Börn á öllum aldri nutu samveru og útivistar – myndir

Hin árlega páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins fór fram í blíðskaparveðri í gær – á skírdag. Mæting var góð og börn á öllum aldri nutu samveru og útivistar á Skansinum. Í færslu á facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins er öllum þeim sem mættu þakkað fyrir með óskum um gleðilega páska. Óskar Pétur Friðriksson myndaði fjörið á Skansinum í gær. (meira…)

Hreggviður Óli heimsmeistari í GÚRKU

Heimsmeistaramótið í Gúrku var haldið í Höllinni í Vestmannaeyjum í gær. Mótið var í boði Vina Ketils bónda og voru 75 þátttakendur skráðir til leiks. Þetta kemur fram á Fésbókarsíðu Vinanna. Heimsmeistari í GÚRKU árið 2025 er Hreggviður Óli Ingibergsson og er hann jafnframt fyrsti heimsmeistarinn á þessu sviði. Við óskum Hregga til hamingju með […]

Erum alltaf opnir fyrir skemmtilegum verkefnum

Fyrirtækið Rafmúli ehf. var stofnað árið 2002. Frá þeim tíma hefur Rafmúli ehf. öðlast traust sem þjónustuaðili fyrir sum af stærstu fyrirtækjum landsins. Þar má nefna Síldarvinnsluna í Neskaupstað, Vinnslustöð Vestmannaeyja, Alur álbræðslu í Reykjanesbæ og Kölku í Reykjanesbæ svo fátt eitt sé nefnt. Framkvæmdastjóri og eigandi Rafmúla ehf. er Bergsteinn Jónasson. Bergsteinn segir í […]

Sjálfvirknin orðin meiri í fiskvinnslunni

Richard Bjarki Guðmundsson rafvirki hefur unnið hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum frá janúar 2012 eða í um 13 ár. Rikki eins og hann er oftast kallaður er fæddur hér í Vestmannaeyjum árið 1980 og er giftur Ástu Hrönn Guðmannsdóttur, hárgreiðslukonu og saman eiga þau þrjú börn; Söru Dröfn, Birnir Andra og Heklu Hrönn. Að loknu stúdentsprófi […]

ÍBV valtaði yfir Víking Reykjavík

Eyja_3L2A1623

Eyjamenn eru komnir í 16-liða úrslit bikarkeppninnar eftir öruggan 3-0 sigur á Víking Reykjavík. Jafnræði var með liðunum framan af og var markalaust í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks kom Omar Sowe ÍBV yfir eftir góðan undirbúning Olivers Heiðarssonar. ÍBV jók forystuna skömmu síðar og var þar að verki Alex Freyr Hilmarsson. Eyjamenn bættu við […]

Erum sorgmædd yfir vinnubrögðunum

Tolvun 20250415 141209

Á dögunum kvað úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála upp úrskurð þar sem kröfu kærenda er hafnað um að felld verði úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Vestmannaeyja frá 11. september 2024 um að samþykkja tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Vestmannaeyja, 2. áfanga, vegna lóðar nr. 51 við Strandveg. Til stendur að reisa þar fjölbýlishús ofan á það […]

Óskar og Lauga og börn una sér vel á Nýja Sjálandi

Óskar Sigurðsson og Gunnlaug Sigurðardóttir eru fædd og uppalin í Vestmannaeyjum en hleyptu fljótt heimdraganum og hafa í dag gert heiminn allan að starfsvettvangi sínum. Hafa sett sig niður á Nýja Sjálandi í bænum Tauranga þar sem þau hafa byggt upp kirkju og söfnuð og una hag sínum vel með börnunum þremur. Benjamín er 27 […]

Lundinn sestur upp

Fyrstu lundarnir settust upp í Vestmannaeyjum í gær. Sást til lundans í og við Kaplagjótu við Dalfjall í gærkvöldi. Lundinn er á sínu vanalega róli, því ef skoðuð eru síðustu ár þá má sjá að hann er að setjast upp á bilinu 13 til 19. apríl. Í Vestmannaeyjum er ekki síður talað um lundann sem […]

Páskadagskrá Landakirkju

Landakirkja TMS 20200823 194229

Páskadagskrá Landakirkju hefst í dag, skírdag. Hér að neðan má sjá dagskrá kirkjunnar yfir páskana. Skírdagur: Guðsþjónustan á skírdagskvöld endar á svokallaðri Getsemane-stund þar sem altarið er afskrýtt sem táknræn niðurlæging Krists. Skírdagur er frekar tregablandinn í kirkjunni og því litast guðsþjónustan nokkuð af því. Föstudagurinn langi: Nú í ár er lestur píslarsögunnar í höndum fermingarbarna og […]

Bikarleikur á Þórsvelli

Felix Ibvsp

32-liða úrslit Mjólkurbikarsins hefjast í dag. ÍBV fær Víking Reykjavík í heimsókn. Liðin mættust nýverið í deildinni og fóru Víkingar með sigur af hólmi þar. Eyjamenn eiga því harma að hefna. Leikurinn í dag verður á Þórsvelli þar sem unnið er að lagningu gervigrass á Hásteinsvelli. Leikið verður til þrautar í dag, en þess má […]