Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti 30. nóvember 2023 að kynna skipulagslýsingu samhliða kynningu á vinnslustigi, fyrir fyrirhugaðar breytingar á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna lagningu nýrra sæstrengja, Vestmannaeyjalínu 4 (VM4) og 5 (VM5) .
Í valkostagreining Landsnets hefur fjöldi leiða fyrir landtöku rafstrengjanna og að spennustöð HS-Veitna verið metnar. Áætlað er að besti kostur fyrir landtöku rafstrengjanna verði austast í Gjábakkafjöru og að á landi verði þeir leiddir upp gil til suður og þaðan niður Skansveg.
Mikilvægi áreiðanlegrar raforkuafhendingar er ótvírætt og brýnt hagsmunamál fyrir samfélag Vestmannaeyja. Framkvæmdin gerir ráð fyrir röskun á yfirborði Eldfellshrauns sem nýtur sérstakrar verndar eldhrauna skv. 61. gr. náttúruverndarlaga. Útbreiðsla lúpínu hefur þegar breytt ásýnd hraunsins og dregið úr verndargildi þess. Vandað verður til hönnunar og verklags til að draga úr raski hraunmyndana og gerð göngustíga á röskuðu svæði verður skoðuð.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst