Ægir gerði góða ferð á Sauðárkrók
Vaskur hópur frá íþróttafélaginu Ægi lagði land undir fót um liðna helgi alla leið á Sauðárkrók. Þau tók þátt í Íslandsmóti í einstaklingskeppni í boccia með 10 keppendur. Sex af þeim komust í úrslit og endaði það svo þannig að Róbert lenti í 4.sæti eftir gríðarlega naumt tap um 3.sætið, Ylfa lenti í 2. sæti […]
Eiður Aron íþróttamaður Vestmannaeyja 2022
Íþróttabandalag Vestmannaeyja hélt í kvöld árlegt uppskeruhóf sitt. Það var Eiður Aron Sigurbjörnsson sem var valin íþróttamaður Vestmannaeyja 2022. Íþróttafólk æskunnar voru valin fyrir yngri hóp Birna María Unnarsdóttir og í hópi þeirra eldri var það Elmar Erlingsson. Lista yfir aðrar viðurkenningar má sjá hér að neðan: Fimleikafélagið Rán: Tinna Mjöll Frostadóttir Golfklúbbur Vestmannaeyja: Örlygur […]
Skemmtilegur fjölskylduratleikur í boði hjá Ægi
Íþróttafélagið Ægir stendur fyrir fjölskylduratleik um Vestmannaeyjar á sunndaginn kemur og hefst kl. 13.00 á malarvellinum við Löngulág. „Ratleikurinn verður fullur af fróðleik um eyjuna okkar og koma vísbendingarnar úr öllum áttum bæði frá gamla tímanum og úr nútímanum en einnig þarf að leysa ýmsar skemmtilegar þrautir á leiðinni. Vísbendingarnar koma til með að vera […]
Ísfélagið styrkir Ægi
Jósef Róbertsson þjálfari hjá Íþróttafélaginu Ægi eða Jobbi eins og hann er kallaður bauð nýlega til sölu á facebook síðu sinni tvær áritaðar ÍBV treyjur til styrktar félaginu. Treyjurnar hafa verið áritaðar að meistaraflokkum ÍBV, karla og kvenna í handbolta og fótbolta. Það var að lokum Ísfélag Vestmannaeyja sem keypti treyjurnar af Ægi fyrir 250.000 krónur. Á facebook síðu Ísfélagsins er […]
Íþróttafélagið Ægir 30 ára
Íþróttafélagið Ægir var stofnað 12. Desember árið 1988. Ólöf A. Elíasdóttir íþróttakennari og Ólöf M. Magnúsdóttur höfðu fundið þörfina fyrir sérleikfimitíma fyrir börn í sérdeild Barnaskólans, þar sem hinum ýmsu sérþörfum þeirra yrði sinnt. Það var svo haustið 1980 sem þessi börn fengu sér-leikfimi og sundtíma. Haustið 1988 var byrjað með einn tíma í viku […]
Íþróttafélagið Ægir þrjátíu ára í dag
Íþróttafélagið Ægir fagnar 30 ára afmæli í dag 12. desember. Þessu æltar félagið að fagna næstkomandi sunnudag 16. desember í Líknarsalnum milli klukkan 14 og 16 með opnu húsi fyrir vini og velunnara félagsins. Allir velkomir í kökur og kaffi. Iðkendur munu taka vel á móti ykkur. Endilega komið, kíkið á okkur og kynnist starfinu okkar, […]
Eyverjar færðu Ægi ágóða uppistands
Í gær mættu Eyverjar færandi hendi á boccia æfingu hjá Íþróttafélaginu Ægi. Þar afhenti Ragnheiður Perla Hjaltadóttir, formaður Eyverja, 150.000 kr. sem var ágóðinn af góðgerðaruppistandi sem Eyverjar héldu á Háaloftinu um síðustu helgi. Það var Anton Sigurðsson félagsmaður í Ægi sem tók við styrknum. (meira…)
Benni Íslandsmeistari í rennuflokki í Boccia
Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í boccia, einstaklingskeppni fór fram í Vestmannaeyjum um helgina sem leið. Íþróttafélagið Ægir hafði umsjón með mótinu sem þótti heppnast einstaklega vel. Glæsileg mótssetning var á föstudagskvöldið þar sem eldglæringar fylgdu keppendum á sviðið. Samið var sérstakt mótslag var samið og flutt af Söru Renee Griffinn. Jarl Sigurgeirsson tók svo lagið við […]