Fjárhagsstaða Herjólfs ohf. mjög erfið

Stjórnarformaður og framkvæmdarstjóri Herjólfs ohf. komu á fund bæjarráðs í gær og ræddu m.a. samstarf og þjónustusamning við Vegagerðina, samningaviðræður við Sjómannafélag Íslands, framtíðarhorfur og rekstrarstöðu félagsins. Ef marka má niðurstöðu fundargerðar bæjarráðs er staða félagsins ekki góð. „Bæjarráð þakkar greinargóðar upplýsingar og leggur áherslu á að unnið verði að krafti næstu vikurnar við að […]

Fjárveiting úr Jöfnunarsjóði skert um 137 milljónir

Sveitastjórar á suðurlandi funduðu með ríkisstjórn Íslands síðastliðinn þriðjudag, 18. ágúst. Tilefni fundarins var starfsemi sveitarfélagana á tíkum Covid-19. Helstu niðurstöður fundarins voru kynntar á fundi bæjarráðs í gær. “Fram kom í máli ráðherra að skilningur sé á misgóðri fjárhagsstöðu sveitarfélaganna í ljósi áhrifa af Covid-19 á fjárhagsafkomu og atvinnu, en mikilvægt sé að sveitarstjórnir […]

Engir styrktartónleikar og lokaður Herjólfsdalur skilyrði brennunnar

Fundur var haldinn í bæjarráði núna kl. 13.00 vegna hertra reglna um samkomutakmarkanir og nálægðarmörk sem kynnt voru í morgun. Kom bæjarráð saman til þess að ræða leyfisveitingar og samkomur í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. „Nú er ljóst að töluverð fjölgun hefur orðið á innanlandssmitum af völdum kórónuveirunnar undanfarna örfáa daga og stjórnvöld tekið ákvörðun um […]

Áhugi fyrir Rannsóknarsetri í Eyjum

Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð í vikunni um sameiginlegt minnisblað hennar, rektors Háskóla Íslands og forstöðumanns Stofnunar Rannsóknarsetra Háskóla Íslands til mennta- og menningarmálaráðherra, um að stofnað verði aftur Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. Mikill áhugi er hjá Háskóla Íslands og bæjaryfirvöldum að starfrækja slíkt setur í Vestmannaeyjum og byggja þannig upp fjölbreyttara atvinnulíf og efla rannsóknar- […]

Sæstrengurinn kominn á tíma

Lögð var fyrir bæjarráð í gær til upplýsingar verkefnis- og matslýsing kerfisáætlunar Landsnets fyrir árin 2020-2029. Bæjarráð felur bæjarstjóra og framkvæmdastjóra umhverfis- og skipulagssviðs að útbúa umsögn sem byggð er á umræðum bæjarráðs um málið á þá leið að Landsnet flýti áformum sínum þannig að Vestmannaeyjar komist í N-1 afhendingu á raforku. Það verði gert […]

Bæjarráð harmar truflanir á siglingum Herjólfs

Einungis eitt mál var á dagskrá á fundi bæjarráðs í gær en það var umræða um samgöngumál. Arnar Pétursson stjórnarformaður og Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. upplýstu bæjarráð um þá stöðu sem komin er upp vegna vinnustöðvunar undirmanna á Herjólfi. Í niðurstöðu ráðsins segir “bæjarráð harmar að þessi vinnudeila leiði til þess að truflanir […]

Hundrað og einn á atvinnuleysisskrá

Staðan á vinnumarkaði Í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Fram kemur í fundargerð að atvinnuleysi hefur aukist í Vestmannaeyjum eins og annars staðar vegna faraldursins. Í tölum frá Vinnumálstofnun kemur fram að í lok maí hafi 101 verið á atvinnuleysisskrá og 126 á hlutabótaleiðinni. Í apríl var 11,5% atvinnuleysi, en 6,6 […]

Faraldurinn hefur valdið tekjuskerðingu og aukið útgjöld

Lagt var fram minnisblað um helstu breytingar á fjárhagsstöðu bæjarsjóðs vegna Covid-19 faraldursins á fundi bæjarráðs í gær. Efnahagsleg áhrif af Covid-19 faraldrinum hafa haft töluvert að segja um fjárhag sveitarfélaga. Misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu mikið tekjur hafa skerst og virðast þau sveitarfélög sem byggja hvað mesta afkomu af ferðaþjónustu hafa orðið verst úti. […]

Hætta við kvöldskemtun á Stakkagerðistúni vegna smithættu

Fyrirkomulag bæjarhátíða og viðburða í Eyjum var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Í sumar er búið að halda flesta þá viðburði sem haldnir hafa verið undanfarin ár. Sjómannadagsráð hélt sjómanndagshelgina hátíðlega, en með breyttu sniði þó. Haldin var hátíð vegna Þjóðhátíðardagsins, 17. júní og einnig hefur ÍBV Íþróttafélag haldið bæði TM mótið (pæjumót) […]

Misvísandi upplýsingar

Kynnt voru fyrir bæjarráði á fundi ráðsins í gær drög að kaupsamningi um kaup Vestmannaeyjabær á hluta húseignar Íslandsbanka við Kirkjuveg 23. Kaupsamningurinn er í samræmi við kauptilboðið sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 11. júní sl. Kaupsamningurinn verður undirritaður síðar í vikunni. Ekki liggur fyrir sundurliðað verðmat Fulltrúi D lista bókaði við þessa afgreiðslu. […]