Samkomulag um heildarveiði en ekki skiptingu uppsjávarfisks

Fulltrúar strandríkjanna sem eiga hagsmuni af uppsjávarveiðum í norðaustur Atlantshafi hafa komist að samkomulagi um hámarks heildarveiði á síld, kolmunna og makríl fyrir næsta ár. Samkomulag er ekki um skiptingu kvótans innbyrðis á milli landanna frekar en oft áður. Þetta kemur fram í frétt á vef Fiskifrétta. Fundirnir fóru fram 17. og 18. október í […]

Ráðgjöf um aflamark uppsjávarstofna fyrir árið 2024

Fyrir helgi veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráð um veiðar á norsk-íslenskri síld, makríl og kolmunna fyrir árið 2024 (ices.dk). Hafrannsóknarstofnun birti á vef sínum helstu niðurstöður sem eru þessar: Veruleg lækkun í norsk-íslenskri vorgotssíld Norsk-íslensk vorgotssíld ICES leggur til, í samræmi við langtímanýtingastefnu, að afli ársins 2024 verði ekki meiri en 390 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi […]

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) gefur út 400 þúsun tonna upphafsráðgjöf í loðnu

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur nú birt upphafsráðgjöf um veiðar á loðnu á vertíðinni 2022/23. Ráðgjöfin hljóðar upp á 400 þúsund tonn sem er í samræmi við gildandi aflareglu strandríkja að stofninum. Þessi ráðgjöf byggir á mælingum á stærð ókynþroska hluta loðnustofnsins, eins og tveggja ára, í september síðastliðnum í leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar og systurstofnunar hennar á Grænlandi. […]

Úthafskarfaveiðar ekki taldar ráðlegar næstu árin

Í gær veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráð um veiðar ársins 2022-2024 fyrir efri og neðri stofna úthafskarfa. Úthafskarfi – neðri stofn ICES ráðleggur í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarks afraksturs til lengri tíma litið (MSY) að veiðar skuli ekki stundaðar árin 2022, 2023 og 2024. Hrygningarstofninn hefur minnkað verulega frá því að veiðar […]