Að fá fyrir ferðina

Íbúar á landsbyggðinni þurfa gjarnan að leita um langan veg eftir viðeigandi heilbrigðisþjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð. Til að koma til móts við þennan stóra hóp hefur verið sett reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggða og aðstandenda þeirra innanlands. Þar kemur m.a. fram að Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við tvær ferðir sjúkratryggðs á […]

Auðurinn í drengjunum okkar

Öll getum við sammælst um það að vilja börnunum okkar það besta. Við viljum hjálpa þeim að finna styrkleika sína og áhugasvið, efla sjálfstraust þeirra og hvetja þau áfram til þess að geta orðið virkir þátttakendur í samfélaginu. Á Íslandi er skólaskylda. Hvergi annars staðar í þjóðfélaginu eru einstaklingar skyldugir að mæta. Ef vinnustaður barna […]

Áfram ASÍ!

Það er alkunna að öflugur samtakamáttur getur komið ótrúlega miklu til leiðar. Gott dæmi um þetta er þegar verkalýðshreyfingin stendur saman sem ein og órofa heild. Þá hefur hún unnið sína stærstu sigra. Þá hefur henni miðað hratt áfram í þá átt að skapa það réttláta samfélag þar sem hagur alls almennings fer batnandi.  Þá […]

Vellíðan – grundvöllur að námi

Allir foreldrar þekkja það að hamingja barna þeirra er gríðarlega stór þáttur í þeirra lífi. Það er ekki að tilefnislausu að orðatiltækið; þú ert jafn hamingjusamur og þitt óhamingjusamasta barn, sé gjarnan hent út í samtalið um börn og hamingju. Skólasamfélagið þekkir þetta líka, starfsfólk skólanna gerir hvað þau geta til að öllum líði sem […]

Er ekki bara best að smíða nýja ferju?

Guðni

Nú er hann Herjólfur okkar farinn slipp og sá gamli að leysa af. Maður hefur heyrt af allskonar vandamálum sem hefur herjað á áhöfnina og starfsfólk sem hefur nú náð að redda málunum eins vel og unnt er. Við erum samt að stíga mörg skref aftur á bak og nú þarf að fara að hugsa […]

Lífið og kyrrðarbæn

Í nokkur ár hef ég stundað kyrrðarbæn reglulega í einrúmi og með öðrum. Nánast hvern morgun byrja ég í kyrrð, sem er frábært á svo margan hátt, að leyfa Heilögum anda að koma og snerta og minna á ýmis atriði. Löng hefð er fyrir kyrrðarbæn meðal kristnna manna og undanfarin ár hefur rykið verið þurrkað […]

Hvar er flugið?

Flugvollur

Eftir að Flugfélagið Ernir sem þjónaði flugleiðinni til Eyja svo vel árin 2010 til 2020 hefur verið annsi stopult flug. Ernir hættu að fljúga um mánaðarmótin ágúst, september árið 2020. Icelandair reið svo á vaðið og flaug yfir sumartíman árið 2021 og hætti svo í lok sumars. Flugfélagið Ernir flaug svo aftur í skamman tíma […]

1.400 kílómetrar!

Kjördæmavika Alþingis er að baki. Þá starfar þingið ekki heldur gefst alþingismönnum færi á að fara um kjördæmin sín og heilsa upp á fólk á heimaslóðum sínum. Allir þingmenn Suðurkjördæmis ferðuðust saman í kjördæmavikunni og hittu sveitarstjórnarfólk í síðustu viku. Að baki eru nær 1.400 kílómetra akstur og það segir sína sögu. Þingmenn funduðu með […]

Bjarkey Olsen – fækkun sýslumanna

Bjarkey Olsen

Fækkun sýslumanna – stöldrum við Ég hafði efasemdir um aðskilnað lögreglu og sýslumanna á sínum tíma og greiddi þeim ekki atkvæði þegar ég sat á Alþingi sem varamaður. Það var vegna þess að ég hafði efasemdir um að þjónustan yrði jafn öflug og þörf var og er á. Markmiðið var m.a. að tryggja að starfsstöðvarnar […]

Laufey á Bakka  – Framkvæmdir hafnar

Þau mikilvægu og gleðilegu tímamót urðu ( í dag ) mánudaginn 22.ágúst að framkvæmdir eru hafnar á Laufey Welcome Center á Bakka. Í ársbyrjun 2022 var fjármögnun á þjónustumiðstöðinni Laufey tryggð með aðkomu langtímafjárfesta sem hafa mikla trú á verkefninu. Fyrsta stöðin, og sú mikilvægasta fyrir Vestmannaeyjar, mun rísa á Bakka. Þessi ferill hefur verið […]