„Önnur gjaldskrá tekur við eftir lagningu strengjanna“

Eyjafréttir hafa undanfarna daga fjallað um áhrif nýrrar orkuverðskrár í Vestmannaeyjum, sem tók gildi 1. janúar. Í kjölfarið hefur rafmagnsferjan Herjólfur hætt að hlaða í heimahöfn og atvinnurekendur lýst stöðunni sem „hreint út sagt hræðilegri“. Af því tilefni leituðu Eyjafréttir svara hjá Landsnet um forsendur breytinganna og afstöðu fyrirtækisins. Að sögn Einars Snorra Einarssonar, forstöðumanns […]
Skólarnir af stað á ný

Grunnskóli Vestmannaeyja mun fara af stað á ný eftir jólafrí, á morgun 6.janúar. Nemendur og starfsfólk snúa þá aftur til skólastarfs samkvæmt hefðbundinni stundaskrá. Jólafríið hefur staðið yfir frá miðjum desember og markar morgundagurinn upphaf nýrrar annar. Framhaldsskólinn hefst svo miðvikudaginn 7. janúar. (meira…)
ÍBV í viðræðum við Víking

Karlalið ÍBV í fótbolta er í viðræðum við Víking Reykjavík um að fá Aron Baldvin Þórðarson sem næsta þjálfara liðsins. Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu. Þorlákur Árnason var þjálfari Eyjamanna á síðasta tímabili en sagði óvænt starfi sínu lausu og hafa Eyjamenn verið í þjálfaraleit síðan. Aron Baldvin er þrítugur og hefur starfað […]
Sandra og Daníel trúlofuð

Fyrirliði ÍBV og íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, Sandra Erlingsdóttir og handboltamaðurinn Daníel Ingason trúlofuðu sig á nýársdag, 1. janúar. Frá þessu greinir Sandra á samfélagsmiðlum. Sandra og Daníel gengu til liðs við ÍBV síðasta haust en þau trúlofuðu sig í Stuttgart í Þýskalandi þar sem þau bjuggu áður en þau fluttu til Vestmannaeyja. Sandra spilaði þar með Metzingen og Daníel með Balingen. Þau hafa […]
Gengur ágætlega að dýpka

Dýpkun í Landeyjahöfn gengur ágætlega þessa dagana, en sanddæluskip Björgunar, Álfsnes, sér um að dýpka höfnina. Nýjustu dýptarmælingar frá því í morgun sýna að verkið er á réttri leið og segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. að dýpkun gangi ágætlega. Þá segir í tilkynningunni að Herjólfur sigli til Landeyjahafnar mánudag og þriðjudag samkvæmt eftirfarandi áætlun: […]
Spennandi ár að baki og mikið fram undan

Það er óhætt að segja að fólk sé farið að iða í skinninu fyrir handboltanum bæði hér heima og erlendis. Konurnar byrja slaginn hér heima eftir HM-hlé í desember og strákarnir í landsliðinu hefja leik á Evrópumótinu sem er haldið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð í F-riðli mótsins þann 16. janúar gegn Ítalíu. Ásamt Íslandi og Ítalíu eru […]
Árið 2025 í ljósmyndum

Við höldum áfarm að gera upp liðið ár. Í dag sjáum við myndasyrpu Halldórs B. Halldórssonar frá árinu í fyrra en Halldór fór víða og hitti fjölmarga. Sjón er sögu ríkari. (meira…)
Sleggjuleið forsætisráðherra til að lækka verðbólguna

Yfir 300 prósenta hækkun og afleit staða fyrir alla aðila „Þetta er sennilega sleggjuleið forsætisráðherra til að lækka verðbólguna. Sennilega munu fiskimjölsverksmiðjurnar ekki nota rafmagn sem fer um þennan streng og ég á von á að frystihúsin hætti að nota rafmagn frá þessari línu,“ segir Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta með meiru á Fésbókarsíðu í […]
Vilhjálmur í oddvitaslag í Reykjanesbæ

„Eftir fjölda áskorana og mikla umhugsun með mínum nánustu hef ég ákveðið að gefa kost á mér til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ í komandi prófkjöri, sem fram fer 31. janúar,” segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og ritari flokksins á Fésbókarsíðu sinni. „Fyrir tveimur árum breyttist líf okkar fjölskyldunnar skyndilega þegar við […]
Útför: Unnur Helga Alexandersdóttir

(meira…)