Jóna Sigríður formaður Náttúrustofu Suðurlands

Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 42. gr. bæjarmálasamþykktar Vestmannaeyjabæjar var meðal dagskrárliða á fundi bæjarstórnar í síðustu viku. Samkvæmt 7. tl. C-liðar 42. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, kýs bæjarstjórn aðal- og varafulltrúa stjórnar Náttúrustofu Suðurlands og skipar formann stjórnarinnar sbr. 12. gr. laga nr. 60/1992. Gerðar eru þær breytingar […]

Samningaviðræður á lokametrunum

Á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku var gerð grein fyrir fundi sem bæjarráð átti ásamt bæjarfulltrúum með samninganefnd Vestmannaeyjabæjar um rekstur Herjólfs. Fulltrúar nefndarinnar hafa fundað stíft og reglulega með Vegagerðinni og eru samningaviðræður á lokametrunum og niðurstöðu að vænta fljótlega um áframhaldandi rekstur Vestmannaeyjabæjar á Herjólfi. Ráðningar að renna út Afar brýnt er að […]

Ekki samhljómur um fjárhagsáætlun

IMG 20201101 121245

Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2021 var til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi í gær. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri bar upp áætlunina og sagði í máli sínu að áfram yrði fjárhagsstaða sveitarfélagsins traust, en áhrif af covid-19 muni gera það að verkum að rekstrarafkoma bæjarsjóðs verður verri en undanfarin ár. Ekki standi til að skerða þjónustu við bæjarbúa […]

Bæjarstjórn í beinni

Bæjarstjórn Eyþór

1565. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í gegnum fjarfundabúnað, 5. nóvember 2020 og hefst hann kl. 18:00 Fundurinn verður sendur út beint í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams. Tengill á beinaútsendingu frá bæjarstjórn Dagskrá: Almenn erindi 1. 202006242 – Fjárhagsáætlun 2021 2. 202010069 – Þriggja ára fjárhagsáætlun 2022-2024 3. 201212068 – Umræða um samgöngumál 4. 202011006 – […]

Ekki ábyrg fjármálastjórnun að lækka útsvar

Bæjarstjórn Eyþór

Fjárhagsáætlun 2020 var til umræðu á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Umræðan hófst á bókun frá fulltrúum D lista. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að við fjárhagsáætlunarvinnuna verði leitað leiða til að draga úr álögum á bæjarbúa til hagsbóta fyrir heimilin. Útsvarstekjur sveitarfélagsins hafa hækkað undanfarin ár og þrátt fyrir fyrirsjáanlegar efnahagslegar þrengingar og mikla […]

Bæjarráði móti verklag til framtíðar er varðar íbúalýðræði

Fulltrúar D lista lögðu fram eftirfarandi tillögu um íbúakosningu vegna fjölgunar bæjarfulltrúa á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku: “Í nýrri bæjarmálasamþykkt sem bíður útgáfu stjórnartíðinda er kveðið á um fjölgun bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum, þar er einnig kafli um íbúalýðræði og íbúakosningar. Lagt er til að fram fari íbúakosning um fjölgun bæjarfulltrúa og lýstu bæjarfulltrúa vilja […]

Mikilvægt að efla þjónustu HSU í Vestmannaeyjum

Umræða um heilbrigðismál fór fram á fundi bæjarstjórnar í vikunni þar kom fram í sameiginleg bókun allra bæjarflltrúa að bæjarstjórn telur afar mikilvægt að efla þjónustu HSU í Vestmannaeyjum. Efla þarf m.a. fjarheilbrigðisþjónustu og fjölga komum sérfræðinga til Vestmannaeyja, til að bæjarbúar þurfi ekki að fara í ferðalög til að leita sér grunnheilbrigðisþjónustu. Stöðvun á […]

Leitað leiða til að koma af stað áætlunarflugi

Formaður bæjarráðs gerði á fundi bæjarstjórnar í vikunni grein fyrir viðræðum við aðila um flugsamgöngur og samgöngur á sjó. Í sameiginleg bókun bæjarstjórnar segir, “Bæjarstjórn fagnar fréttum þess efnis Air Iceland Connect ætli að hefja flugsamgöngur til Vestmannaeyja á markaðslegum forsendum næsta vor. Í þessu felast mikil tækifæri til kynningar á Vestmannaeyjum sem áfangastað, bæði […]

Upptaka frá bæjarstjórnarfundi

1564 fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja var haldinn í gær þann 14. október 2020 yfir fjarfundarbúnað. Vegna samkomutakmarkana yfirvalda þá var fundurinn tekinn í fjarfundi meðfylgjandi má finna upptöku af þeim fundi ásamt dagskrá fundarins. Dagskrá: Almenn erindi 1. 202003036 – Viðbrögð vegna veiruógnunar 2. 201212068 – Umræða um samgöngumál 3. 202010039 – Tillaga um íbúakosningu vegna […]

Bæjarstjórn lýsir áhyggjum af skeytingarleysi ríkisins

Málefni Hraunbúða voru til umræðu á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Bæjarstjóri greindi frá fundi sem hún átti ásamt embættismönnum bæjarins með forstjóra og fulltrúum Sjúkratrygginga Íslands um uppsögn á samningi Vestmannaeyjabæjar og stofnunarinnar, um rekstur Hraunbúða. Bæjarstjórn Vestmannaeyja sendi frá sér sameignlega bókun um málið. “Bæjarstjórn lýsir áhyggjum sínum af skeytingarleysi ríkisins hvað rekstur […]