Nefnd skipuð um viðburði á afmælisári eldsumbrota

Viðburðir árið 2023 í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá Eldgosinu á Heimaey og 60 ár frá Surtseyjargosinu voru til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Eins og fram hefur komið verður efnt til ýmissa viðburða í tengslum við að árið 2023 þegar 50 og 60 ár verða liðin frá eldsumbrotum á Heimaey […]
Herjólfsmál til umræðu

Lífleg umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í gær. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., kom á fund bæjarráðs og greindi frá stöðu félagsins. Meðal annars fór Hörður Orri yfir farþegafjölda og rekstur ársins 2021, rekstraráætlun fyrir árið 2022, rekstrarniðurstöðu janúarmánaðar 2022 og stöðuna á mönnun. Ánægjulegt er að bæta eigi úr upplýsingagjöf […]
Skora á þingmenn og ráðherra orkumála að breyta umgjörð um fjarvarmaveitur

Rafmagn til Vestmannaeyja, forgangsorka, varaafl og rafmagnsþörf var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni. Bæjarstjóri sendi erindi, f.h. bæjarráðs, til Landsnets, þar sem óskað var eftir færanlegu varaafli til Vestmannaeyja. Bæjarstjóri og lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum, sem formaður Almannavarnarnefndar, hafa fundað tvívegis með forstjóra Landsnets vegna málsins. Bæjarstjóri hefur fylgt eftir erindinu með þrýstingi á […]
Horfa þurfi til byggðasjónarmiða við menntun og mönnun starfsfólks

Umræða um heilbrigðismál fór fram á fundi bæjarráðs í vikunni. Bæjarráð ræddi fund með heilbrigðisráðherra, sem haldinn var 2. febrúar sl. Þar var farið yfir nokkur mál er snúa að aðstæðum og heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum, m.a. mikilvægi þess að sjúkraþyrluverkefnið komist á koppinn, að sjúkraflugi þurfi að sinna frá Vestmannaeyjum og rætt var um starfsemi […]
Kanna möguleika á að koma fyrir föstum dælubúnaði í hafnarmynni Landeyjahafnar

Staðan í Landeyjahöfn var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Bæjarráð ræddi fund bæjarfulltrúa með forsvarsfólki Vegagerðarinnar um stöðu Landeyjahafnar, sem var haldinn þann 10. febrúar sl. Rætt var um dýpkunina, útboð á dýpkun í vor og úttekt á höfninni sem þarf að ljúka sem fyrst. Þá var upplýst um að Vegagerðin vinni áfram […]
Framkvæmdir á skiptingu Hraunbúða milli hjúkrunarheimilis og dagdvalarþjónustu

Málefni Hraunbúða voru til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs greindi frá fyrirhuguðum framkvæmdum við skiptingu Hraunbúða milli hjúkrunarheimilis, sem HSU annast rekstur á, og dagdvalarþjónustu, þ.m.t. sértæku dagdvöl, sem Vestmannaeyjabær annast rekstur á. Viðræður milli HSU og Vestmannaeyjabæjar um framkvæmdirnar átti sér stað í síðustu viku og voru báðir aðilar […]
Mikilvægi að vinna málið áfram með hagsmuni félagsins, starfsfólks og samfélagsins að leiðarljósi

Stjórn Herjólfs ohf. og framkvæmdarstjóri komu á fund bæjarráðs og fóru yfir málefni félagsins og stöðu réttindamáls, að því marki er hægt var að veita upplýsingar um það mál. Allir bæjarfulltrúar fengu boð á fundinn með fulltrúum Herjólfs ohf. Bæjarstjórn skipar stjórn Herjólfs ohf. Samkvæmt hlutafélagalögum og samþykkt Herjólfs ohf., fer stjórn félagsins með æðsta […]
Sjúkraflug á landinu undir fordæmalausu álagi

Umræða um heilbrigðismál fór fram á fundi bæjarráðs í síðustu viku þegar rædd var staðan á HSU í Vestmannaeyjum. Davíð Egilsson, yfirlæknir heilsugæslunnar í Vestmannaeyjum, kom á fund bæjarráðs og fór yfir stöðu læknamönnunar á Heilsugæslunni í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri hefur, f.h. Vestmannaeyjabæjar, óskað eftir fundi með nýju heilbrigðisráðherra, til þess að ræða stöðu og starfsemi […]
Samþykktu drög að leigusamningi um Hraunbúðir

Málefni Hraunbúða voru til umræðu á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Lögð voru fram drög að leigusamningi milli Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Vestmannaeyjabæjar um leiguskilmála og leiguverð á Hraunbúðum. Stir hefur staðið um þessi mál eins og sjá má í meðfylgjandi fréttum hér að neðan. Gert er ráð fyrir að Vestmannaeyjabær nýti hluta aðstöðunnar undir dagdvöl […]
Vilja færanlegra varaaflsstöðva til Vestmannaeyja

Rafmagn til Vestmannaeyja, forgangsorka, varaafl og rafmagnsþörf voru til umræðu á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Fram kom að bæjarstjóri fundaði með ráðherra orkumála þann 6. janúar sl. Á fundinum fór bæjarstjóri yfir stöðuna á rafmagnsþörf, forgangsorku, varaafli, flutningskerfi, gjaldtöku og þörf með tillit til orkuskipta. Þá hefur bæjarstjóri óskað eftir því við 1. þingmann […]