Hörður Baldvinsson fer tímabundið í starf verkefnastjóra hjá ÞSV

Hörður Baldvinsson, safnstjóri Sagnheima verður lánaður í tímabundið 50% starf verkefnisstjóra hjá Þekkingarseturs Vestmannaeyja frá 15. ágúst 2020 til 31. mars 2021 í fjarveru og launalausu leyfi Páls Marvins Jónssonar framkvæmdastjóra. ÞSV hefur gert samkomulag við Vestmannaeyjabæ vinnuveitenda Harðar um þessa tilfærslu. Önnur verkefni Páls Marvins framkvæmdastjóra ÞSV hafa verið færð tímabundið yfir á annað […]

Hundrað og einn á atvinnuleysisskrá

Staðan á vinnumarkaði Í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Fram kemur í fundargerð að atvinnuleysi hefur aukist í Vestmannaeyjum eins og annars staðar vegna faraldursins. Í tölum frá Vinnumálstofnun kemur fram að í lok maí hafi 101 verið á atvinnuleysisskrá og 126 á hlutabótaleiðinni. Í apríl var 11,5% atvinnuleysi, en 6,6 […]

Kaldar kveðjur frá yfirstjórn

Það er algjörlega ólíðandi að yfirleitt skuli vera byrjað á að segja upp ræstingafólki þegar þarf að spara hjá fyrirtækjum og stofnunum. Drífandi í Vestmannaeyjum og Báran stéttarfélag á Selfossi sendu frá sér eftirfarandi ályktun vegna fyrirhugaðra uppsagna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Báran og Drífandi stéttarfélög mótmæla fyrirhuguðum uppsögnum á ræstingafólki hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands – HSU. […]

Þegar stjórnendur hafa endanlega gefist upp þá er það þekkt leið að reka ræstingafólkið

Sameining allra sjúkrahúsa á suðurlandi í HSU, sem átti að skila svo mikillri hagræðingu hefur snúist upp í andhverfu sína. Svo dæmi sé tekið hefur þjónustan í Vestmannaeyjum hríðversnað. Verðandi mæður geta ekki treyst á að eiga börnin í sinni heimabyggð, engin skurðstofa, enginn svæfingalæknir, engin augnlækningaþjónusta, öllu stefnt á yfirfull sjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu. Það […]

Sýslumaðurinn með tvö störf fyrir námsmenn á háskólastigi

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum sóttist eftir stuðningi frá Vinnumálastofnun fyrir sumarstörfum fyrir námsmenn og fékk úthlutað fyrir tveimur störfum. Vinnumálastofnun stýrir átakinu varðandi sumarstörf námsmanna sem efnt er til í samvinnu við stofnanir ríkisins og sveitarfélög. Sveitarfélögin auglýsa þessi störf á sínum heimasíðum en störf hjá hinu opinbera verða auglýst og opnað fyrir umsóknir þann 26. […]

Áformaðar uppsagnir framlínufólks skammarlegar

BSRB mótmælir harðlega áformum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um að segja upp öllu starfsfólki í ræstingum á starfsstöð stofnunarinnar í Vestmannaeyjum. Stéttarfélögum hefur verið tilkynnt um að fyrirhugað sé að leggja niður starfsemi við ræstingar og fara í útboð á þjónustunni á næstu vikum. „Það er skammarleg ákvörðun að segja upp starfsfólki sem hefur lagt líf og […]

Fjölbreytt sumarstörf fyrir ungt fólk í Vestmannaeyjum

Töluverð umræða hefur verið um atvinnuleysi námsmanna og takmarkað framboð starfa fyrir þann hóp í sumar vegna áhrifa heimsfaraldursins á atvinnulífið. Liður í efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 er sérstakt átak til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, sem eiga takmarkaðan eða engan rétt til atvinnuleysisbóta og hafa stofnanir og sveitarfélög verið […]

Allir fá sumarvinnu hjá bænum

Veiruógnin var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu og viðbrögðum yfirvalda vegna útbreiðslu COVID19 í Vestmannaeyjum. Staðan í Vestmannaeyjum er sú að 105 smit hafa verið greind. Af þeim sem greinst hafa jákvæðir hafa allir náð bata. Ekkert nýtt smit hefur greinst síðan 20. apríl sl., sem eru góðar […]

Áformaðar uppsagnir við HSU

Einstaklingum sem starfa við ræstingar við Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum verður sagt upp störfum. Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafði þetta að segja þegar leitað var eftir svörum. „HSU er að leita leiða til hagræðinga í rekstri. Að okkar mati munu þær leiðir sem eru í skoðun ekki þurfa hafa  áhrif á starfsmöguleika í Vestmannaeyjum. […]

Mikil aðsókn í starf vinnslustjóra hjá VSV

Vinnslustöðin auglýsti starf vinnslustjóra í saltfisk um miðjan aprílmánuð. Tæplega 40 umsóknir bárust í starfið. Umsóknir bárust bæði frá Íslandi og Portúgal en auglýsingin var einnig birt í portúgölskum miðlum. “Á næstu dögum verður farið yfir umsóknir og í kjölfarið rætt við þá umsækjendur sem koma til greina. Ætlunin er að ráðningu verði lokið fyrir […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.