvægur í ljósi þess að liðið á nú enn möguleika á að tryggja sér 2. sæti riðilsins og þar með fara í umspil um […]
Opið bréf frá Dýravinafélagi Vestmannaeyja

Þann 8. september sl. sendi Dýravinafélag Vestmannaeyja inn fyrirspurn til umhverfis- og skipulagsráðs og til Brynjars Ólafssonar, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og lýstum við yfir áhyggjum okkar um efnistöku á haugasvæðinu sem gæludýraeigendur nota sem hundasvæði. Enn hafa ekki borist nein svör og því viljum við ítreka fyrirspurn okkar um framtíð hundasvæðisins. Samkvæmt upplýsingum sem […]
Gjöf til allra kvenna afhent HSU í Eyjum

Fulltrúar Kvenfélagasambands Íslands komu til Vestmannaeyja í dag og afhentu Heilsugæslu Suðurlands í Eyjum Milou-heilsuverndarhugbúnað, sem er hluti af landsverkefninu „Gjöf til allra kvenna“. Með í för voru fulltrúar kvenfélagsins Líkn, sem hefur lengi verið öflugur bakhjarl heilbrigðismála í Eyjum. Milou-hugbúnaðurinn er afrakstur umfangsmikillar söfnunar sem efnt var til í tilefni af 90 ára afmæli […]
Ræddu stór hagsmunamál við innviðaráðherra

Fulltrúar bæjarráðs Vestmannaeyja funduðu með Eyjólfi Ármannssyni, innviðaráðherra, í ráðuneytinu þann 6. nóvember síðastliðinn. Á fundinum var farið yfir helstu hagsmunamál Vestmannaeyja, þar á meðal fyrirhugaða lagningu nýrrar vatnslagnar, stöðu Landeyjahafnar, hafnarmál og framhald rannsókna á mögulegum jarðgöngum milli lands og Eyja. Kalla eftir fullri fjármögnun nýrrar almannavarnarlagnar Bæjarráð upplýsti ráðherra um stöðu mála varðandi […]
Hræðileg lífsreynsla

Bókarkynning í Danshöllinni, Álfabakka 12, 3. hæð, í Mjóddinni í Breiðholti í dag klukkan 17-19. Óli Gränz er heiti endurminninga Carls Ólafs Gränz, iðnmeistara og gleðigjafa, frá Vestmannaeyjum. Óli m.a. segir frá æsku sinni og uppvexti, þátttöku í atvinnulífi og pólitík, einkamálum, prakkarastrikum og eldgosunum í Surtsey og Heimaey. Óli kynnti bókina í Eldheimum á […]
Í þremur liðum á einu ári

Eyjamaðurinn Tómas Bent Magnússon gekk nýverið til liðs við Hearts í skosku úrvalsdeildinni. Tómas, sem er 23 ára gamall er uppalinn hjá ÍBV, lék með félaginu við góðan orðstír og var lykilmaður áður en hann samdi við Val eftir síðasta tímabil. Hann á að baki 81 leik og 8 mörk í tveimur efstu deildunum hér […]
ÍBV mætir Fram í dag

ÍBV tekur á móti Fram í Olís deild karla í dag en liðin mætast í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í 10. umferð mótsins. Leikurinn hefst kl. 17:45, en breyta þurfti tímanum svo gestirnir næðu síðustu ferð með Herjólfi. Búist er við hörkuleik í Eyjum. ÍBV hefur verið sterkt á heimavelli og ætlar sér dýrmæt stig, en Fram […]
Íþróttamaður mánaðarins: Hermann Þór

Íþróttamaður mánaðarins að þessu sinni er Hermann Þór Ragnarsson. Hermann Þór er leikmaður meistaraflokks ÍBV í fótbolta. Hann er uppalinn hjá Sindra á Hornafirði en hefur spilað með ÍBV undanfarin þrjú ár. Það má segja að á þessu tímabili hafi Hermann sprungið út og er að eiga sitt allra besta tímabil með ÍBV. Hermann hefur […]
Gjábakkabryggja tekur á sig endanlegt form

Framkvæmdir við Gjábakkabryggju halda áfram samkvæmt áætlun og hefur talsverður áfangasigur náðst á síðustu vikum. Í fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja frá síðustu viku kemur fram að unnið hafi verið hratt og vel við móttöku og dreifingu fyllingarefnis ásamt uppsetningu á akkerisplötum. Frá síðasta fundi ráðsins og til 30. október hefur verið keyrt um 9.000 […]
Síðasti dagur til að sækja um lóðir við Miðgerði og Helgafellsbraut

Á miðnætti rennur út umsóknarfrestur fyrir lóðir sem Vestmannaeyjabær hefur auglýst við Miðgerði 1–11 og Helgafellsbraut 22–26. Um er að ræða lóðir fyrir einbýlishús, parhús og raðhús, og hvetur bærinn áhugasama til að skila inn umsóknum fyrir miðnætti í kvöld. Vestmannaeyjabær býður upp á tvær lóðir fyrir parhús og sex lóðir fyrir einbýlishús við Miðgerði. […]