Vel mætt í fríar blóðsykurmælingar í Apótekaranum

Lionsklúbbur Vestmannaeyja og Heilsugæslan bjóða í dag, fimmtudaginn 13. nóvember, upp á fríar blóðsykurmælingar í Apótekaranum milli klukkan 13:00 og 15:00. Allir sem vilja eru velkomnir og engin skráning er nauðsynleg. Markmiðið með viðburðinum er að hvetja fólk til að fylgjast reglulega með heilsu sinni og auka vitund um mikilvægi þess að halda blóðsykri í […]
Framkvæmdir í Íþróttamiðstöðinni á góðri leið

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að framkvæmdum við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu framkvæmda á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í síðustu viku. Þar kom fram að jarðvinna við viðbyggingu er nær lokið og unnið er að útboðsgögnum sem verða tilbúin á næstunni. Endurbætur á afgreiðslu og kaffistofu eru í […]
Eyjamaður í 2. sæti í fernuflugi MS

Gabríel Leví Hermanns Oberman, nemandi í 10. bekk við Grunnskóla Vestmannaeyja, hlaut annað sætið í ljóðakeppni Mjólkursamsölunnar, Fernufluginu 2025, fyrir ljóð sitt „Hvað er að vera ég?“ þar sem hann setur sig í spor moldvörpunnar. Keppnin, sem er ætluð nemendum í 8.–10. bekk, vekur ár hvert mikla athygli fyrir frumlega og hugmyndaríka texta ungra höfunda […]
Blandaður afli hjá Eyjunum

Eyjaskipin Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu bæði í Þorlákshöfn í gær. Rætt er við skipstjóranna á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Þar eru þeir spurðir fregna af veiðiferðinni. Jón Valgeirsson á Bergey lét vel af sér. „Við hófum túrinn út af Sandgerði en þar var þokkalegt skjól. Síðan var haldið á Sannleiksstaði út af Þorlákshöfn og þar […]
Myndband dagsins: Uppbygging Laxeyjar í Viðlagafjöru

Í dag beinum við sjónum að uppbyggingu Laxeyjar í Viðlagafjöru og birtum hér myndband sem sýnir stöðuna í fjörunni í dag. Myndbandið er unnið af Halldóri B. Halldórssyni, sem hefur fylgt framkvæmdinni eftir og fangað mikilvæg augnablik vinnunnar. Uppbyggingin hefur vakið mikla athygli í samfélaginu, en í síðustu viku náðist stór áfangi þegar slátrun á […]
Bjóða upp á blóðsykurmælingar

Lionsklúbbur Vestmannaeyja og Heilsugæslan bjóða upp á fríar blóðsykurmælingar í Apótekaranum fimmtudaginn 13. nóvember milli klukkan 13:00 og 15:00. Markmiðið með viðburðinum er að hvetja fólk til að fylgjast með heilsu sinni og auka vitund um mikilvægi þess að hafa blóðsykur í jafnvægi. Lionsklúbburinn er ein stærsta alþjóðlega þjónustuhreyfing heims, stofnuð í Bandaríkjunum árið 1917. […]
Hvaðan kom fjallið í Goðahrauninu?

Á fyrrum þvottaplani við Goðahraun í Vestmannaeyjum, í miðri íbúðabyggð hefur risið þetta mikla fjall á stuttum tíma. Sennilega blanda af vikri, sandi og jafnvel mold. Er fjallið þakið bálkum úr síldar- eða loðnunót. Spurningin er, hver gaf leyfi fyrir því að hrúga, sennilega þúsundum rúmmetra af efni á þetta fyrrum þvottaplan? Af því er að […]
Vélfang – Umboð fyrir JCB og fleiri öflug meri

Vélfang ehf. hefur verið umboðsmaður JCB á Íslandi frá 2009 og býður í dag fjölbreyttara úrval vinnuvéla en nokkru sinni. JCB framleiðir yfir 300 tegundir vinnuvéla, allt frá minnstu minigröfum til öflugustu dráttarvéla. Það sem sameinar vélarnar er áherslan á tækninýjungar, sparneytni og þægindi fyrir notandann. „Vestmanneyingar hafa frá byrjun verið meðal okkar bestu viðskiptavina […]
Ítreka kröfu um aukið fjármagn til hafna

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyjabæjar tekur heilshugar undir áskoranir Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi (SASS) og Hafnasambands Íslands um aukið fjármagn til hafnaruppbyggingar og kallar eftir því að ríkið tryggi Vestmannaeyjahöfn nauðsynlegt fjármagn til að mæta framtíðaráskorunum. Þetta kom fram á fundi ráðsins þar sem hafnarstjóri fór yfir samþykkt frá ársþingi SASS, sem haldið var á Kirkjubæjarklaustri […]
11.11 tilboðsdagurinn er í dag

Dagur einhleypra eða ,,singles day“ er í dag 11. nóvember. Dagurinn hefur á síðustu árum orðinn aftar vinsæll og er orðinn einn stærsti netverslunardagur ársins á heimsvísu. Dagurinn á uppruna sinn í Kína þar sem hann byrjaði sem skemmtilegur dagur fyrir einhleypa, en hefur á síðustu árum breyst í stóran afsláttardag hjá mörgum verslunum víða […]