Goslokanefnd 2020

Bæjarráð skipaði í gær í þau Ernu Georgsdóttur, Grétar Þór Eyþórsson, Sigurhönnu Friðþórsdóttur og Þórarinn Ólason í Goslokanefnd fyrir árið 2020. Með nefndinni starfar Jóhann Jónsson, forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar. (meira…)

“Sumar” lokanir á HSU – nánar í nýjasta tölublaði Eyjafrétta

Staða HSU í Vestmannaeyjum var rædd á fundi bæjarráðs í gær. Meðal annars voru ræddar sumarlokanir sem enn eru í gangi. Díana Óskarsdóttir forstjóri HSU var á fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Niðurstaða bæjarráðs var eftirfarandi. “Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að þau rými sem eru á sjúkradeild HSU séu opin. Sumarlokanir eru enn í gangi hjá […]

Verkefnastjórn vegna viðbyggingar við Hamarsskóla

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 23. janúar sl. að bæjarráð tæki að sér verkefni bygginganefndar vegna undirbúnings og framkvæmda við viðbyggingu Hamarsskóla. Byggingarnefndin hefur loka ákvörðunarvald varðandi verkefnið. Bæjarráð telur mikilvægt að sett verði saman verkefnastjórn sem heldur reglulega fundi og hefur ákvörðunarvald um framkvæmd verkefnisins, yfirfer stöðuskýrslur frá eftirlitsaðila, fær tilkynningar um frávik í […]

Tapaðar launatekjur í Vestmannaeyjum 1000 milljónir

Bæjarstjóri kynnti á fundir bæjarráðs í gær greininguna Loðnubrestur 2019 / Staða, áhrif og afleiðingar fyrir Vestmannaeyjar. Vestmannaeyjabær og hagaðilar héldu íbúafund 26. mars eftir að ljóst var að loðnubrestur yrði vertíðina 2019. Á fundinum kom fram að miklvægt er að hafa í hendi raunveruleg gögn og greiningar um samfélagsleg áhrif loðnubrestsins á Vestmannaeyjar. Til […]

Vestmannaeyjabær hugar að áframhaldandi rekstri Herjólfs

Bjarráð fundaði í hádeginu í dag og eins og svo oft áður voru samgöngumál til umræðu. Bæjarstjóri kynnti nýjan samning um dýpkun í Landeyjahöfn. Hefur Vegagerðin samið við danska dýpkunarfyrirtækið Rohde Nielsen A/S um dýpkun frá 15. febrúar og út mars. Samningurinn gildir þar til umsamin vordýpkun tekur við. Rohde Nielsen A/S mun nota dýpkunarskipið […]

Bærinn framlengir við Markaðsstofu Suðurlands

Bæjarráð fundaði í vikunni en það var meðal annars til umræðu þjónustusamningur milli Vestmannaeyjabæjar og Markaðsstofu Suðurlands um tiltekna þjónustu á sviði markaðs- og ferðamála en samningurinn rann út um síðustu áramót. Bæjarráð hefur ákveðið að framlengja samstarfssamninginn um eitt ár. Með því mun Markaðsstofan halda áfram að annast markaðsstarf með sérstaka áherslu á fjölgun […]

Gaf ekki grænt ljós á Græna ljósið

Á fundi bæjarráðs í gær var tekist á um vinnubrögð í tengslum við kaup á raforku hjá sveitarfélaginu. Málið var kynnt á fundinum. Nýverið ákvað Vestmannaeyjabær að leita eftir verðtilboðum í raforkukaup og fékk tilboð send frá nokkrum söluaðilum. Eftir mat á tilboðum var ákveðið að taka tilboði Orkusölunnar ehf. Samningur Vestmannaeyjabæjar og Orkusölunnar var […]

Viðbótarkojur frestast enn

Bæjarráð fundaði í hádeginu í dag og til umræðu voru samgöngumál í fundargerðinni kemur fram samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verða frekari tafir verða á afhendingu og uppsetningu þeirrar viðbótarsvefnrýma sem koma á fyrir um borð í skipinu þar sem framleiðandi þeirra er á eftir áætlun með framleiðsluna. Stefnt er að uppsetningu á síðari hluta febrúarmánaðar. […]

Framtíðarskipan 3. hæðar í Fiskiðjuhúsinu

Setrid

Framtíðarskipan 3. hæðarinnar í fiskiðjunni var til umræðu á fundi bæjarráðs í hádeginu. En bæjarstjórn Vestmannaeyja ákvað á fundi sínum þann 31. október sl., að fela bæjarráði að skipa starfshóp með það hlutverk að kanna grundvöll fyrir klasa- og sprotastarfsemi á 3. hæð Fiskiðjuhússins í samráði við Þekkingarsetur Vestmannaeyja, fyrirtæki og hagsmunaaðila. Á sama fundi […]

Seinagangur Isavia veldur truflun á flugsamgöngum

Bæjarráð fundaði í hádeginu í dag og til umræðu voru samgöngumál í fundargerðinni kemur fram að þrjú ár séu síðan hindrunarljósið á Heimakletti bilaði. Vestmannayjabær er löngu búinn að veita Isavia leyfi fyrir nýju ljósi á klettinum og enn er beðið eftir að Isavia komi fyrir nýju ljósi til að koma í veg fyrir truflun […]