Breytt deiliskipulag Íþróttasvæðis við Hástein
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 22. febrúar 2024 að auglýsa breytingu á deiliskipulag Íþróttasvæði við Hástein, skv. Skipulagslögum nr. 123/2010. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir nýjum byggingareit, Þ3, að stærð 15x60m á allt að tveim hæðum fyrir búningsklefa og skrifstofurými norðan við fjölnota íþróttasal. Skipulagsgögnin eru til sýnis í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja, á skipulagsgátt á vefsíðu sveitarfélagsins og […]
Kosið í ráð, nefndir og stjórnir
Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 42. gr. bæjarmálasamþykktar Vestmannaeyjabæjar var á dagskrá bæjarstjórnar í líðinni viku. Samkvæmt 1. tl. A-liðar 42. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar kýs bæjarstjórn þrjá aðalfulltrúa og jafnmarga til vara í bæjarráð ár hvert. Fyrir liggur þessi tillaga um óbreytt bæjarráð: Aðalfulltrúar Njáll Ragnarsson, formaður Jóna […]
Vilja minnisvarða í íbúakosningu
Minnisvarði í tilefni 50 ára gosloka var til umræðu á fundi bæjarstjórnar í vikunni sem leið en fyrr í vikunni lágu fyrir bæjarráði drög að samningi milli menningar- og viðskiptaráðuneytis og Vestmannaeyjabæjar um verkefnastyrk til gerðar göngustígs yfir hraun að minnisvarða um eldgosið í Heimaey 1973. Þá lágu einnig fyrir ráðinu drög að viljayfirlýsingu á […]
Stór áform við höfnina
Breyting á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035; Til að tryggja nægt athafnarými og viðlegukanta fyrir hafnarstarfsemi er unnið að nýjum valkostum fyrir nýja viðlegu- og stórskipakanta. Bæjarstjórn samþykkti þann 25. Janúar 2024 að auglýsa skipulagslýsingu sem gerir ráð fyrir nýjum reitum fyrri hafnarstarfsemi. Í Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 er nú þegar gert ráð fyrir stórskipakanti og landfyllingu fyrir […]
Opið bréf til fjármála- og efnahagsráðherra
Opið bréf til fjármála- og efnahagsráðherra frá bæjarstjórn Vestmannaeyja Ágæta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Þann 2. febrúar s.l. var undirrituð fyrir þína hönd krafa um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjar og sker sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar. Þessi krafa hefur þó enn ekki verið send okkur Eyjamönnum heldur […]
Bæjarstjórn lýsir yfir verulegum vonbrigðum með stöðu dýpkunarmála
Umræða um samgöngumál fór fram á fundir bæjarstjórnar í síðustu viku. Bæjarstjóri fór yfir stöðuna í samgöngumálum við Vestmannaeyjar sem hefur verið mjög þung undanfarna mánuði, siglingar í Landeyjahöfn hafa verið mikið skertar og höfnin oft lokuð vegna dýpis. Bæjarráð hefur óskað eftir gögnum frá Vegagerðinni um ástæður þess að illa gengur að dýpka. Höfnin […]
Íbúafundur um samgöngumál í Höllinni í kvöld
Í kvöld kl. 19:30 fer fram íbúafundur í Höllinni um samgöngumál í Vestmannaeyjum. Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar stýrir fundinum. Hvetjum alla sem hafa tök á að mæta. Dagskrá fundar (meira…)
Ríkur vilji að létta undir með Grindvíkingum
Umræða um náttúruhamfarir í Grindavík og afleiðingar þeirra fór fram á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku eftirfarandi bókun var samþykkt með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa. Mikil óvissa ríkir um þróun mála í Grindavík eins og staðan er í dag og má gera ráð fyrir að svo verði áfram um einhvern tíma. Áríðandi er að leysa […]
Ágreiningur milli Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna
Tjón á neysluvatnslögn var til umræðu á fundi bæjarstjórnar í liðinni viku. Fram koma að ágreiningur er á milli Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna um þær skyldur og ábyrgð sem HS Veitur bera á viðgerð og viðhaldi vatnslagnarinnar, skv. samningum og lögum þar að lútandi. Tekið skal fram að þessi ágreiningur hefur ekki haft áhrif á […]
Skipulagsáætlanir vegna Vestmannaeyjalínu 4 og 5
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti 30. nóvember 2023 að kynna skipulagslýsingu samhliða kynningu á vinnslustigi, fyrir fyrirhugaðar breytingar á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna lagningu nýrra sæstrengja, Vestmannaeyjalínu 4 (VM4) og 5 (VM5) . Í valkostagreining Landsnets hefur fjöldi leiða fyrir landtöku rafstrengjanna og að spennustöð HS-Veitna verið metnar. Áætlað er að besti kostur fyrir landtöku rafstrengjanna verði […]