38 sóttu um stöðu framkvæmdastjóra Herjólfs

Alls sóttu 38 um stöðu framkvæmdastjóra Herjólfs. Stjórn vinnur nú við að fara yfir umsóknir og meta og mun það taka einhvern tíma. Það má þó búast við frekari fréttum í vikunni samkvæmt svari frá Arnari Péturssyni stjórnarformanni Herjólfs OHF til Eyjafrétta. Samkvæmt upplýsingalögum er stjórn heimilt að birta lista yfir umsækjendur en ekki skylt að gera það. Eyjafréttir […]

Hver verður næsti framkvæmdastjóri Herjólfs?

Á miðnætti rennur út umsóknarfrestur um stöðu framkvæmdastjóra Herjólfs. Nýr framkvæmdastjóri mun taka við af Guðbjarti Ellert Jónssyni sem lætur af störfum. Um er að ræða spennandi og mikilvægt starf yfir helsta hagsmunamáli íbúa í Vestmannaeyjum, rekstri samgangna. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Eyjafrétta er Grímur Gíslason fyrrverandi stjórnarformaður Herjólfs ohf. á meðal umsækjanda. En skemmst er […]

Ræstingar við HSU boðnar út

Ríkiskaup, fyrir hönd  Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, kt. 6708042750, óska eftir tilboðum í ræstingu á húsnæði stofnunarinnar í Vestmannaeyjum og Selfossi. Þannig hefst frétt á vefnum útboðsvefur.is. Þar kemur einnig fram að útboðið hafi verið auglýst í Stjórnartíðindum ESB. Eyjafréttir fjölluðu um þessi mál í vor fyrst um áformaðar uppsagnir ræstingarfólks og hörð viðbrögð bæjarráðs og verkalýðsfélaga. […]

Sjö en ekki sex

Greint var frá því á vef Stjórnarráðs Íslands í gær og Eyjafréttir fjölluðu um í kjölfarið að sex umsækjendur hefðu verið um stöðu Lögreglustjórans í Vestmannaeyjum. Fréttin hefur nú verið uppfærð á vef stjórnarráðsins með starfsheitum umsækjenda og einum umsækjanda verið bætt við. Sá er Sigurður Hólmar Kristjánsson, saksóknarfulltrúi þar sem hann vantaði í upphaflegu […]

Sex sóttu um embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum

Umsóknarfrestur um tvö embætti lögreglustjóra rann út 14. september. Umsækjendur um embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eru fimm talsins, en sex sóttu um embætti Lögreglustjórans í Vestmannaeyjum. Eftirtaldir sóttu um: Umsækjendur um embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum: Arndís Bára Ingimarsdóttir Daníel Johnson Grímur Hergeirsson Helgi Jensson Kristmundur Stefán Einarsson Logi Kjartansson Umsækjendur um embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum: […]

Vinnutímanefnd skipuð um styttingu vinnutíma

Styttingu vinnutíma var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni. Samið var um styttingu vinnutíma í nokkrum kjarasamningum launanefndar sveitarfélaga og einstakra stéttarfélaga við gerð nýlegra samninga. Skipaður hefur verið sérstakur innleiðingarhópur samningsaðila, þ.e. tveimur fulltrúum frá Kjarasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB, BHM og ASÍ, einum fulltrúa frá hverjum aðila, sem verður starfræktur á […]

Öllum sagt upp á Herjólfi

Rétt í þessu lauk starfsmannafundi hjá Herjólfi ohf. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta var þar tilkynnt um uppsögn allra starfsmanna félagsins. Þar kom einnig fram að allir starfsmenn hafa þriggja mánaðar uppsagnarfrest og verður þjónusta skipsins því óskert til 1. desember næstkomandi. Von er á tilkynningu frá félaginu um málið. Ekki náðist í Guðbjart Ellert Jónsson framkvæmdastjóra […]

Þóranna Halldórsdóttir ráðin forstöðumaður Heimaeyjar – vinnu- og hæfingarstöðvar

Vestmannaeyjabær hefur ráðið Þórönnu Halldórsdóttur í starf forstöðumanns Heimaeyjar – vinnu- og hæfingarstöð. Þóranna lauk MPM námi í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands árið 2010, BA gráðu í táknmálsfræði/táknmálstúlkun frá sama skóla árið 2007 og B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 2003.  Þóranna starfaði síðast sem ráðgjafi hjá VIRK. Áður vann hún um tíma […]

Embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum laust til umsóknar

Embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum var auglýst laust til umsóknar á vef stjórnarráðsins í gær. Þar kemur fram að lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum fer með stjórn lögregluliðs í sínu umdæmi. Hann annast daglega stjórn og rekstur lögreglunnar í umdæminu og ber ábyrgð á framkvæmd lögreglustarfa innan þess. Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 2. mgr. 28. gr. lögreglulaga nr. […]

Dregið hefur úr atvinnuleysi í Eyjum

Dregið hefur lítillega úr atvinnuleysi í Vestmannaeyjum í sumar eftir að það hafði aukist til muna á fyrri hluta þessa árs vegna kórónuveirufaraldursins. Í nýjustu tölum frá Vinnumálstofnun kemur fram að í lok júlí sl., hafi 94 verið á atvinnuleysisskrá og 22 á hlutabótaleiðinni. Í júlí sl., var 4,1% atvinnuleysi, en 4,3 % í júní. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.