Spá 12% atvinnuleysi í apríl

DSC 5950

Staða atvinnumála í Vestmannaeyjum var rædd á fundi bæjarráðs í síðustu viku. En atvinnumál eru meðal verkefna sem viðbragðsstjórn bæjarins hefur einbeitt sér að undanfarna daga og vikur. Mikilvægt er að Vestmannaeyjabær hafi góða yfirsýn yfir stöðu atvinnumála í Vestmannaeyjum og fylgist með þróuninni. Fljótlega eftir að veirunnar varð vart í Vestmannaeyjum var leitað til […]

Sóttkví og tíðarfar seinkar íbúðum fyrir fatlaða

Á fundi bæjarráðs í gær fór bæjarstjóri yfir bréf Magnúsar Sigurðssonar, f.h. Steina og Olla um stöðu framkvæmda við byggingu íbúða fyrir fatlaða við Strandveg 26. Vegna tíðarfars í vetur hefur uppsteypu hússins seinkað og vegna sóttkvíar starfsfólks fyrirtækisins í vor er ljóst að enn frekari seinkun verður á afhendingu hússins sem átti að afhendast […]

Varaafl í Vestmannaeyjum stendur til bóta

Bæjarráð fundaði í hádeginu í gær þar sem meðal annars var til umræðu úrbætur á varaafli í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri gerði grein fyrir svarbréfi sem henni barst frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra við bréfi bæjarstjóra um nauðsyn á úrbótum á varaafli í Vestmannaeyjum, þar sem m.a. kom fram að úrbóta er þörf ef ekki eigi að skapast […]

Fasteignagjöldum frestað og framkvæmdum flýtt

Á fundi bæjarráðs í gær, fimmtudag, voru meðal annars ræddar þær efnahagsaðgerðir ríkistjórnarinnar sem snúa að sveitarfélögum. Ljóst er að stjórnvöld og aðrir opinberir aðilar þurfa að koma myndarlega að hvers konar tilslökunum, aðgerðum og framkvæmdum meðan veiran gengur yfir. Þar eru sveitarfélög hvött til að samþykkja tilslakanir gjalda á íbúa og fyrirtæki og beita […]

Viðbrögð vegna veiruógnunar

Bæjarráð fundaði í hádeginu í dag þar sem bæjarstjóri greindi frá stöðu, stjórnskipulagi og viðbrögðum yfirvalda í Vestmannaeyjum vegna útbreiðslu COVID-19 í sveitarfélaginu. Fyrsta staðfesta smitið greindist 15. mars sl. og hefur í kjölfarið verið gripið til margvíslegra aðgerða til að sporna við útbreiðslu, vernda íbúa og stuðla eftir fremsta megni að því að heilbrigðiskerfið […]

Samband íslenskra sveitarfélaga vinnur leiðbeiningar vegna COVID-19

Bæjarráð ræddi á fundi sínum í gær áhrif heimsfaraldurs Covid-19 á samfélagið í Vestmannaeyjum, bæði á mannlíf og atvinnulíf. Ljóst er að ýmsar afleiðingar eiga eftir að koma fram og fyrirséð að þær munu hafa áhrif bæði á einstaklinga og fyrirtæki. Nú þegar ríkisstjórnin hefur undirbúið aðgerðir sem miða að því að draga úr efnahagslegum […]

Tillögurnar ekki til bóta fyrir Vestmannaeyjar

Bæjarráð ræddi á fundi sínum í gær úthlutað aflamarki til sérstakra aðgerða í fiskveiðistjórnunarkerfi Íslands. Er aflamarkið, sem er 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund, dregið af leyfilegum heildarafla til að mæta áföllum, til stuðnings byggðalögum, línuívilnunar, strandveiða, rækju- og skelbóta, frístundaveiðar og til annarra tímabundinna ráðstafana til að auka byggðafestu. Á síðasta ári var […]

Óheimilt að funda öðruvísi en í fjarfundabúnaði

Bæjarráð fundaði í hádeginu í dag og voru viðbrögð vegna veiruógnunar fyrsta mál á dagskrá. Bæjarstjóri fór yfir viðbrögð bæjarins við Covid-19 faraldrinum. Bæjaryfirvöld vinna í nánu samráði við Almannavarnarnefnd og sóttvarnalækni umdæmisins. Allar aðgerðir bæjarins taka mið af tilmælum þessara embætta. Útbúin hefur verið sérstök viðbragðsáætlun Vestmannaeyjabæjar og viðbragðsáætlanir nokkurra stofnana sem lagðar voru […]

Mikilvægt að landsmenn allir komi að framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar

Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði í gær en til umræðu var meðal annars beiðni Alþingis um umsagnir um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Frestur til að senda inn umsagnir er til 19. mars 2020. Bæjarráð fagnaði þingsályktunartillögu um atkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri og telur mikilvægt að landsmenn allir geti sagt hug sinn […]

Bærinn hefur greitt 566 milljónir með rekstri hraunbúða

Málefni Hraunbúða voru rædd á fundi bæjarráðs í gær. Undanfarin ár hefur Vestmannaeyjabær lagt töluvert fé til reksturs Hraunbúða, dvalar- og hjúkrunarheimili, þrátt fyrir að ríkinu beri að fjármagna þann rekstur á fjárlögum. Framlög Vestmannaeyjabæjar til rekstursins hafa aukist frá ári til árs án þess að bærinn geti haft þar áhrif á. Í lok árs […]