Samið um rekstur Hraunbúða til 1. apríl

Á fundi bæjarráðs á þriðjudag greindi bæjarstjóri frá fundum með Maríu Heimisdóttur, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands um framhald reksturs Hraunbúða. Lagt er til við bæjarstjórn að Vestmannaeyjabær reki Hraunbúðir áfram til a.m.k. 1. apríl á næsta ári. Með því er verið að freista þess að starfshópur heilbrigðisráðherra um fjármál dvalar- og hjúkrunarheimila hafi lokið greiningu á […]
Áfram fundað um Hraunbúðir

Bæjarstjóri greindi á fundi bæjarráðs í vikunni frá fundum milli Vestmannaeyjabæjar og Sjúkratrygginga Íslands um uppsögn á samningi aðila um rekstur dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hraunbúða í Vestmannaeyjum. Ekki er hægt að greina frá innihaldi viðræðnanna við Sjúkratryggingar Íslands að svo stöddu, en upplýst verður um málið þegar niðurstaða liggur fyrir. Bæjarráð þakkaði upplýsingarnar og fól […]
KPMG sér um endurskoðun og uppgjör Vestmannaeyjabæjar

Vestmannaeyjabær auglýsti á dögunum eftir verðtilboði í endurskoðun og uppgjör bæjarins til þriggja ára, 2020 til og með 2022. Samkvæmt innkaupareglum Vestmannaeyjabæjar ber að auglýsa eftir verðtilboðum í þjónustu frá þremur aðilum, að jafnaði, þegar áætlaður heildarkostnaður er á bilinu 1 og 15 m.kr. Alls bárust þrjú tilboð í þjónustuna. Þau voru frá Deilotte, KPMG […]
Sækja um fresti við framlagningu og afgreiðslu fjárhagsáætlunar

Samkvæmt sveitarstjórnarlögum ber bæjarráði eða bæjarstjóra að leggja fram tillögu um fjárhagsáætlun næsta árs eigi síðar en 1. nóvember. Bæjarráð fjallaði um málið á fundi sínum í gær. Bæjarstjórn ber að fjalla um fjárhagsáætlunina á tveimur fundum sem fram skulu fara með minnst tveggja vikna millibili og að lokinni umræðu skal afgreiða fjárhagsáætlunina eigi síðar […]
Mikilvægt að niðurstaða verði ljós á næstu dögum

Samningaviðræður milli Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs standa enn yfir en málið var til umræðu á fundi Bæjarráðs í gær. Mikilvægt er að niðurstaða þeirra viðræðna verði ljós á allra næstu dögum sérstaklega í ljósi þess að búið er að segja öllum upp störfum hjá útgerðinni sem rekur skipið og taka þær uppsagnir gildi […]
Lykilatriði að tryggja ferðatíðni og opnunartíma þjóðvegarins

Bæjarráð hélt í gær aukafund til þess að ræða stöðu samningaviðræðna við Vegagerðina um rekstur Herjólfs ohf. Á fundinn mættu fulltrúar samningnefndar Herjólfs, þeir Arnar Pétursson, Guðlaugur Friðþórsson og Páll Guðmundsson, ásamt framkvæmdastjóra Herjólfs, Guðbjarti Ellerti Jónssyni. Jafnframt komu á fundinn bæjarfulltrúarnir Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Trausti Hjaltason. Haldnir hafa verið fimm fundir í samninganefndinni. […]
Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja verður áfram í Hvíta húsinu

Á fundi bæjarráðs í síðustu viku voru lögð voru fram drög að leigusamningi húsfélagsins SHIVE, sem starfrækt er um fasteignina að Strandvegi 50, og Þekkingarseturs Vestmannaeyja, sem framleigir 2. og 3. hæð hússins til Lista- og menningarfélags Vestmannaeyja. Haustið 2019 var gerður leigusamningur við Lista- og menningarfélagið til eins árs. Samningur þessi gildir frá 1. […]
Markaðsátaki ætlað að ná til stærri markhóps til lengri tíma

Fulltrúar Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja komu á fund bæjarráðs í síðustu viku til þess að fara yfir stöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu og nýtt markaðsátak um Vestmannaeyjar, sem ætlað er að ná til stærri markhóps og til lengri tíma en áður. Lögð var fram til upplýsinga skýrsla Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga um hagtölur um atvinnulíf á Suðurlandi með sérstakri […]
Ekki þarf að skerða þjónustu eða draga úr framkvæmdum

Lagt var fram á fundi bæjarráðs í síðustu viku yfirlit um 8 mánaða fjárhagsstöðu bæjarjóðs. Í ljósi Covid-19, skerðingu á tekjum (svo sem hafnargjöldum og framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga) og aðgerða bæjarins til þess að bregðast við atvinnuástandi og verkefnastöðu fyrirtækja, sérstaklega í vor og sumar, hefur fjárhagsstaða bæjarins þyngst. Bæjarsjóður stendur hins vegar á […]
Óskuðu eftir reglulegum fundum með HSU

Umræða um heilbrigðismál fór fram á fundi bæjarráðs á þriðjudag. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) og framkvæmdastjórn stofnunarinnar kom á fund bæjarráðs til þess að fara yfir stöðu mála á stofnuninni. Bæjarráð þakkaði forstjóra og framkvæmdastjórn fyrir veittar upplýsingarnar og óskaði eftir að fundað verði með reglubundnum hætti í framtíðinni. Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess […]