Nýtt útboð – öflug hagsmunagæsla!

Auglýsing Vegagerðarinnar nú fyrir helgina – um nýtt útboð á dýpkun í Landeyjahöfn – felur í sér formlega staðfestingu á því hve miklum árangri bæjaryfirvöld hafa náð í hagsmunagæslu á þessu sviði síðustu fjögur árin. Sjálfur reyndi ég eftir megni sem þingmaður að leggjast á sveif með forráðamönnum bæjarins í þessum efnum – og vonandi […]
Ekki moka burt hrauninu!

Okkur finnst óskiljanlegt að bærinn hafi sett af stað ferli til að moka nær ósnortnum hluta hraunsins í burtu til þess að búa til miðbæ þegar nóg pláss er til staðar til að gera núverandi miðbæ enn betri. Það er ekki eingöngu kostnaðurinn við moksturinn og flutninginn á 680 þúsund rúmmetrum af jarðvegi sem eðlilegt […]
Að sturta niður

Mundu að sturta, segja konurnar okkar stundum þegar við erum búnir á klósettinu. Það er ekkert verra en að koma að klósetti með öllu gumsinu frá síðasta notanda. Þetta minnir mann á það hve sjálfsagt okkur finnst vera að sturta niður og óhugsandi þær aðstæður að það væri ekki hægt. Hér áður var vatni safnað […]
Eyjalistinn hræðist ekki að bjóða betri þjónustu

Ég hlustaði á útvarpsþátt í gær þar sem tveir oddvitar og einn frambjóðandi flokkanna sem bjóða sig fram í Vestmannaeyjum ræddu saman. Þar talaði oddviti Sjálfstæðisflokksins um það að þeim fannst meirihlutinn hafa forgangsraðað öðruvísi en þau hefðu gert á kjörtímabilinu. Það var þá sem ég hugsaði hvað það var nú gott að Eyjalistinn var […]
Í því felast aukin lífsgæði eldra fólks

Ég ólst mikið til upp í sveit hjá ömmu minni og afa ásamt því að fara í sveit til þeirra á sumrin. Þau voru öflug og sjálfstæð alveg til 90 ára aldurs, þegar þau sóttu íbúð með heimaþjónustu og fengu svo dvöl á hjúkrunarheimili ári eftir það. Eldra fólk er jafn ólíkt og það er […]
Umhverfis- og auðlindastefna Vestmannaeyjabæjar

Í dag var umhverfis- og auðlindastefna Vestmannaeyjabæjar samþykkt í bæjarstjórn. Á stefnuskrá bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar var að vinna umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið þar sem slík stefna hafði aldrei verið unnin og því engin markmið til yfir þennan stóra og mikilvæga þátt sem umhverfismál eru. Ferlið Efla verkfræðistofa vann stefnuna í samstarfi við sveitarfélagið […]
Lífæð okkar – Hjartans Heimahöfn

Sumarið 2019 bauðst mér að setjast í Framkvæmda- og hafnar ráð fyrir hönd Bæjarmálafélagsins fyrir Heimaey, áður hafði ég setið í Hafnarstjórn sem varamaður árin 2006-2010 þá fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Vinnan í ráðinu hefur verið bæði gefandi og fjölbreytt. Samstarfið hefur gengið vel í ráðinu og allir að vinna að heilum hug og höfninni fyrir bestu. […]
Jæja …

Nú er farinn í hönd sá tími þegar lausagöngukettir byrja að tína upp unga smáfuglanna, nýkomna úr hreiðri, eða drepa foreldrin, sem í mörgum tilvikum eru nýlega komin um langan veg yfir hafið frá vetrarstöðvunum til að auka kyn sitt. Fram til þessa, meðan lítið var um bráð, hafa kettirnir látið nægja að skíta […]
Betri Eyjar – fyrir alla!

Vestmannaeyjabær er stærsta þjónustufyrirtækið í sveitarfélaginu með fjölþætta, lögbundna, ólögbundna og mikilvæga þjónustu sem nær til allra íbúa. Markmið bæjarins ætti ávallt að vera að þjónusta alla íbúa eins best og hægt er hverju sinni og horfa til framtíðar með heildarhagsmuni að leiðarljósi. Bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey var stofnað fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018 og var þá með […]
Byggjum upp leikskóla til framtíðar

Tíminn líður hratt og kjördagur nálgast óðum. Tími til kominn að kynna sig en ég heiti Hildur Rún Róbertsdóttir og sit í fjórða sæti Eyjalistans fyrir komandi kosningar 14.maí n.k. Ég flutti til Vestmannaeyja árið 2017 ásamt manninum mínum, honum Antoni Erni Eggertssyni. Við eigum saman eina litla stelpu, Helgu Dögg 1 árs. Ég sá […]