Skemmtilegasti félagsskapur sem hugsast getur

Karlakór Vestmannaeyja býður alla karlmenn velkomna í kjötsúpuveislu í Kiwanishúsinu í kvöld, 11. september. Kjötsúpukvöld KKVE er kjörið tækifærið til að kynna sér starf kórsins og ganga til liðs við einn skemmtilegasta félagsskap sem hugsast getur. Við viljum endilega sjá sem flest ný andlit og hvetjum við karlmenn á öllum aldri til að láta sjá sig og draga jafnvel […]

Slippurinn er eins og ástarsaga af bestu gerð

„Það er ótrúlegt að hugsa til þess að nú sé komin síðasta vikan sem Slippurinn er opinn. Staður sem margir hugsa til sem veitingastaðar en ég hugsa til sem heimilis, skóla og húss minninga sem eru margar af þeim bestu sem ég á,“ segir Gísli Grímsson á Fésbókarsíðu sinni. Hann er Eyjamaður og mikill vinur […]

Vann rúmar 4,8 milljónir – rétt eftir að bíllinn bilaði

Lotto

Það má með sanni segja að heppnin hafi verið með ungum fjölskylduföður sem hreppti 3-faldan al-íslenskan 3. vinning í Vikinglotto í gærkvöldi – vinning upp á rúmar 4,8 milljónir króna. Dagurinn hófst ekki vel: bíll fjölskyldunnar var á verkstæði og símtal frá þeim staðfesti versta ótta – bíllinn þurfti nýja vél. „Ég sagði í hálfkæringi að […]

Aðstæður til siglinga eru enn krefjandi

Aðstæður til siglinga eru enn krefjandi og hefur verið tekin ákvörðun um að sigla frá Vestmannaeyjum til Landeyjahafnar kl 11.00 en beðið verður í Landeyjahöfn og brottför kl 13.00 aftur þaðan. Aðstæður eiga að lagast þegar líður á daginn og er stefnt að fullri áætlun seinni partinn, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. (meira…)

Ófært í Landeyjahöfn

Næstu ferðir Baldurs falla niður frá Vestmannaeyjum kl. 09.00 og frá Landeyjahöfn kl. 10.00 vegna veðurs og sjólags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir einnig að næsta brottför frá Vestmannaeyjum sé áætluð kl. 11:00 í dag. Gefin verður út tilkynning sé þess þörf vegna áframhaldandi siglinga í dag. (meira…)

Baldur kominn í lag

Fella þurfti niður ferð Baldurs milli lands og Eyja um kvöldmatarleitið í kvöld vegna bilunar. Að sögn Ólafs Jóhanns Borgþórssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs fékk ferjan veiðafæri í skrúfuna. „Það þurfti að kalla til kafara til að skera netadræsurnar úr skrúfunni. Það gekk vel og mun Baldur sigla næstu ferðir,” segir hann í samtali við Eyjafréttir. Hér […]

Baldur bilaður

20250909 203208

Ákveðið  hefur verið að fella niður næstu ferð Baldurs frá Vestmannaeyjum kl 18.00 og Landeyjahöfn kl 19.00 vegna bilunar sem þarf að skoða. Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. en Baldur leysir nú af Herjólf sem er í slipp. Í tilkynningunni segir jafnframt að hvað varði næstu ferðir þá eru þær á áætlun þar […]

Kvennakórinn með opna æfingu

Næstkomandi mánudag, 15. september, býður Kvennakórinn konum til að mæta á opna æfingu og prófa að syngja með kórnum. Æfingin verður opin fyrir allar konur, óháð reynslu eða sönghæfileikum, og því frábært tækifæri til að kynnast kórnum og starfinu. Æfingin mun fara fram mánudaginn 15. september kl 19 og í beinu framhaldi af því verða […]

„Bölvuð bræla”

Vestmannaeyjatogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu báðir í Neskaupstað í gærmorgun. Afli hvors skips var um 40 tonn. Skipstjórarnir sögðu – í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar – að komið hefði verið til löndunar af tveimur ástæðum; annars vegar hefði verið komin bölvuð bræla og hins vegar hefði fisk vantað til vinnslu hjá Vísi í […]

Breyta skipulagi vegna uppbyggingar hótels og baðlóns

Mynd Baðlón Og Hótel á Skanshöfða

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 14. maí 2025 að auglýsa, skv. skipulagslögum tillögu að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 við Skanshöfða vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar baðlóns og hótels, ásamt umhverfisskýrslu. Einnig var samþykkt að auglýsa nýtt deiliskipulag Skans og Skanshöfða. Þetta segir í auglýsingu um skipulagsmál sem birt er á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar. Breyting á aðalskipulagi gerir ráð fyrir […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.