Fjörugar umræður um fjárhagsáætlun

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 var fyrsta mál á fundi bæjarstjórnar í liðinni viku þá fór fram seinni umræða. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, gerði grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2024 frá fyrri umræðu. “Þrátt fyrir að mörg sveitarfélög séu að glíma við áskoranir í rekstri og fjármögnun lögbundinna verkefna, með tilheyrandi lausafjárvanda, […]
Niðurstaða í lok mánaðar

Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarstjórnar í vikunni sem leið. Fram kom að bæjarstjórn fundaði í byrjun vikunnar með viðræðunefnd um stöðu viðræðna um nýjan þjónustusamning ríkisins og Vestmannaeyjabæjar um ferjusiglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar/Þorlákshafnar. Góður gangur er í viðræðunum og vonast er til að niðurstaða liggi fyrir í lok september. (meira…)
Deilt um heimgreiðslur á fundi bæjarstjórnar

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja sl. fimmtudag skapaðist mikil umræða meðal bæjarfulltrúa þegar liður sem varðaði umsóknir í leikskóla og stöðu inntökumála lá fyrir. Fram kemur í fundargerð að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um að fallið yrði frá áformum um tvöföldun heimgreiðslna til forráðamanna barna sem ekki eru í leikskóla frá 12-16 mánaða aldri. Fundarhlé […]
Bæjarstjórn í beinu streymi

1597. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í fundarsal Ráðhúss, 13. júlí 2023 og hefst hann kl. 17:00 Hægt er að nálgast streymi af fundinum hér fyrir neðan: https://www.youtube.com/watch?v=TzB063yEjWc (meira…)
Gera byggðina undir hrauni aðgengilega

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hélt sérstakan hátíðarfund í Eldheimum á mánudag í tilefni þess að þá voru fimmtíu ár liðin frá lokum eldsumbrota á Heimaey í Vestmannaeyjum. Eyþór Harðarson, bæjarfulltrúi, flutti ávarp í tilefni tímamótanna og gerði í framhaldi grein tillögu að verkefni sem snýr að því að að gera þeim hluta Vestmannaeyja sem fóru undir hraun […]
Hátíðarfundur í Eldheimum

Hátíðarfundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja fór fram í gær 3. júlí í Eldheimum í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá lokum eldsumbrota á Heimaey. Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar, flutti ávarp í tilefni þess sem einkenndist af þakklæti til allra þeirra einstaklinga sem stóðu vaktina og unnu myrkranna á milli við björgunarstörf og svo síðar uppbygginu. […]
Bæjarstjórn fundar í Eldheimum

1596. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Eldheimum, 3. júlí 2023 og hefst hann kl. 12:00. Allir eru velkomnir. Hér má horfa á streymið. (meira…)
Bæjarstjórn í beinni

1595. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í fundarsal Ráðhúss, 22. júní 2023 og hefst hann kl. 17:00 Hægt verður að nálgast beint streymi af fundinum hér fyrir neðan: https://www.youtube.com/watch?v=_swP5cxDhU4 Dagskrá: Almenn erindi 1. 201212068 – Umræða um samgöngumál 2. 201810114 – Umræða um heilbrigðismál 3. 202306008 – Deiliskipulag Malarvöllur og Langalág Fundargerðir til staðfestingar […]
Sendiherra Kína kíkti í heimsókn

Fyrir síðastliðna helgi átti sendiherra Kína, He Rulong og eiginkona hans Mme SHen Ting fund með Írisi Róbertsdóttir bæjarstjóra og Angantý Einarssyni framkvæmdarstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Á fundinum var m.a. rætt um Ísland og Kína, Beluga hvalina, Puffin Run og eldgosið á Heimaey árið 1973. Fundurinn var góður og ánægjulegur. (meira…)
Hér skapast almannavarnarástand ef vatnsöflun bregst

Vatnsleiðsla til Vestmannaeyja var til umræðu á fundi bæjarstjórnar í vikunni sem leið. Eyþór Harðarson, bæjarfulltrúi, fór yfir stöðu viðræðna f.h. starfshóps Vestmannaeyjabæjar, um lagningu nýrrar vatnslagnar til Vestmannaeyja, sem í sitja Íris Róbertsdóttir, Eyþór Harðarson, Angantýr Einarsson, Brynjar Ólafsson og Sigurjón Örn Lárusson, við innviðaráðuneytið og HS-veitur. Um er að ræða tvenns konar viðræður. […]