Beint í æð frumsýnt í kvöld

Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir gamanleikritið Beint í æð eftir Ray Cooney í kvöld klukkan 20:00. Leikfélagið hefur unnið hörðum höndum að uppsetningu verksins og lofar áhorfendum skemmtilegri kvöldstund. Verkið hefur slegið í gegn á alþjóðavísu og dregur áhorfendur inn í hraða og skemmtilega atburðarás. Önnur sýning verður laugardaginn n.k. kl 20. Miðasölusíminn er opinn milli 16-18 […]
Íbúafundur í dag

Í dag verður íbúafundur um listaverk Olafs Eliassonar sem til stendur að reisa. Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar stýrir fundi og Olafur Eliasson kynnir listaverkið. Pallborðsumræður kl. 17:10, Olafur Eliasson, Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt og Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar. Fundurinn verður í Eldheimum. Húsið opnar kl. 16:00 og verður boðið uppá kaffiveitingar. Fundurinn sjálfur hefst klukkan 16.30 […]
4,5 milljarða rekstrarhagnaður

Rekstrartekjur Ísfélagsins námu í fyrra 23,6 milljörðum króna, rekstrarhagnaður var 4,5 milljarðar króna og var hagnaður eftir skatta 2,2 milljarðar króna. Var EBITDA 6,6 milljarðar króna. Þetta kemur fram í ársreikning Ísfélagsins sem sendur var ásamt tilkynningu til Kauphallarinnar í dag. Sé staða á efnahag félagsins í lok ársins 2024, færð í íslenskar krónur á […]
Fullt af áhugaverðu efni í nýjasta blaði Eyjafrétta

Nú er verið að bera út til áskrifenda mars-blað Eyjafrétta. Blaðið er fullt af áhugaverðu efni. Byggingamarkaðnum í Eyjum er gerð góð skil og er rætt við fjölmarga iðnaðarmenn. Þá er Jóhanna Lilja Eiríksdóttir formaður Brakkasamtakanna í viðtali. Einnig er ítarlegt viðtal við Óskar Sigurðsson og Gunnlaugu Sigurðardóttur. Þau ásamt börnunum una sér vel á […]
Stóra hættan að við missum það forskot sem við höfum haft

Á þriðjudaginn kynntu Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra drög að frumvarpi um breytingu á lögum um veiðigjald. Frumvarpið hefur verið harðlega gagnrýnt af ýmsum, m.a. stjórnarandstöðu þingsins. Einar Sigurðsson er stjórnarformaður Ísfélagsins. Hann segir í samtali við Eyjafréttir aðspurður um að ef frumvarpið fari óbreytt í gegnum þingið, hvað […]
Allt að verða klárt fyrir næsta úthald

Eins og gefur að skilja hefur loðnubrestur margvísleg áhrif á allt samfélagið. Einn angi af því er að uppsjávarskipin eru meira við bryggju og nýta áhafnirnar tímann til að sinna viðhaldi um borð. Þorsteinn Ólafsson, háseti á Gullberg VE segir léttur í bragði – í samtali við fréttaritara VSV – að hann sé kominn í […]
Tanginn opnaði aftur í dag

Veitingastaðurinn Tanginn opnaði aftur í hádeginu í dag eftir vetrarlokun, og nú geta heimamenn notið þess að gæða sér á ljúffengum mat með einstöku útsýni yfir höfnina. Staðurinn var þétt setinn í hádeginu, enda margir sem höfðu beðið spenntir eftir opnuninni. Á matseðlinum má áfram finna vinsæla rétti eins og súpu og salat, kjúklingasalatið og […]
Hásteinsvöllur í dag

Þessa dagana er verið að leggja hitalagnir í Hásteinsvöll. Í tilkynningu á facebook-síðu ÍBV segir að næstu daga verði unnið frá kl. 16:00 – 19-20:00. „Við þurfum á höndum að halda. Þeir sem hafa tök á mega mæta. Þetta er góð æfing. Mikið labb en engin átök og eitthvað fyrir alla að gera. Við biðlum […]
Eyjakonan sem stýrir röntgendeild HSU

Geislafræðingurinn Aðalbjörg Skarphéðinsdóttir er deildarstjóri röntgendeildar HSU þar sem hún stýrir öflugu teymi níu sérfræðinga. Aðalbjörg er fædd og uppalin í Eyjum og sneri þangað aftur til að vinna sem geislafræðingur og ala upp börnin þrjú að námi loknu áður en hún hélt aftur upp á meginlandið og starfar í dag hjá HSU á Selfossi. […]
ÍBV mætir Aftureldingu í átta liða úrslitum

Lokaumferð Olísdeildar karla fór fram í gær. Eyjamenn mættu HK á heimavelli og fóru leikar þannig að ÍBV sigraði nokkuð örugglega 34-28 og tryggði liðið sér sjötta sætið með 23 stig. Það þýðir að liðið mætir Aftureldingu í átta liða úrslitum og er fyrsti leikur einvígisins laugardaginn 5. apríl í Mosfellsbæ. Markahæstir í Eyjaliðinu í […]