Framtíðarskipan 3. hæðarinnar í fiskiðjunni var til umræðu á fundi bæjarráðs í hádeginu. En bæjarstjórn Vestmannaeyja ákvað á fundi sínum þann 31. október sl., að fela bæjarráði að skipa starfshóp með það hlutverk að kanna grundvöll fyrir klasa- og sprotastarfsemi á 3. hæð Fiskiðjuhússins í samráði við Þekkingarsetur Vestmannaeyja, fyrirtæki og hagsmunaaðila. Á sama fundi var ákveðið að flytja hluta af starfsemi bæjarskrifstofanna í gamla Ráðhúsið og því ljóst að ekki verður af starfsemi bæjarskrifstofanna í Fiskiðjuhúsinu. Umrætt húsnæði telur um 1.050 fermetra.
Bæjarráð Vestmannaeyja ákvað á fundi sínum þann 17. desember sl., að kanna áhuga og möguleika eftirfarandi fimm einstaklinga, sem farsæla reynslu hafa af nýsköpunar-, tækni- og frumkvöðlastarfsemi, til þess að skipa umræddan starfshóp, þ.e. þeirra:
– Ásgeirs Jónssonar, aðjúnkt og umsjónarm. náms í haftengdri nýsköpun við HR,
– Frosta Gíslasonar, verkefnastjóra hjá Nýsköpunarmiðstöð og umsj.m. Fab lab í Vestmannaeyjum
– Hólmfríðar Sveinsdóttur, verkefnisstjóra hjá Genis (Benecta) og fyrrv. fr.kv.stj. Iceprotein og Protis
– Tryggva Hjaltasonar, verkefnastjóra hjá CCP og form. Hugverkaráðs SI og
– Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, frumkvöðul og ráðgjafa, sem stofnaði Tröppu þjónustu og Kara Connect
Allir umræddir einstaklingar hafa fallist á beiðni Vestmannaeyjabæjar um þátttöku í starfshópnum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst