Óeining um álagningu fasteignaskatts

Lögð var fyrir á fundi bæjarráðs á miðvikudag gjaldskrá vegna álagningar fasteignaskatts, holræsagjalds, sorpeyðingar- og sorphreinsunargjöld fyrir árið 2021. Sömuleiðis voru lagðar fram reglur um afslátt af fasteignagjöldum hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum með lögheimili í Vestmannaeyjum. Gert er ráð fyrir óbreyttu fyrirkomulagi milli ára. Bæjarráð samþykkir óbreytt fyrirkomulag afsláttarkjara til handa elli- og örorkulífeyrisþegum […]

Fjórtán fengu úthlutun úr viðspyrnusjóði

Vestmannaeyjabær auglýsti á dögunum eftir umsóknum um styrki úr viðspyrnusjóði sem settur var á laggirnar í byrjun desember, fyrir fyrirtæki í Vestmannaeyjum, til þess að bregðast við þeim óvæntu og sérstöku aðstæðum sem skapast hafa vegna heimsfaraldurs Covid-19. Alls eru veittar 5 m.kr. úr sjóðnum fyrir árið 2020. Við úthlutun var lögð áhersla á fyrirtæki […]

Fleiri þættir en staðbundið ástand eru metnir í litaviðvörunarkerfinu

Litaviðvörunarkerfi sem almannavarnir kynntu á dögunum var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni. Samkvæmt kerfinu er allt landið merkt rautt, þ.e. neyðarstig. Bæjarstjóri hefur verið í samskiptum við almannavarnir um stöðuna í Vestmannaeyjum og hvort litaviðvörunarkerfið taki mið af því að ekki hafa komið upp smit í Vestmannaeyjum í langan tíma. Almannavarnir hafa svarað […]

Viðbragða ráðherra um flugsamgöngur að vænta á næstu dögum

Bæjarstjóri greindi frá erindi til samgönguráðherra á fundi bæjarráðs í vikunni. Þar sem þess er farið á leit að ráðherra beiti sér fyrir nauðsynlegu fjármagni úr ríkissjóði til þess að halda uppi reglulegum flugsamgöngum milli lands og Eyja þar til flugfélögin sjá sér fært að hefja áætlunarflug á markaðslegum forsendum. Jafnframt greindi bæjarstjóri frá fundi […]

Viska gerir tilboð í Hvíta húsið

Bæjarráð tók á fundi sínum í vikunni fyrir tilboð um kaup á hluta Vestmannaeyjabæjar á 2. og 3. hæðum eignarinnar að Strandvegi 50 (Hvíta húsinu). Húsið hefur lengi verið til sölu og fáir sýnt því áhuga. Vestmannaeyjabær á að fullu 1. hæð hússins þar sem nú er rekin félagsmiðstöð fyrir unglinga. Að auki á Vestmannaeyjabær […]

Bæjarráð skorar á Reykjavíkurborg

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Fram hefur komið að Reykjavíkurborg hafi krafið Jöfnunarsjóð sveitarfélaga um 8,7 milljarða króna fyrir meint vangoldin framlög úr sjóðnum og ætli að halda þeirri kröfu til streitu, þrátt fyrir að ríkið hafi hafnað henni. Ljóst er að muni krafan ná fram að ganga munu sveitarfélögin […]

ÍBV fær 20 milljónir og Golfklúbburinn fimm

Bæjarráð tók á fundi sínum í morgunn fyrir erindi formanns og framkvæmdastjóra ÍBV-íþróttafélags um viðbótarfjárveitingu frá Vestmannaeyjabæ vegna tekjufalls félagsins af völdum Covid-19 sem nemur tugum milljóna króna. Um er að ræða beiðni um 20 m.kr. fjárstyrk fyrir árið 2020. Vegna samkomutakmarkana stjórnvalda hefur ÍBV orðið af bróðurparti tekna sinna á þessu ári. Félagið reiðir […]

Fimm milljónir í viðspyrnusjóð

Framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs kynnti drög að fyrirkomulagi og reglum um sérstakan viðspyrnusjóð fyrir fyrirtæki vegna Covid-19 á fundi bæjarráðs í morgun. Samkvæmt drögunum er gert ráð fyrir að settur verði á laggirnar viðspyrnusjóður fyrir fyrirtæki, með áherslu á fyrirtæki í ferðaþjónustu, með heilsársstarfsemi, sem nýtur framlaga frá Vestmannaeyjabæ um allt að 5 m.kr. á […]

Starfsmenn fá 4.500 króna árshátíðarglaðning

Bæjarstjóri greindi frá því á fundi bæjarráðs í síðustu viku að hætt hefði verið við að halda árshátíð starfsfólks Vestmannaeyjabæjar á þessu ári. Þess í stað hefur forstöðumönnum stofnana bæjarins verið veitt heimild til að veita starfsmönnum eins konar árshátíðarglaðning að fjárhæð 4.500 kr. fyrir hvern starfsmann. (meira…)

Upplýst verður um styrkveitingar í “Viltu hafa áhrif” 3. desember

Fyrr á þessu ári auglýsti Vestmannaeyjabær eftir ábendingum, tillögum og styrkumsóknum undir heitinu Viltu hafa áhrif 2021? Markmiðið með þessu er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum með því að gefa fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að hafa áhrif á bæinn sinn í gegnum fjárhagsáætlun næsta árs. Fjölmargar góðar ábendingar hafa borist í […]