Sjúkraflug undir fordæmalausu álagi

Staðan á HSU í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Davíð Egilsson, yfirlæknir heilsugæslunnar í Vestmannaeyjum, kom á fund bæjarráðs og fór yfir stöðu læknamönnunar á Heilsugæslunni í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri hefur, f.h. Vestmannaeyjabæjar, óskað eftir fundi með nýju heilbrigðisráðherra, til þess að ræða stöðu og starfsemi HSU í Vestmannaeyjum, stöðu sjúkraflugs og […]
Slakar flugsamgöngur og illa búið dýpkunarskip

Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í gær en þar kom fram að flugfélagið Ernir hóf áætlanaflug til og frá Vestmannaeyjum þann 23. desember sl., að undangenginni verðkönnun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Flugið er starfrækt með sérstöku framlagi frá samgönguráðuneytinu vegna Covid. Dýpi í Landeyjahöfn hefur versnað og verður dýpkað þegar aðstæður leyfa. Bæjarstjóri […]
Staðan á nýbyggingu við Hamarsskóla

Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, kynnti á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið stöðu mála er varðar nýbyggingu við Hamarsskóla og hlutverk byggingarnefndar fyrir bæjarráði. Búið er að vinna að þarfagreininingu og er unnið að undirbúningi forhönnunar. Hallur Kristvinsson arkitekt hefur sent drög að húsrýmisáætlun sem verið er að vinna. Að lokinni forhönnun er […]
Ótækt að keyra þurfi fiskimjölsverksmiðjur á olíu

Rafmagnsrof yfir loðnuvertíð var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Á dögunum barst tilkynning frá Landsvirkjun þar sem tilkynnt er að skerða þurfi framboð á rafmagni til ákveðinna fyrirtækja í vetur. Þetta þýðir að fiskimjölsverksmiðjur um allt land þurfi að keyra á olíu á komandi loðnuvertið. Bæjarráð Vestmannaeyja sendi frá sér eftirfarandi […]
Bæjarráð lýsir miklum vonbrigðum með verðhækkanir á póstsendingum

Bæjarráð ræddi tilkynningu Íslandspósts á fundi sínum í vikunni um verðhækkanir á pökkum innanlands og fjölpósti. Bæjarráð lýsir miklum vonbrigðum með breytingar á lögum sem hafa leitt af sér verðhækkanir á póstsendingum Íslandspósts á landsbyggðina. Um er að ræða ígildi landsbyggðaskatts sem mismunar notendum þjónustunnar eftir búsetu. Bæjarráð skorar á Alþingi og ríkisstjórn að búa […]
Skipa öryggisverði og öryggisstjórn

Öryggismál Vestmannaeyjabæjar voru til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni. Framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs lagði fram minnisblað um vinnuverndarstarf innan Vestmannaeyjabæjar. Í minnisblaðinu er lagt til að skipaðir verði þrír öryggisverðir, sem saman mynda öryggisstjórn. Jafnframt er lagt til að hver vinnustaður kjósi sér 1-2 öryggistrúnaðarmenn, eftir stærð stofnana og að öryggisstjórnin verði í reglulegum […]
Óbreytt Goslokanefnd

Bæjarráð skipar þau Ernu Georgsdóttur, Grétar Þór Eyþórsson, Sigurhönnu Friðþórsdóttur og Þórarinn Ólason í Goslokanefnd fyrir árið 2022. Með nefndinni starfa Jóhann Jónsson, forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar og Þórhildur Örlygsdóttir, sérfræðingur á stjórnsýslu- og fjármálasviði. Um er að ræða sömu einstaklinga og skipuðu Goslokanefnd fyrir árin 2020 og 2021. (meira…)
32 styrkumsóknir bárust í “viltu hafa áhrif”

Fyrr á árinu auglýsti Vestmannaeyjabær eftir ábendingum, tillögum og styrkumsóknum undir heitinu Viltu hafa áhrif 2022? Markmiðið með þessu er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum með því að gefa fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að hafa áhrif á bæinn sinn í gegnum fjárhagsáætlun næsta árs. Fjölmargar góðar ábendingar hafa borist í gegnum […]
Stofna einkahlutafélag um ljósleiðaravæðingu í þéttbýli

Ljósleiðaramál í Vestmannaeyjum voru til umræðu í vikunni. Lögð voru fram drög að gjaldskrá fyrir notkun ljósleiðara í dreifbýli sem bæjarráð þarf að samþykkja. Jafnframt ræddi bæjarráð stofnun einkahlutafélags um ljósleiðaravæðingu í þéttbýli og þau hagnýtu atriði sem þurfa að liggja fyrir við stofnsetningu slíks félags, þ.e. að skipa stjórn félagsins, framkvæmdastjóra, ákveða heiti þess, […]
Gera verðkönnun á lágmarksflugsamgöngum til Vestmannaeyja

Eins og vitað er hafa flugsamgöngur til og frá Vestmannaeyjum legið niðri síðan Icelandair hætti áætlunarflugi í sumar. Síðan þá hefur Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, verið í reglulegum samskiptum við samgönguráðherra og fulltrúa Vegagerðarinnar um nauðsyn þess að hefja að nýju flugsamgöngur til og frá Vestmannaeyjum og ráðuneytið og stofnunin sýnt því skilning. Bæjarráð hefur jafnframt […]