ÍBV og Afturelding mætast í Eyjum

Tveir leikir eru í úrslitakeppni Olís deildar karla í kvöld. Í Eyjum taka heimamenn á móti Aftureldingu. Eyjamenn þurfa sigur til að tryggja sér oddaleik eftir að Afturelding sigraði í fyrstu viðureigninni. Báðir leikir hefjast klukkan 19.30. Í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV segir að Fanzone opni klukkan 18:00. Þar verða grillaðir hamborgarar, ískaldir drykkir og […]
Tap í fyrsta leik

Eyjamenn töpuðu í gær gegn Víkingi Reykjavík í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Eftir markalausan fyrri hálfleik þar sem Víkingar sóttu meira gátu Eyjamenn ágætlega við unað að ganga til búningsklefa með stöðuna 0-0. Heimamenn komust svo yfir í byrjun seinni hálfleiks með marki frá Daníel Hafsteinssyni. Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Víkings fékk svo að […]
Ýsa austan við Eyjar, þorskur vestan við, en ufsinn oftast í felum

Togararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi í Grindavík á laugardaginn. Þeir voru að veiðum austan við Vestmannaeyjar og var aflinn langmest ýsa. Túrinn tók tvo sólarhringa en skipin voru innan við sólarhring að veiðum. Rætt er við Arnar Richardsson, rekstrarstjóra skipanna á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar er hann spurður hvort hann væri ekki […]
Fjölbreytt úrval og persónuleg þjónusta

„Ég tók við sem rekstrarstjóri fyrstu vikuna í maí á síðasta ári. Ég kom úr Krónunni, þar sem ég hóf störf sem verslunarstjóri árið 2019. Þar áður rak ég Skýlið ásamt móður minni, Svanhildi Guðlaugsdóttur, í sex ár. Ég starfaði einnig oft hjá henni öll árin sem hún rak Skýlið,“ segir Ólafur Björgvin Jóhannesson, rekstrarstjóri […]
Eyjamenn hefja leik í Bestu deildinni

Fyrsta umferð Bestu deildar karla lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Í þeim fyrri tekur Víkingur Reykjavík á móti ÍBV í Víkinni. Eyjamenn nýliðar í deildinni og verður gaman að sjá þá spreyta sig á móti Víkingum sem fóru langt í Sambandsdeild Evrópu og er liðið sennilega í góðu spilaformi. Flautað verður til leiks klukkan […]
Íþróttaskóli ÍBV og HKK

Íþróttaskóli ÍBV og Heildverslunar Karls Kristmanns verður haldinn föstudaginn langa 18. apríl og laugardaginn 19. apríl milli kl 13:00-14:00 báða dagana. Íþróttaskólinn er fyrir krakka fædda 2019, 2020 og 2021. Allir þátttakendur fá gefins páskaegg. Verð er aðeins 3.500 kr. Stjórnendur skólans verða leikmenn og þjálfarar mfl. kvenna. Skráningafrestur er til 7 apríl og þau […]
Fullt hús á Mey kvennaráðstefnu

Kvennaráðstefnan Mey fór fram í Sagnheimum fyrir fullum sal kvenna í gær. Markmið Mey er að sameina konur, styrkja, gleðja og valdefla. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg, en þrír fyrirlesarar stigu á svið yfir daginn. Fyrst á svið var Anna Steinsen, eigandi Kvan. Anna starfar sem fyrirlesari, þjálfari, markþjálfi og jógakennari. Anna ræddi um mikilvægi […]
Fjárfrekar framkvæmdir framundan

Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri fór yfir ársreikning Vestmannaeyjahafnar árið 2024 á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs. Fram kom að rekstrartekjur ársins námu 694 millj.kr. og afkoma ársins var jákvæð sem nemur 111 millj.kr. Fram kemur í afgreiðslu að ráðið samþykki fyrirliggjandi ársreikning og var honum vísað til síðari umræðu bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Enn fremur segir að […]
Afturelding hafði betur

ÍBV og Afturelding mættust í 8-liða úrslitum karla í handbolta í dag. Jafnræði var með liðunum framan af leik í dag, en ÍBV leiddi í leikhléi 13-14. Þegar leið á seinni hálfleik komust heimamenn í Aftureldingu yfir og létu þeir ekki þá forystu af hendi. Lokatölur 32-30. Næsti leikur í einvíginu verður næstkomandi þriðjudag í […]
Fékk áskorun frá ungum Eyjastelpum

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær. Þar greindi hún þingheimi frá því að henni hafi borist skemmtileg áskorun frá vöskum stelpum í Vestmannaeyjum á dögunum, frá Söru Rós, Ingibjörgu og Kamillu, um að lengja útivistartíma 10 til 12 ára barna. „Þeim þótti það bara […]