Hertar aðgerðir vegna COVID-19

Hertar aðgerðir vegna COVID-19 Reglur varðandi samkomubann í Vestmannaeyjum Samkomubann í Vestmannaeyjum felur í sér að neðangreindar samkomur eru bannaðar: Ráðstefnur, málþing, fundir o.þ.h. Skemmtanir, s.s. tónleika, leiksýningar, bíósýningar, íþróttaviðburðir og einkasamkvæmi. Kirkjuathafnir hvers konar, s.s. vegna útfara, giftinga, ferminga og annarra trúarsamkoma. Aðra sambærilega viðburði með 10 einstaklingum eða fleiri. Enn fremur skal tryggt […]

Zaostrzone działania w związku z COVID-19

Komunikat Komitetu Obrony Cywilnej w Vestmannaeyjar 21 marca 2020 Zaostrzone działania w związku z COVID-19 Reguły odnośnie zakazu zgromadzeń w Vestmannaeyjar W związku z zakazem zgromadzeń na Vestmannaeyjar zabrania się: Konferencje, fora, spotkania itp. Rozrywki, takie jak koncerty, pokazy teatralne, filmy, wydarzenia sportowe i prywatne spotkania. Wszelkiego rodzaju działalność kościelna tj.: pogrzeby, śluby, komunie i […]

Further restrictions due to Covid 19

Announcement from the respective authorities in Vestmannaeyjar on the Corona virus 21 March 2020. Further restrictions due to Covid 19 Rules on ban of mass gatherings in Vestmannaeyjar Further restrictions on mass gatherings in Vestmannaeyjar includes the following activities: Conferences, conventions, meetings etc. Events, inter alia concerts, theaters, movie theaters, sports events and private parties […]

Fyrsta smitið staðfest í Vestmannaeyjum

Aðgerðastjórn almannavarna var virkjuð í Vestmannaeyjum í dag þetta kemur fram á facebook síður Lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Það kemur einnig fram að einstaklingum í sóttkví í Vestmannaeyjum hefur fjölgað og eru nú 18 í sóttkví í Vestmannaeyjum og viðbúið að þeim muni halda áfram að fjölga á næstunni. Fyrsti smitaði einstaklingurinn í Vestmannaeyjum var greindur […]

Lýsir þungum áhyggjum af stöðu varaafls í Vestmannaeyjum

Bæjarstjórn ræddi Við óveður í Vestmannaeyjum 14. febrúar 2020 og afleiðingar þess á fundi sínum fyrir helgi. Þar var eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða. Aðfaranótt 14. febrúar sl. var aðgerðarstjórn Almannavarna virkjuð vegna óveðurs sem gekk yfir Eyjarnar um nóttina. Afleiðingarnar af óveðrinu voru m.a. þær að bilanir urðu á rafmagnsflutningum Landsnets og rafmagn keyrt á […]

Innviðir í Vestmannaeyjum vel í stakk búnir

Almannavarnanefnd Vestmannaeyja og Rauði krossinn í Vestmannaeyjum hafa nýlega lokið stöðufundi vegna COVID-19 veirusýkingarinnar. Fundurinn nú var haldinn af því tilefni að í gær greindist fyrsta tilfellið á Íslandi og var viðbúnaðarstig almannavarna hækkað úr óvissustigi í hættustig á landsvísu. Fulltrúar almannavarna í Vestmannaeyjum hafa fundað reglulega vegna COVID-19 veirusýkingarinnar síðan í lok janúar og […]

Almannavarnir virkja óvissustig vegna kvikusöfnunar á Reykjanesi

Almannavarnir hafa virkjað óvissustig vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir fjallinu Þorbirni á Reykjanesskaga, en þar hefur jarðskjálftahrina verið í gangi að undanförnu. Landris hefur þar mælst síðustu daga. Búið er að boða til íbúafunda í Grindavík á morgun þar sem farið verður nánar yfir stöðuna. Samhliða hefur Veðurstofa Íslands fært litakóða fyrir flug á gult. Í […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.