Ríkiskaup, fyrir hönd Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, kt. 6708042750, óska eftir tilboðum í ræstingu á húsnæði stofnunarinnar í Vestmannaeyjum og Selfossi. Þannig hefst frétt á vefnum útboðsvefur.is. Þar kemur einnig fram að útboðið hafi verið auglýst í Stjórnartíðindum ESB. Eyjafréttir fjölluðu um þessi mál í vor fyrst um áformaðar uppsagnir ræstingarfólks og hörð viðbrögð bæjarráðs og verkalýðsfélaga. Þeim áformum var síðar slegið á frest en nú eru þrifin komin í útboð og því ljóst að breytingar verða á starfsmannahaldi.
Samkvæmt heimildum Eyjafrétta hefur ekkert verið rætt við starfsfólk sem starfar við ræstingar í Vestmannaeyjum af yfirstjórn stofnunarinnar frá því í vor. Komu þessar fréttir því flatt upp á starfsfólkið en 7-8 manns starfa við ræstingar á HSU í Vestmannaeyjum flestir í 80% starfi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst